Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 36
36
jeg á það. — Við getum átt, hann, er það ekki rjett? —
Ef kjörfurstinn hefði komið núna og sagt eins og í
fyrra: „Það gengur erfiðlega," hofði jeg liklega ekki
verið jafnfljótur að neita því. — Drambláti doktor-
inn þurfti að læra betur, hvað holdið er veikt. Guð
auðmýkir mig. Það er gott merki. Iíann ætlar
að reisa mig við aptur. Hann er eiginlega búínn
að reisa mig við. Þú skalt verða ánægður, Filipp-
us, með meistara þinn. Það er leyfilegt að nema
snöggvast staðar til að jai’ða ástvini sína, en ekki
til að jarða sjálfan sig, og hætta við verk Drottins.-
Enn er eptir lítil stund, enn er eptir stutt barátt.a,
og svo kemur eilífðin með hvíld sína. Fáeinar jóla-
hátíðir eru eptir; þær verða ef til vill með ein-
liverja skugga; en svo koma jóiin á himnum, hátíð-
in, sem aldrei endar, gleðin sem aldrei þverrar,
sólin, sem aldrei gengur undir. Verum örugg Kat-
harína, Filippus og börn! Hver gæti köllunar sinn-
ar, og Guð sje með okkur öllum!"
„Vor Guð er borg á bjargi traust
Hið bezta sverð og verja!"
Sálmurinn hljómaði frá vörum þeirra allra,
og sigursöngurinn steig upp til sigurgjafarans.