Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Page 1

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Page 1
HYPATIÁ. Eftir Charles Kingsley. Framh. »F*að er með bækurnar eins og með menn- ina, að það er sálin í þeim, sem andi vor á að fást við. Þannig er það með kvæði Hóm- ers. Sál hverrar bókar er alt það góða, göfuga, sanna og fagra, sem í henni finst. Pað kemur okkur ekkert við, hvoiá skáldið hefur haft ljósa hugmynd um þá þýðingu, sem við leggjum í rit þess. Einhver þýðing hlýtur að liggja í þeim, hvort sem höfundinum er það Ijóst eða ekki. Ef hún fyndist þar ekki — hvar ættum við þá að leita að henni? Meðal fáfróðrar alþýðu — og líka á meðal þeirra, sem að eins bera heimspekiskápuna, en ekki spekina — finr ast að vísu menn, sem útskúfa öllum slíkun. skýringum, og segja að það sé alt tómur hug- arburður og orðaklofningar. En þá er þeirra að sýna, hvað Hómer hafði í huga, ef það er rangt, sem við höldum fram. Þeir verða þá að segja heiminum í hverju Hómer er aðdá- anlegur, ef það er ekki til i honum, sem við dáumst mest að. Vilja þeir halda því fram, að það ágæti, sem menn hafa hlaðið á hann um marga mannsaldra, spretti eingöngu af bók- staflegri merkingu orðanna? Og ætlaþeirsvo að dirfast að neita honum um þessa bókstaf- legu merkingu? Geta þeir ímyndað sér, að hin guðdómlega sál Hómers hafi getað Iítil- lækkað sig svo — lotið að svo litlu að lýsa verulegum átveizlum, hátíðum og dönsum, verulegum hestaþjófnaði á náttarþeli, verulegri trygð í hundi eða svínahirði, verulegum sam- förum guða og manna í ástamálum, og að þessir hversdagslegu viðburðir hafi getað aflað honum þess nafns að heita faðir skáldskapar- listarinnar? Hvílík niðurlæging! Hæfileg og samboðin skrílnum, sem eingöngu er' háður * N. Kv. VI. 5. hinu holdlega og klúra, því einu, sem augu og eyru fá séð og heyrt. Þá mætti eins vel trúa þeim kristnu ritum, sem segja frá guði, sem hafi augu og eyru, hendur og fætur, og lítillækkar sig til þess að segja fyrir um smíði á amboðum og eldhúsgögnum, og nær svo sínum hæstu fullkomleikum með því, að láta fæðast af óbreyttri sveitastúlku, og verða svo að flekkast af þörfum og áhyggjum hinna lít- ilmótlegustu þræla — hvílík óhæfa.* »F*að er lygi! F*að er guðlast! Ritning- in getur ekki sagt ósatt,« gall við hátt rödd aftarlega í salnum. F’að var rödd Fílammons. Hann hafði hlustað á ræðuna, sem vér höfum tekið þráð- inn úr — en þó hafði hann enn meira fest hug- ann við fegurð meyjarinnar, yndisþokka henn- ar, hljómblæ framburðarins, sem var þýður eins og sönglag, og ekki sízt við hugsunarvef mælsk- unnar, sem glitraði fyrir augum hans eins og kóngulóarvefur, alsettur demöntum af sólbrjot- andi daggardropum; þetta batt hann' meira en efnið og ruglaði hugsun hans. Heilt brim- flóð af nýjum hugsunum og spurningum, ef ekki efaseindum, heltók hið sk^rpa, gríska hugs- anaafl hans. Rá í fyrsta sinn á æfinni stóð hann andspænis þessari spurningu, frumspurn- ingu allrar tilveru: »Hvað er eg? Hvaðan kem eg? Hvað veit eg?« Og í þessari vand- ræðabaráttu, sem hann lenti í, hafði hann al- veg gleymt því, í hvaða erindum hann var kominn í kenslusalinn. Hann fann að hann varð að brjóta af sér þessi töfrabönd. Var hún ekki heiðin — og falsspákona? Hér þurfti eitt- hvað áþreifanlegt til að ráðast á; og sumpart til þess að mótmæla guðlastinu, sumpart til 13

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.