Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 22
22
sem óttast ekki og sefur ekki, hann sjer gegnum
þokuna, og hönd hans brýtur tennur villudýranna.
Kallið á hann; hann mun koma. Leitið augna hans,
augnatillit hans á að vera sól ykkar. Grípið um
klæðafald hans, og hann mun leiða ykkur þangað,
sem hvorki er þoka, hætta nje kvíði. Frelsuð,
frelsuð, hvílík gleði!"
V.
Þannig talaði Lúther og hann hjelt enn áfram
nokkra stund. Hann var í þeirra tölu, sem börn
verða ekki þreytt að hlusta á. ímyndunarafl hans
gaf hverri hugsun mynd, og hjarta hans gaf svo
þessari mynd ómótstæðilegt aðdráttarafl og líf. B örn
in urðu vör við kærleika hans til sálna þeirra svo
að segja í hverju smáorði. Orðið segir líka „af
gnægð hjartans mælir munnurinn," og hver skyldi
nokkru sinni hafa haft dýpri og sannari tilfinningu
fyrir kærleika Guðs í Jesú Kristi? Þótt Lúther væri
voldugur og mikils virtur, fann hann engu síður til
gleði syndarans, sem hefur fengið frelsi, og var hinn
auðmjúkasti meðal hinna trúuðu. Hjarta hans var
fullt af lofsöngum til hins krossfesta frelsara og um
' jólin til barnsins í Betlehem. — Hann elskaði Jes-
úm fremur en flestir aðrir menn, og hafði betra-
lag á að koma öðrum til að elska hann en flestir
aðrir. — Þegar hann hafði lokið ræðu sinni,
sagði hann. „Börnin mín. Ljósin eru bráðum slokn-
uð; þið hafið fengið gjafirnar en jeg veit um einn,
sem bíður. Pessi eini —„Það er Jesús," sögðu