Syrpa - 01.06.1914, Blaðsíða 19
Það, sem fljótt aflað er, fljótt aftur fer.
Saga eftir Leó Tolstoj.
í litlu þorpi viö OWas-ströndina,
bjó einu sinni fátækur ferjumaður
aö nafni Timofeitch. í tíu ár haföi
hann lifað á því aö flytja feröamenn
yfir fljótið.
Ferjan hafði oft verið keypt og
seld og þannig verið eign margra
manna; en alt af var Timofeitch
ferjumaöur. Hann var oröinn van-
ur við þetta starf og hafði ofan af
fyrir sér meö því. Auk þess b&ru
allir yfirmenn lians fullkomiö traust
til hans, því hann var ráövendnin
sjfilf íklædd holdi og blóöi og sveik
engan um einn pening til að auðga
sig, eða auka meö því tekjur sínar.
Allir þorpsbúar þektu Timofeitch
og viö og við var honum boöið í
skírnarveízlu og hann beöinn aö
vera skírnarvottur.
En a.uöæfum haföi hann ekki safn-
að. Hann gat ekki keypt sér ann-
að í tíu ár, en eina sunnudagatrevju
og einn sauöskinnsloðfeld. í tvö
ár hafði hann ftrangurslaust þráð að
eignast loöhúfu og í hvert sinn er
hann fór á torgiö til að kaupa sér
matvæli, lét hann ekki hjft líða að
nema staöar hjá skransalanum.
Hann horfði ft húfurnar og valdi sér
þá beztu, þjarkaöi um veröiö og kom
kaupmanninum til að trúa því aö
hann ætlaði sér að .kaupa hana,
þegar hann eignaðist nægilega pen-
inga til þess.
En ft meöan hann beiö eftir því,
hélt hann ftfram að nota gömlu húf-
una sína.
Þó Timofeitch væri vanur svona
lifnaöarhætti, vaknaöi þó stundum
hjá honum öfund til þeirra er leið
betur en honum.
, ,Hvers vegna hefir guð gefiö
þeim svo mikil auðæfi, en mér ekk-
ert ?“ hugsaöi hann. ,,í rauninni
er eg ógæfumaður !“
Og ávalt kvartaði hann sftrar og
sftrar um fátækt sína og bað guð
um auðæfi.
,,Þft mundi eg lifa góðu og göf-
ugu og nytsömu lífi“, hugsaði hann
,,og ekki gleyma fátæklingunum.
Nei í breytni minni mundi eg veröa
ráðvandur og réttlátur.
Einu sinni þegar Timofeitch sat
fyrir utan húsdyr síriar, sá hann lög-
regluþjón ganga niður að bryggj-
unni hinumegin viö fijótiö. Hann
kallaði hárri röddu á Timofeitch og
gaf lionum bendingu.
,,Hvaö ætli hann vilji?“ hugsaöi
ferjumaöurinn og reri yfir til hans.
Áður en hann var kominn alla
leið, þreif lögregluþjónninn ofan húf-
una, hneigði sig fyrir honum og
óskaöi honum til hamiugju. Hann