Syrpa - 01.06.1914, Blaðsíða 14

Syrpa - 01.06.1914, Blaðsíða 14
204 SYRPA honum fram á þaö, að engin hætta gæti stafaö af því, þó mér væri leyft aö tala viö hana fáein orö í viðurvist annara. Aö minsta kosti væri það hættulaust aö láta hana vita aö eg ætti erindi viö hana. Loksins gat eg fei<giö hann til aö lofa því, aö koma oröum til ungfrú Trent og fá hana til aö tala viö mig, annaðhvort í hans húsi eöa þá heima hjá henni sjálfri, eins fljótt og auöiö yröi. Kom þaö upp hjá honum, aö konan hans var nákunnug þessari stúlku og vissi hvar hún átti heima. Eg skrifaöi nafn mitt, samkvæmt ósk hans, í vasabók hans. Því næst kvaddi eg hann og hélt heimleiðis. Og eg var nú í léttara skapi en áöur. 29. Október Loksins er eg þá búinn aö finna ungfrú Trent. Hún er sérlega fríö sýnum og höfðingleg, mjúklega vax- in og elskuleg. Hún hefir fjóra um tvítugt. Hún er saumakona, og heldur til hjá gömlum hjónum í fimtu götu hér fyrir norðan. Hún er ein síns liös. Systkini á hún engin; og móöir hennar dó í fyrra vetur. Frændfólk hennar flest er á Eng- landi. Og móðursystir hennar flutt- ist þaöan tfl Winnipeg í sumar. Eg hefi nú tvisvar talaö við ungfrú Trent — í fyrra skiftið í húsi herra Cranstones, en í síöara skiftiö heima hjá henni. Eg sagði henni, í hvaöa erindagjöröum eg væri kominn til Ameríku, og skýröi eg henni frá aöalefninu í bréfi móðurbróður míns. Hún virtist skilja mig, þó eg talaöi fremur bjagaöa ensku, og eg er viss um aö hún trúir því aö eg segi satt. hún segist muna eftir móöurbróöur mínum. Hún var á tíunda eöa ell- efta árinu, þegar hún sáhann. Kom hann nokkrum sinnum meö William Trent í hús fööur hennar. ,,Eg man,að hann var stór maöur vexti“, sagöi ungfrú Trent; , ,hann haföi ljóst skegg, var bjartur yfirlitum, og sagöur aö vera íslendingur. Og faöir minn kallaöi hann: ,The Vik- ing' “. — Eg spuröi hana, hvort hún vildi fara vestur til Winnipeg á næsta vori og hjálpa mér til aö finna Madeleine Vanda. Hún tók því ekki fjarri, en sagöist þurfa nokkurn tíma til aö ráöa það viö sig, hvaö hún ætti að gjöra í þessu máli. Ekki kvaöst hún efa það, aö alt væri satt og rétt, sem í bréfinu stæði, en hún er hrædd um, að þaö muni kosta mikla fyrirhöfn og æriö fé, að leita aö þessari Madeleine Vanda, og segir aö þaö sé eins víst, aö hún finnist aldrei, því hún geti verið dá- in, og þá sé alt okkar erfiöi og all- ur sá kostnaöur til einskis. Eg sagöist geta búist viö því, aö viö hefðum ekkert upp úr þessu, nema kostnaö og fyrirhöfn, en samt væri eg fastráöinn í því, aö gefast ekki upp aö óreyndu, því til mikils væri aö vinna ef þetta hepnaöist. ,,Eg heyri að þú ert hugprúöur piltur og efni í æfintýramann“, sagöi ungfrú Trent brosandi, horföi beint framan i mig og varö rjóð í kinnum; ,,og eg veit líka aö þú ert ráövandur, eins og móðurbróöir þinn, því þér var þaö innan handar, aö fara vest- ur til Winnipeg og finna Madeleine Vanda, án þess aö láta mig vita nokkuð um þaö; og eg er líka viss um, aö margur heföi gjört þaö í þín- um sporum. — En samt þarf eg aö þekkja þig betur og hugsa mig lengi um, áöur en eg legg út í þetta meö þér. Eg ætla aö skrifa móðursyst- ur minni, sem nú er í Winnipeg, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.