Nýjar kvöldvökur - 01.05.1912, Side 22
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
118
var honum ógeðfeldara en að gerast trúnaðar-
maður sjúklinga sinna og komast í náið hlut-
tekningarsamband við þá. Hann vildi einungis
vera læknir þeirra, en að öðru leyti ekkert rið-
inn við lífskjör þeirra, og úr sögu þeirra jafn-
skjótt og þeir væru orðnir heilbrigðir, eða
höfðu lokið hérvistardögum sínum, Ress vegna
gramdist honum nú, að hann skyldi hafa orð-
ið til þess að lofa sjúklingi því, að hafa afskifti
af lífskjörum annara, og það á þann hátt, að
hann hafði tekið að sér ábyrgð á framtíð ó-
þekts unglings. Honum var fyllilega Ijóst, að
framvegis hlaut hann að bera umönnun fyrir
og hafa eftirlit með þessari stúlku.
Hann andvarpaði yfir þessum hugleiðing-
um sínum og leit út um vagngluggann; sá
hann þá að ekið var gegnum þann hluta borg-
arinnar, sem gamall skólabróðir hans bjó í og
einhver bezti vinur. Hann kallaði til vagnstjór-
ans og bað hann að koma við á tilteknum stað.
Eg ætla að leita ráða til Manders, hugsaði hann.
Hann hefur heilbrigða dómgreind, og mér er
forvitni á að heyra, hvað hann vill ráða mér
til að gera, þótt eg viti, að eg verð sjálfur að
sfðustu að ákveða, hvernig eg haga mér í þessu
vandasama máli.
Herra Manders var heima og Anderson var
þegar vísað inn á starfstofu hans. Hann hitti
þar þennan fræga sáralækni liggjandi endilang-
an á legubekknum með bók milli handanna og
vindil í munninum. Anægjan skein út úr and-
liti hans, að líkindum yfir að fá að hvíla sig
dálitla stund, því að maðurinn hafði venjulega
mikið að gera.
Læknar þessir höfðu verið beztu vinir og
mjög samrýndir á skólaárunum, þótt þeir að
eðlisfari væru næsta ólíkir, en slíkt tryggir oft
meira en losar vináttu. Manders þessi var vel
hraustur á sál og líkama, en hann var ekki
jafneinrænn og Anderson og lífsskoðun hans
var miklu bjartari.
»F*að er mér óvænt en sönn gleði \að fá
að sjá þig nú, Miles. Eg hefi einmitt hálfrar
stundar hvíldartíma. Seztu þarna og talaðu við
mig þessa stund.«
»Svo lengi má eg varla tefja. Eg er líka
komin.i í alvarlegum erindum. Kem til þess að
leita ráða til þín.«
»Leita ráða til mín, nú er eitthvað ekki með
feldu. Eg held þú verðir að fá þér whiskysopa
og sódavatn, svo heilinn í þér vinni reglulega
og þú fáir litið með fullri dómgreind á hlútina.-
Anderson brosti utan við sig og mælti:
»Heilann í mér bagar ekki neitt, en mig
langar þó til að heyra álit þitt um málefni,
nokkurt. Eg er kominn í óþægilega- klípu, og
vil leita ráða til þín, hvernig eg eigi að kom-
ast úr henni. Petta kom svo snögglega fyrir
mig, að eg áttaði mig ekki á því.«
»Stærstu viðburðir í lífi manna koma einatt
snögglega,« svaraði sáralæknirinn. »Slíkir við-
burðir vekja öldugang í hinu tilbreytingalausa
lífi; mér er vel við þá.«
»Eg hefði gaman af að vita, hvernig þér
mundi líka að vera óvænt og á svipstundu gerð-
ur að nokkurskonar fósturföður átján ára stúlku,
sem þér væri sama sem gefin. Hvernig mund-
ir þú taka slíku? Fyrir þessu hef eg orðið, og
mér finst þetta enginn smávegis viðburður.«
»Mér mundi líka þetta vel, vinur minn,«
svaraði ManderS án umhugsunar. »Eg mundi
umsvifalaust giftast ungfrúnni og þar með væri
vandræðunum lokið, að minsta kosti í bráð.
Hann horfði gletnislegu, bláu augunum á Miles,
sem þessi orð vöktu hjá ótta og undrun.«
»Giftast henni,« sagði hann alveg hissa.
»Já, eðlilega, því ekki það, ef hún er heil-
brigð og Iítur vel út og er áf góðu fólki kom-
in, sýnist mér það sjálfsagt.«
»Hún er dóttir konu, sem dó á fátækra-
spítalanum, (þegar sárlæknirinti heyrði þetta fór
hann að blístra). Pú inátt ekki ntisskilja inig.
Hún var ekki ein af þeim, sem venjulegt er
að flytja þangað. Hún var efalaust heldri kona,
sem hefur lent í fátækt. Hún var nefnd frú Jámes.«
»Já, ekki er það glæpamanna nafn, og svo
hefur hún líklega verið ekkja?«
»Svo sagði hún, og eg hefi enga ástæðu til
að ætla, að hún hafi skrökvað því á dánardægri.
Hún sagði mér, að hún hefði liaft ofan af fyrir