Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 37

Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 37
37 Jólagestir. Systkinin Gleði og Friður svifu frá upphæðum til mannheima á aðfangadagskvöldið til að gagntaka hjörtu og heimili, þar sem dyrnar væru opnar, og rúm hefði verið búið fyrir barnið frá Betlehem. — far sem var ekki rúm fyrir Jesúm, þar varð eng- inn var við þau, þrátt, fyrir allt skraf nm „jólagieð- ina."------- f’au komu í kirkjurnar, þar var víðast verið að tala um þau, en fjöldi áheyrenda var svo niður- lútur af áhyggjum eða ijettúð að hann varð ekki var við komu þeirra. — þau svifu að stórhýsum ríkismanna og hreysum fátæklinga; þau vitjuðu um sjúklinga, ekkjur og börn, og gleymdu hvorki föng- um, iastaþrælum nje ráðvöndum fariseum. En við- tökurnar voru misjafnar; dyrnaf voru ekki alstaðar opnar. Þau komu fyrst að gluggunum og litu beina leið gegnum öll tjöld inn í hjörtu manna, til að gæta að hvort menn væntu komu þeirra, hvort þar væri rúm fyrir Jesúm. Þau komu að stóru húsi öllu uppljómuðu; þar var margt inni af úngu fóiki, sem var að skemmta sjer við ýmsa skrýpaleiki með miklum hávaða. APir virtust glaðir en það var ekki annað en fánýt augnabliks kæti, sem ekkert átti skylt við sanna

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.