Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Side 19

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Side 19
GAMLA HÚSIÐ 115 varð stöðugt daprari, þótt hann reyndi að hughreysta hana, sagði hann: »Farðu í káp- una þína, Jóhanna, og komdu með mér til jóm- frú Didriksen og vertu hjá henni í nótt, eg þori ekki að Iáta þig vera hér eina og hér get eg ekki verið lengur. Með morgni skal eg tala við föður þinn áður en hann verður var við, að þú sért komin úr húsinu.« »Vilhelm, má eg ekki heldur vera hér?« sagði ungfrúinn raunamædd. «Nei, þú verður að fara með mér, Jó- hanna,« sagði organleikarinn ákveðinn, >'eða treystir þú mér ekki fullkomlega?« »Æ, jú! en----------það er þó svo þung- bært að yfirgefa hteimili sitt á þennan hátt,» sagði hún og fór að gráta. Hún hlýddi samt elskhuga sínum þegjandi, og litlu síðar stóðu þau í brauðbúðinni í gamla húsinu frammifyrir jómfrú Didriksen. Hún hélt á Ijósinu í annari hendi, en prjónunum sínum í hinni og horfði undrandi á þau yfir gleraugun. Busk sagði henni í fám orðum, hvernig sakirnar stæðu í millum þeirra, og þvf þau væru komin. Gamla jómfrúin fórnaði upp höndunum nokkrum sinnum glöð í bragði, fleygði svo frá sér prjónunum og leiddi Jóhönnu inn í borð- stofuna, hlýja og vel lýsta, og klæddi hana þar úr yfirhöfninni og setti hana í legubekkinn, klappaði henni á kinnarnar, tók svo um háls henni og dró hana upp að sér og faðmaði hana og klappaði allri utan og fullvissaði hana um, að hún væri innilega glöð yfir að hún hefði leitað athvarfs hjá sér. Busk vildi lofa þeim að tala saman í næði og laumaðist út úr stofunni og upp til Lynge. > Hvar hefur þú verið í alt kvöld?« spurði húsráðandi. »Eg fór heim til þín, en herberg- in voru harðlæst hjá þér.« »Já, eg var annarstaðar, eg var að sækja litlu stúlkuna mína, hún er nú niðri hjá jómfrú Didriksen í mesta yfirlæti. Guði sé lof, að eg er búinn að ná henni frá heimili sínu.« »Litlu stúlkuna þína?« tók Lynge upp eftir honum og horfði undrandi í andlit vinar síns. »Já, manstu ekki eftir að eg sagði þér, að eg hefði stundum hitt góða stúlku úti hjá fá- tæka fólkinu?« »Jú, en hver er það?« »Pað er Jóhanna Jockumsen, vinur minn; nú skal eg segja þér það, að hún og eg höf- um þekst í fjögur ár og þótt vænt hvoru um annað, en beðið og beðið eftir því, að kring- umstæðurnar yrðu oss eigi eins erfiðar og þær hafa verið og bjartari tímar rynnu upp fyrir okkur; þetta hafa verið erfið ár fyrir litlu, viðkvæmu stúlkuna mína, en nú verður þú og jómfrú Didriksen að taka okkur vesalingana að ykkur og hjálpa okkur til að reisa bú.« »Pað gerum við með sannri ánægju, góði vinur,« sagði Lynge^og tók innilega í hendina á Busk. »Guð veiti þér og henni eins mikla ánægju og eg óska ykkur .... Svo þú hefur borið þessa byrði þína aleinn, meðan eg hef fengið hluttekningu, hughreysting og góð ráð hjá þér til þess að bera mínar ímynduðu sorgir.* Síðan gekk húsráðandinn nokkrum sinnum fram og aftur um gólfið og sló sig utan með höndunum, eins og hann væri að hegna sjálf- um sér fyrir, hvað eftirtektarlaus hann hefði verið um hagi vinar síns. Pað var komið miðnætti, þegar Busk kvaddi vin sinn, jómfrú Didriksen og ástmey sína; hún hafði fundið hugsvölun í hinum hlýlegu við- tökum gömlu jómfrúarinnar. Organleikarinn fór svo beina leið heim til sín; það var svarta inyrkur og nokkur rigning. Pegar hann var kominn heim að húsdyr- unum sínum og var að ljúka upp hurðinni, heyrðist eins og hróp í fjarlægð utan frá eng- inu, og fylgdi því skerandi vein. »Stjörnuhegrinn«, tautaði Busk og staldr- aði við og hlustaði, en heyrði ekkert meira nema regnið drjúpa ofan í götupollana. Hann fór því inn og lokaði dyrunum á eftir sér. En það var ekki blístrandi hljóð stjörnu- hegrans, sem hann hafði heyrt. Pað var síð- asta neyðaróp um hjálp frá f dauðadæmdum manni. Morguninn eftir fann verkamaður umboðs-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.