Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 6

Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 6
6 Kveiktu á jólatrjenu! Jólin eru hátíð gleðinnar og þá ættu engin tár að sjást nerna gleðitár yíir fæðingu vors blessaða freisara. En jeg er farinn að þekkja lífið og veit að margir eiga líka bágt á jólunum, og einmitt af því að Drottinn heíir tvisvar sent mjer þunga sorg um jólin en jafnframt henni ríkulega huggun, langar mig til að segja þeim, sem andvarpa um huggun og hjálp á meðan aðrir gleðjast, gleymandi því miður opt og einatt aðaigleðiefninu, frá því, sem jeg hef reynt á jólunum. Með hjálp Guðs getur það orðið til að stöðva eitthvert tárið. Pað var tólfta hjúskaparárið mitt þegar sorgar- skýið bar yflr okkur í fyrsta skipti um jólin. Samt vorum við, elsku konan mín og jeg, alveg sjerstak- lega gagntekin af fögnuði og þakklæti þá jólanótt. Drottinn hafði geflð okkur 6 börn, og stuttu fyrir jól höfðu 5 af þeim fengið illkynjaða barnaveiki, sem þá var að ganga, svo við vorum orðin hrædd um að Guð mundi ætla að taka eitthvað af þeim, Og þótt við hefðum getað sagt með Job: Drottinn gaf, Drottinn tók, sje nafnið Drottins vegsamað, — þá var þó sú hugsun æði erfið fyrir hold og blóð, og við biðum með angist og kvíða eptir því, að refsivöndur Drottins hirti okkur. Enístaðinn fyrir storm og jarðskjálfta kom ha:gur vindblær, og þegar við væntum sízt, fór öilum börnunum að batna, og það, sem veikast hafði verið, klæddist í íyrsta

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.