Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 13
13
sem ekki vissu hvað um var að vera inni, sálminn:
„Upp, gleðjist a.llir, gieðjist þjer.“
Yertu sæl, þúsundsinnum sæl elsku konan mín.
Þú varst sólargeislinn, sem Drottinn gaf mjer, og
aðstoð mín ótal sinnum, en nú nýtur þú eilífrar
gleði við hástól lambsins. —Jeg stóð reyndar eptir
með fimm móðurlaus börn, en samt get jeg vitn-
að það Guði til dýrðar, og öllum harmþrungnum
til uppörvunar, að þrátt fyrir öll tárin, voru jólin
okkur, börnunum mínum og mjer, full af huggun
og blessun. Hetjan af Júdaætt styrkti mig svo dá-
samlega, að jeg gat vitnað um jóladýrðina daginn
eptir, á jóladagihn, og þótt bæði jeg og söfnuðurinn
felldi fleiri tár í það skipti en vant var við jóla-
ræðu, fundum við enn betur en opt áður, hvað
jólaboðskapurinn var dýrðlegur. — — Góður Guð
hefur og styrkt mig dásamlega til að ala upp börn-
in mín síðan, og annast þau. Og nú eru þau orð-
in kristnir menn og konur.
Sje það Guðs vilji, verða ekki dagar mínir
margir úr þessu, í þessum spillta heimi. Síðan
jeg hafði 70 ár að baki er jeg alltaf að búast við
að hver jólin verði mín síðustu hjer niðri, og er
að vona að Drottinn muni kalla mig einmitt um
jólin eins og dóttur mína og konuna mina. Jeg hef
opt beðið hann um að mega fara á jólanóttu, sje
það viiji Iians. Annars verð jeg glaður hvonær
som burtfarar dagur minn kemur, þogar jeg má fara
hoim til DrottiiJS niíus, sem jeg hef reynt að vitna