Vekjarinn - 01.12.1903, Blaðsíða 43
43
þótt þeir hugsi það ef til vill. — — En bíðura við,
lijer er eitthvað skrifað á kápuna."
„Hvað er það? Kannske það sje hægt að
hafa á því?“
„Líttu á, það stendur: „Jeg vildi ekki vera i
sporum þínum daginn eptir dauðann, öfunda þig
heldur ekki af jólagleði (!!!) þinni.
Fyrverandi skiptavinur. “
„Jeg vildi hann væri komin út í hafsauga, “ sagði
húsráðandi.
„Eða svínfullur inn á svínastíu," bætti hinn við.
„Jeg ætla að segja þjer það,“ sagði veitinga-
maðurinn, sem nú var farið að síga í, að jeg þoli
alls ekki gletni þína í þessum efnum. Þú getur
spaugað um allt annað fyrir mjer.* Svo tók hann
sjer duglegan teig til að reyna að drekkja orminum,
sem farinn var að gjöra vart við sig.
„Það er ekki tilneins að dvelja hjer lengur," sagði
Friðurinn, „hjer er ekkert rúm.“
Pau komu að snotru húsi. Húsmóðirin var-
nýbúin að kveikja á dálitlu jóiatje. Maðurinn henn-
ar, börnin og vinnufólkið var að ganga kringum það
og syngja:
„Sem börn af hjarta viijum vjer.“
Þegar sálmúrinn var úti og búið var að út-
hluta jólagjöfunum, tók húsráðandi nýja.testamentið
og_las þar um íæðingu írelsarans, svo talaði hann