Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Síða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Síða 12
108 NYJAR KVÖLDVÖKUR. synda, en þar sem líkaminn var hreinn—hlutu ekki aðrar dygðir að vera þar samfara? Allir aðrir ókostir hlutu að hverfa þar fyrir fegurð- arblæju þessa mikla yndisleika. Og í niðurlæg- ingu sinni hélt hann svo áfram: »Ó, hrittu mér ekki frá þér — rektu mig ekki burtu. Eg á hvorki vin, heimili né fræðara. í nótt sem leið flýði eg frá trúarbræðrum mín- um fyrir ranglætr þeirra og bituryrði — eg fékk audstygð á ofstæki þeirra, fákænsku og heimsku. Eg má ekki — vil ekki — get ekki horfið aft- ur til þrengslanna og einangrunarinnar í Lára. Eg hef þúsund efasemdir að leysa, þúsund spurningar fram að bera um þennan forna, mikla heim, sem eg veit ekkert uin — þú ein er sagt að eigir lyklana að þeirri þekkingu . . . . Eg er kristinn — en mig þyrstir eftir þekkingu... Eg lofa því ekki að trúa þér— ekki að hlýða þér, en Ieyf mér að heyra. Kendu mér það sem þú veizt, svo eg geti borið það saman við það sem eg veit. Orð þín í gær vöktu hjá mér — nei, ekki efa; en eg verð að heyra, til þess að verða ekki eins ógæfusamur innra með sjálfum mér eins og ytra.« Hann horfði grátandi upp til hennar, til þess að særa út úr henni leyfið. »Stattu upp,« svaraði hún, »slíkur ofsi og slíkt athæfi sæmir hvorki mér né þér.« Fílammon stóð upp. Hún stóð upp líka, gekk út í bókasafnið til föður síns og komað vörmu spori með honum aftur þaðan. »Komdu með mér, ungi maður,« mælti Pe- on, og lagði höndina vingjarnlega á öxl hon- um, »við komum okkur saman um það.« Fíl- ammon fór með honum, en þorði ekki að líta til Hypatíu — alt herbergið varð á flugi fyrir- augum hans. »Eg hefi heyrt þú hafir ausið fúkyrðum yfir dóttur mína. — En hún hefir fyrirgefið þér.« »Er það víst?« svaraði Fílammon sem í fáti. »Já, þó að þú sért ef til vill hissa á því. Eg fyrirgef þér líka. En gott var það að eg heyrði ekki til þín. Annars hefði eg eitthvað reynt að lúskra þér, þó gamall sé—. Rú hefur enga hugmynd nm, hvað býr í þessari konu, Guðirnir gefi að þú eignist aðra eins dóttur — ef þú kynir þá að meta hana — svo dygðuga, vitra og fagra dóttur. Taktu við þessu— það er sönnunin fyrir því, að hún hefur fyrirgefið þér — það er ókeypis aðgöngumiði að fyrir- lestrum hennar framvegis. Farðu svo. Pú átt ekki skilið þessa náð, en af þessu geturðu séð, að heimspekingarnir gera það, sem þeir kristnu prédika um — en meira ekki — að endurgjalda ilt með góðu.« Svo fékk hann Fílammon miða og bauð einum skrifaranum að fylgja honum á dyr. Fílammon var meir en utan við sig þegar hann kom út, eins og maður, sem er alt í einu kominn inn í nýja veröld. Hann reyndi til að vera ánægður með þetta, en gekk það illa; kvíðinn og óvissan lá þungt á honum. Hann hafði nú fyrirgert því að ná landi. Hann rak nú fyrir óstöðvandi straumi. Hvert mundi nú straumurinn bera hann? »Hvað er nú að frétta?« sagði litli daglauna- maðurinn; hann hafði altaf beðið hans fyrir utan dyrnar. »Hvað er nú að frétta? þú eftir- lætisgoð guðanna.« »Eg ætla að vera hjá ykkur og vinna með ykkur; spurðu mig ekki meira að sinni. Eg er — Eg er —« • Sá sem steig ofan í helli Trófonions og sá þar óumræðilega hluti og mátti ekki mæla af undrun í þrjá daga. Svo mun og fara fyrir þér, ungi vinur.« Svo gengu þeir út í bæinn til þess að vinna fyrir daglegum þörfum sfnum. En Hypatia? hún, sem sat á Ólympi vizk- unnar, hafin yfir glaum og gauragang þessa lífs? Hún situr enn yfir opnu handritinu, — en hugsar aðeins um munkinn, sem var farinn. »Fagur er hann sem Antinóus — eða öllu held- ur sem Apollon sjálfur, heitur eftir baráttuna við Pyþon. Hví skyldi hann ekki geta Iíka ban- að Pyþóni og öðrum ófreskjum, sem skapaðar eru af saurugleik holdsnautnarinnar og efnis- ins. Djarfmæltur og alvarlegur. Eg get vél fyrirgefið honum orð hans, af því að hann hafði hug til að mæla þau við mig hér í hús

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.