Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Side 4

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Side 4
100 [NYJAR KVÖLDVÖKUR. NÍUNDI KAPÍTULI. Öllu má ofbjóða. Kýrillos hlustaði glottandi á frásögu Filam- mons og boð Hypatiu og lét hann svo frá sér fara, bauð honum að vinna í borginni seinni hluta dagsins, segja engum lifandi manni frá því, er gerst hafði, og koma svo til sín í kvöld, þegar hann væri búinn að hugsa málið, og fá skipanir sínar. Svo gekk Fílammon með félögum sínum götur og stræti full af versta saur og ógurlegri örbirgð, bjarglausu iðjuleysi og helberum syndum. Alt var það hræðilega áþreifanlegt. En ^hann sá það óglögt og eins og í draumi. Fyrir augum hans ljómaði að eins eitt andlit — í eyrum hans hljómaði að eins ein silfurskær rödd: »Hann er munkur og hefir ekki betur vit á.« Pað var satt. Og hvernig átti hann að vita betur? Hvernig átti hann að vita, hvað bjó í öllum þessum víða alheimi — hann sem var að eins lítill depill á litlum depli í honum? Nú hafði hann þó séð eina hlið — hvernig skyldi þá önnur hlið- in vera? Var það ekki réttara að sjá hana líka, áður en dómur væri feldur? Pað er vafasamt, hvort það var viturlega gert af Kýrillosi að senda unglinginn út til daufra líknarstarfa áður en hann gerði út um, hvernig ætti að taka heimboði Hypatiu. Hann hafði ekki tekið tillit til hinna nýju hug3ana, sem kvöldu hinn unga munk. Ef til vili hefði hann ekki skilið þær, þó að hann hefði heyrt þær. Kýrillos var alinn upp við hinn strang- asta trúarlærdómsaga, sem algengur var í hin- um afarmiklu nítrisku klaustrum við saltpétur- námurnar þar skamt frá; þar héldu til þúsundir manna í sjálfvalinni örbirgð og sulti og unnu í stórum brauðgerðarhúsum, litunarhúsum, að tiglgerð, fatagerð, trésmíði o. fl. og lögðu arð- inn af vinnu sinni til kirkna, spítala og öreiga- húsa, því sjálfir þurftu þeir einskis með. Við þessa iðjusemi var hann upp alinn, og svo guðræknisiðkanir, sem kendu munkunum að fyrirlíta þenna heim, sem var svo nærri þeim eins og borgin. Hann var frá barnæsku bland- inn við slægviíkubrÖgð Theófíiusar móðurbróð- ur síns, þessa óstjórnlega og ágjarna manris, og hafði tekið við að verða patríarki eða erki- biskup eftir hann hlklaust, og var við því bú- inn að beita hinum óbilandi dugnaði sínum Dg hinu skarpa og skíra viti sínu fyrir málefni kirkjunnar, hiklaust, hlífðarlaust, vægðarlaustt ef því væri að skifta. Hverníg áttu hans iil- finningar að geta orðið samferða tilfinningum tvítugs aumtrigja unglings, sem komið hafði úr gljúfrahellum öræfanna ofan í hina lífkviku, glaummiklu borg? Hann var líka klausturbarn. En það var enginn samjöfnuður gerandi á hirt* um háværu og sístarfandi vinnustörfum í Nítríri og kyrláta og friðsæla klaustrinu upp í Núbíu- eyðimörkinni. Par hafði Fílammon verið al- inn upp með allri móðurumhyggju af göml- um manni, æruverðum, sein var honum sem faðir. Og nú þráði hann lífgun og svölun mildrar raddar, og hýrgun og hlýju frá blíð- um augum. því að hann var einn og sjúkur í hjarta. . . . Og altaf ómuðu orð Hypatíu i eyrum hans, eins og hljómblítt sönglag, og vildi ekki hverfa þaðan. Pessi háleita anda- gift, svo djúp, en þó svo mild — þessi með- aumkun með fjöldanum — þessi dýrlega svip- vera, þessi hágáfaði andi — það vildi ekki yf- irgefa hann. »Er eg þá eins og almúginn?« sagði Fíl- ammon við sjálfan sig, meðan hann var að rogast með sjúkling á spítalann. »Er ekkert verk til, sem ætti betur við mig? Petta getur hvaða daglaunamaður, sem vera vill neðan frá bryggjunum, gert. Er það ekki óþarfa eyðsla þetta? Hef eg ekki vit, smekk og skynsemi? Eg hafði vit á að meta það, sem Hypatía sagði. Er ekki mentunarþrá mín vottur þess, að eg ætti að mentast? Eg er viss um að vísinda- nátnið ætti betur við mig heldur en að 'púla á strætunum.* Og þá urðu samverkamenn hans — hann gat ekki að því gert — heldur óvirðulegir í augum hans. Hvað svo sem hann reyndi að gleyma kærum og kvörtunum gamla prestsins, þá gat hann það ekki. Hann hafði það svart

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.