Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 5

Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 5
5 Hann sagði þar opt söguna um „krypplinginn", sem hefði eiginlega komið upp þessu húsi, og hún varð til þess að margir fóru að leita Jesú og ýmsir hikandi lögðu betur fram lcrapta sína til að vinna fyrir hann. Það komu við og við frjettir um Tómás, en á jólaföstunni barst fregn um að nú hefði hann fengið heimfararleyfi, væri kominn heim til Jesú. Sami póstur, flutti og biblíuna hans Tómásar til herramannsins, sem við höfum talað um. Pað var auðsjeð að hún hafði ekki legið niður í skúffu eða upp á hyilu óbrúkuð eins og biblían má sætta sig við á flestum íslenskum heimilum, hún; var vætt af mörgum tárum og slitin, enda hafði hún orðið til blessúnar. Yngsti sonur húsbóndans fjekk hana stundum til lesturs, og athugasemdirnar, sem krypplingurinn hafði skrifað viða neðanmáls og þá ekki sízt skilnað- ar bænin (skrifuð viku áður en hann dó) — „Drott- inn gefi að þessi heilaga bók megi verða einhverjum öðr- um til eins mikillar blessunar og mjer,“ — höfðu svo mikil áhrif á hann að liann helgaði Guði líf sitt og varð seinna heiðingjatrúboði í Mið-Afríku. Hann fór með biblíuna hans Tómásar þangað, sýndi hana svertingj- unum og sagði þeim frá starfi hans. Og hver vill nú skipa sæti krypplingsins og vinna sálir handa Drottni?

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.