Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 33
83
„Og hvað á jeg að segja þeim?"
„Hvað sem þú vilt!“
„Jeg skal gjarnan gjöra það, en þjer segið þeim
einmitt hið gagnstæða."
„Jeg, Filippus?"
„Já, því miður. Ef að doktor Marteinn Lúther
er hnuggimr í bragði.og niðurlútur, hver mun þá
trúa mjer, þótt jeg segi að Jesús Kristur huggi og
styrki?“
Lúther hugsaði sig ofurlítið um, „Filippus, þú
hefur rjett að mæla,“ sagði hann svo. „Lærisveinn-
inn er vitrari en kennarinn. Kallaðu á þau.“
III.
Ilvað sagði hann börnunum þetta kvöld? Hann
talaði um huggarann, Jesúm Krist, og hverju orði
hans fylgdi kraptur og sannfæring.
Það var auðheyrt a-ð hann átti sjálfur þá hugg-
un, sem hann var að flytja öðrum; og það var lík-
ast því, sem andi Drottins væri beiniínis sjálfur að
bæta sársaukann; hann, sem huggar, vekur og lífg-
ar. Lúther var rólegur og hreyfði sig ekki, og kom
það þó sjaldan fyrir; en þessi ytri ró var ávöxtur
öruggrar trúar. — Áheyrendurnir hlustuðu jafnróleg-
ir, þeir urðu berlega varir við krapt andans. Börn-
in höfðu aldrei fundið missirinn jafn greinilega, og
heldur aldrei reynt eins vel, hvernig Jesús bætir
allan missir. Móðirin grjet jaínvel okki.
Pegar börnin voju komin aptur að trjonu,
sagði hún: „Doktor, var það ekki rjett, sem jeg