Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Qupperneq 15
GAMLA HÚSIÐ.
111
»Við undirritaðir vottum hér með að við
höfum séð Jockumsen umboðssala undirskrifa
ofanritaðar línur með nafni sínu. Við þekk-
jnm ekki efni þeirra, en vottum að Jockum-
sen hefir sagt, að það sem í þeim stæði
væri sannleikur.
A. Mogensen. I. Borch.
Úrsmiður. Snikkari.«
Út á röðinni á skjali þessu stóð skrifað
með ritblýi:
>Jockumsen heldur að skjal þetta hafi ver-
ið brent, og eins heldur hann að eg haldi að
skuldabréf mitt sé týnt, en eg þykist vita, að
hann geymi það vel. Með kænsku skal refinn
veiða.«
»Hér koma þá upplýsingarnar um það, af
hvaða ástæðum faðir minn gat fengið Iánaða
peninga hjá Jockumsen með sanngjörnum vaxta-
kjörum,« sagði Lynge, þegar hann var búinn
að átta sig á þessu einkennilega skjali. »F*etta
mun og Ieysa úr gátunni um það, hvernig
Jockumsen í fyrstu útvegaði sér peninga til þess
að byrja með sinn þokkalega atvinnurekstur.«
»Hvað ætlar þú að gera við þetta skjal ?«
spurði Busk.
»Eg ætla að þjappa að þorparanum ofur-
lítið, svo hann gleymi því ekki fyrst um sinn.
Nú er það eg, sem hef völdin, því annað vitn-
ið lifir enn þá eins og þú vei^t, Borch snikkari.«
Organleikarinn hallaði sér hugsandi aftur að
stólbakinu, hann sat með alvörusvip ofurlitla
stund og mælti síðan:
»Eg vildi óska, að þú gætir fengið Jockum-
sen til þess að fara úr landi, eða að minsta
kosti fara héðan úr bænum og nágrenninu....
Eg vil ekki hafa afskipti af þessu máli, en mér
er það áhugamál, að hann flytji héðan burtu.«
»F*ér það áhugamál,* tók Lynge upp eftir
honum undrandi. »Hefur þú þá — en, vinur
minn, ef það eru peningar, þá veiztu, að eg
vil hjálpa, og get það nú . . . «
»Nei, það eru ekki peningar,« sagði Busk
og hristi höfuðið. »En lofaðu mér að þegja
yfir ástæðunum fyrir þessari ósk minni, einn
eða tvo daga enn þá, eg vil ekki hafa áhrif á
hvað þú gerir í þessu máli, en eg býst samt
við, að þú kærir ekki karlinn fyrir yfirvöldun-
um, þótt þú kunnir að hóta því.«
»Nei, auðvitað,« sagði Lynge, og horfði
með undrun á vin sinn, sem hann hafði aldrei
séð jafnalvörugefinn, jafnvel var nú eins og
ótti eða kvíði angraði hann; »en eg ætla ....
það er nú það sama, eg tek nú til minna ráða,
ef til vill viljum við báðir það sama, að karl-
inn flytji héðan úr nágrenninu.*
F*að var ekki jtalað meira um þetta mál.
Lynge lagði kvittunina og víxilinn afsíðis, og
þegar hann síðan hafði farið yfir öll skjölin,
skildust þeir vinirnir og Busk hélt heimleiðis.
F*egar hann kom heim settist hann við dá-
lítið orgel, sem hann átti, án þess að kveikja
Ijós, og brátt fyltu herbergið angurblíðir og
mjúkir tónar, er báru vott um tregaþrungnar
hugsanir hans. Og meðan hann lét tónana Iýsa
tilfinningum sínum, var hann að hugsa um sak-
lausu, en þreklitlu, góðu stúlkuna sfna, sem nú
mundi bíða hrædd og kvfðandi næsta dags,
þegar samvizka hennar og ást mundi neyða
hana til að óhlýðnast föður sínum, ef til vill í
fyrsta sinn, og yfirgefa hann einmana og vina-
snauðan. Hann þóttist þess fullviss, að þótt
hún yrði konan sín, mundi hún aldrei verða
glöð í sinni meðan faðir hennar væri henni
reiður. Hefði hann ekki vitað þetta, mundi
hann fyrir löngu hafa fengið hana til að gift-
ast sér; en vissan um þetta hafði dregið úr
honum kjark og komið honum tii að bíða
heldur og vona, að kringumstæðurnar mundu
þó á endanum snúast þeim í vil; en nú höfðu
kringumstæðurnar snúist móti þeim, og lengur
varð ekki beðið. Hann var staðráðinn í því
að ná henni, hvað sem faðir hennar segði,
því hann þóttist þess fullviss, að hún yrði þó
hamingjusamari hjá sér, þótt það hrygði hana
að óhlýðnast föður sínum, heldur en að neyð-
ast til að eiga kaupmanninn eftir vilja karlsins.
Og eftir því, sem hann varð staðráðnari og
ákveðnari í því eina rétta, sem hægt væri að
gera, eins og málum nú var komið, eftir því
hækkuðu tónarnir og brutust út f fyllingu og