Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Síða 9
HYPATIA.
105
hafa einhvern, sem hann gæti ausið út fyrir
hjarta sínu. Ögn fyrir ögn — orð fyrir orð
rifjuðust upp fyrir honum atvikin kvöldið fyrir,
og svo endaði það með því, að hann bað
daglaunamanninn að hjálpa sér til að ná í ein-
hvern morgunmat handa sér, og helzt að vinna
sér hann inn.
»Vinna sér hann inn? Ætti vildarmaður
guðanna — gestur Hypatfu — að fara að vinna
sér fyrir mat, á meðan eg á ráð á nokkrum
eyri? Fjarri mér! Ungi maður, eg hef gert
þér rangt. Nú erum við bræður og vinir í
hatrinu til munkaskrílsins. Pað er til heitur fisk-
ur soðinn og steiktur heima hjá mér — nógur
freyðandi mjöður í horninu og laukur í auka-
getu. Komið með mér, gestur minn og bróðir.«
Fílammon lét allar athuganir falla niður um
það að verða gestur heiðingjans, því að hann
sá að annars mundi hann engan matinn fá. Varð
hann svo manninum samferða að dyrum Hypa-
tíu. Par lagði hann af sér byrðina og gekk
síðan inn í hliðarstræti og að dyrum á kjall-
ara einum; moraði þar alt af börnum, köttum
og ketlingum. Par fór maðurinn með Fílammon
inn í stofu eina litla, og lagði þangað angandi
þef af steiktum fiski.
»Júdit, Júdit,« æpti daglaunamaðurinn, »hvar
ertu nú? Svarta Andrómeda? Marmaraklöpp frá
Pemtelíkos? Froða af víndökku hafi? Lilja frá
Mareotisvatni? Ef þú kemur ekki undireins
með morgunmatinn, skaltu eiga mig á fæli.«
Dyrnar til hliðar opnuðust þegar, og skauzt
þar inn skjálfandi stór og beinvaxin negra með
Iyklakyppu í hendi, klædd snjóhvítum kyrtli og
með gulan túrban á höfði. Hún bar disíra-
hrúgu í fanginu, og ljómaði svo af henni að
birti í stofunni. Hún lagði frá sér lyklana, en
daglaunamaðurinn benti Fílammon á stól til að
setjast á með konunglegri bendingu; en konan
beið auðmjúklega eftir skipunum herra síns og
drottins. En hann lét ekki bíða að kynna hon-
um þessa svörtu konu, og segja honum, að
hún væri alt sitt kvennabúr. En þess hefði
ekki þurft til, því óðara en Fílammon var byrj-
aður að borða, stökk negran að honum, faðm-
aði hann að sér og kysti höfuð hans óteljandi
kossum,
Litla manninum fór ekki að verða um sel.
Hann spratt á fætur, veifaði hnífnum í annari
hendi en stórum lauk í hinni og orgaði upp;
og Fílammon varð litlu betra við; hann spratt
upp líka og hristi negruna af sér. Þegar hún
sá að hún gat ekki lengur ausið út tilfinning-
um sínum yfir höfuð hans, breytti hún til,
fleygði sér á gólfið og kyssti fætur hans hvað
eftir annað með þeim ákafa, eins og henni
væri ekki sjálfrátt.
»Hvað er þetta? Svona upp í opið geðið
á mér? Minna má nú gagn gera! Upp, þú
hin ósvífna dækja, eða þú skalt dauða deyja.«
Og daglaunamaðurinn dró hana upp á hnén.
»Það er munkurinn! Þetta er ungi maður-
inn, sem eg hef sagt þér frá, að bjargaði mér
undan Gyðingunum um nóttina. Einhver góður
engill hefur sent hann hingað, til þess að eg
gæti þakkað honum fyrir það,« æpti aumingja
konan og tárin streymdu niður eftir kolsvörtu
andlitinu.
»Eg er þessi góði engill,« sagði daglauna-
maðurinn, og var heldur en ekki upp með
sér. »Stattu upp, dóttir myrkranna; þér er
fyrirgefið. Þú ert ekki nema kvenmaður. Komdu
í faðm minn, ungi maður. Hinn spámannlegi
andans máttur þinna framtíðarvelgeifhi dró
mig að þér, undir eins og eg sá þig, meö ein-
hverju ósýnilegu dragreipi eða seilarbandi eða
reiðakaðli. Eg Iofa þig ekki fyrir það — nei,
þakka þér ekki heldur, þó að þú hafir bjarg-
að eina pálmanum, sem eg nýt forsælunnar af.
Það sem þú hefur gert, hefur þú gert af ein-
beru náttúruviti — af guðlegri þvingun. En þú
mátt reiða þig á mig. Eg skal ekki bregðast
bróðureðli iú. Ef einhver ætlar eitthvað að
gera þér til meins héðan af, þarftu ekki ann-
að en að kalla á mig. Og ef eg er þá svo
nærri, að eg heyri það — þá sver eg það við
þessa mína hægri hönd —«
Og hann reyndi að klappa á höfuðið á
Fílammoni, en af því að hann var svo miklu
minni, gat hann ekki náð til þess. En svo
14