Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Síða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Síða 2
98 NVJAR KVÖLDVÖKUR. að æsa sjálfan sig upp, spratt hann upp og mælti þessi orð. Allur salurinn tók óðara undir og æpti: »Út með munkinn, hendið dónan- um út um gluggann.« Sumir þeirra hugrökk- ustu fóru að klifra yfir borð og bekki; Fílam- mon var farinn að hlakka til, að píslarvættið væri þegar á næstu grösum. En þá heyrðist rödd Hypatíu, róleg, skær og hvell, og hún bauð þeim að verakyrrum. »Lofið unga mann- inum að vera. Hann er munkur og alþýðumað- ur og hefur ekki betur vit á. Lofið honum að sitja kyrrum. Getur verið að við getum kom- ið honum á aðra skoðun.* Og svo hélt hún áfram ræðu sinni eins og ekkert hefði í skorizt, og jafnróleg og áður. »Hin útvaid sál hvíiir eins og barn við brjóst náttúrunnar, móður sinnar, fósturmóður mannkynsins. Hún óttast að senda það út í ó- vissuna, að það gleymi henni í ys og þys ver- aldarhyggjunnar. En hin útvaldasál á líkaföð- ur, sem hún þekkir ekki—sál alverunnar, hvað sem hún er kölluð, Seifur, Iöggjafinn, ljósvak- inn, eldurinn, Iífslindin, hin djúpa hugsun al- verunnar, sem uppfyllir alt, örlagamagnið, sem Hómer nefnir skapanornina, sem er einvöld, ó- umræöileg, ónefnanleg. — Raðan og þangað ler lífssálin eins og titringur í gegnum alla tilveruna, og framkvæmir skipanir hennar, þó nauðug sé, og knýr ait til þess að hlýða boði hennar. Hún berst við heljaröfl efnisins; hún kremur í sundur í fangi sér alt, sem er ilt og ljótt, en þrýstir að hjarta sér öllu sem er gott og göfugt og fagurt sem endurskin hennar sjálfrar. En yfir því öllu hvílir sorgin, þegar alsálin hugsar til þeirrar einingar, er hún og hver sál á rót sína að rekja til. Og hún berst fyrir því, að sálin njóti friðar og gleði. Og það stundum svo, að ímynd þessa dýrlega leyndardóms nær til hinnar útvöldu sálar. í stjörnudýrð næturinnar — í niði Nílfljótsins, sem ber fram frjósemi í hverjum öldugára — í djúpi hofhelgidómsins — í lögum hinna orf- isku söngva — í öllu þessu sindrar fyrir sjón sálarinnar fögur og ægileg ímynd þeirrar alsál- ar, sem fer titrandi um alt hið skapaða sem blærinn um strengi vindhörpunnar — sem líf- æðasláttur um allar þær miljónir af æðum, sem liggja um alheiminn út frá hinu stóra hjarta, sem við heyrum slá í fjarska, og slær að eilífu gegnum himnanna himna, sólkerfi og vetrar- brautir, út fyrir tíma og rúm. »Sælir — sælir eru þeir, sem hafa dirfst með ótta og andvara, með gleðitárum og fram- fallnir í anda fyrir þessari stóru ráðgátu, og hafa fundið til þess að þeir eru ekki nema eins og visið lauf fyrir vindi — sælir eru þeir, sem hafa dirfst, þó ekki væri nema eitt augnablik að mæna á þennan mikla leyndardóm dýrðar- ljómans, enda þótt hann hefði sviðið augu sín. Væri það ekki dýrlegt takmark, að hafa séð Seif, hinn æðsta guð, enda þótt menn brynnu upp í eldi dýrðar hans? Sæll er sá, sem er ölvaður af áhrifum guðdómsins, enda þótt svín jarðarinnar rýti að honum og segi hann vit- lausan draumóramann. Draumóramenn eru þeir, því að guðdómurinn hrífur þá — þeir losast við byrði manndómsins og finna að þeir eru partur alsálarinnar, hefja sig upp til hins hæsta óumræðilega, og njóta þess í anda. Reir tala ekki framar — alsálin talar í þeim; þeir njóta þess sólarljóma dýrðardjúpsins, sem þeir hafa dirfst að hefja sig upp til; þeir verða samróma talsmenn orða guðdómsins og birta sér óafvit- andi leyndardóma hinna ódauðlegu guða. Er þá undur, þótt þeir fáfróðu kalli þá draum- óramenn? Brosið, ef ykkur finst þetta broslegt. En heimtið ekki af mér, að eg segi ykkur þá hluti, sem engin orð komast að, sem eru haf- in yfir öll vísindi mannanna og skynseminni tekst aldrei að handsama, — en aðeins erauð- ið að sjá í anda. Burt, allir þér jarðbundnu heimspekingar — og þó — hvað gerir það, þó þið brosið og spottið? Rað stendur ekki nema á lítilli stundu. Innan skainms Iosast sálin aftúr og hristir af sér rykið, leysir sig úr böndum kuld- ans er bundu daggardropann við blómið. Hann leitar upp í gegnum stjarna- og sólheima, gegn- um guði og guðaættir, hreinni og hreinni gegn-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.