Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 1
HYPATIA. Eftir Charles Kingsley. TUTTUGASTl KAPITULI. Hún lætur undan til þess að sigra. »En yndislégasta Hypatía, settu nú svo, að stórum steini væri kastað í andlitið á þér, eða nokkur hundruð þorparar réðust á þig eins og óarga dýr og slitu þig sundur lið fyrir lið — hvað heldurðn að þú gerðir þá?« »Pví ætti maður að óttast dauðann?» »Nú, ekki beint sjálfan dauðann, heldur það að deyja, dauðastundina. Hafi fyrirmynd- in okkar, Júlían hinn mikli, sem var kristnari en eg býst nokkurntíma við að verða, álitið það nauðsynlpgt að nota dálítið af uppgerð og hræsni í viðlögum, þangað til honum þótti ráðlegt að varpa af sér grímunni — því ætti eg þá ekki að gera það líka?« Þetta samtal fór fram á milli þeirra Órest- esar og Hypatíu um hálfri stundu síðar en það gerðist, er síðast var frá sagt. »Seg mér, tignaði herra, hvað hefur að nýju vakið svo mikið kapp í þér? F*ú hefur nú þegar gleymt því um fjóra mánuði fulla, sem þú hefur lofað.« — Hún lét ekkert á því bera, hvað fegin hún yrði því, ef hann gleymdi því alveg. »Pað liggur einmitt þungt á mér — en heyrðu, eg hef fengið fréttir í dag, sem eg segi þér fyrstri af öllum, til þess þú sjáir, hvað eg met þig mikils. En það skal verða séð um það, að öll Alexandría viti þær innan sólar- lags. Heraklían hefur unnið sigur.« »Unnið sigur?» sagði Hypatía og spratt á fætur. »Unnið sigur og barið á keisaraliðinu við Ostía — svo hefur sagt mér sendimaður, sem á skilið að honum sé trúað. Eg er búinn að semja við alla embættismenn, og allir hafa þeir lofað því að hjálpa mér, því að allir eru þeir orðnir uppgefnir á þessu prestaveldi hér í ríkinu. En svo er eg ekkert sérlega hræddur við vald Kýrillosar eins og stendur, en læt mér miklu fremur vænt um þykja, að hann hefur sett sig út úr húsi hjá öllum ríkum möunum og mentuðum með því að reka Gyð- ingana burt úr bænum. En hvað viðvíkur skrílnum, sem á honum hangir, svo hafa guð- irnir — það eru engir munkar hérna, sem þarf að varast — sent oss góða gjöf í réttan tíma, sem getur haldið þrælnum í góðu skapi.« »Og hverja?« »Já,» svaraði hann og misskildi spurningu hennar, eða blæinn á henni, »lifandi, hvítan fíl, sem ekki hefur sést annar eins í Alexandríu í hundrað ár; hann var sendur ásamt með tveimur tömdum tígrum frá einhverjum smá- kóngi, sem á víst eínar hundrað konur, langt austan úr löndum, og átti að vera vinargjöf til stráksins þarna í Miklagarði; en eg hef leyft mér að gera gjöfina upptæka, svo að tígrarnir og fíllinn eru nú til vorra nota.« »Og hvaða nota, tignaði herra?« »Elskaða lafði, — skilurðu það ekki — hvernig á maður að vinna skrílinn, ef maður hefur ekki eitthvað til að sýna honum og ginna hann á? Sýna honum leik, sem ekki hefur sézt annað eins á vorri tíð — sem við bæði — eg sem sýnandi og þú sem sýningarkona — setj- um í ganginn — hvað sýnist þér um það ? Einn af mínum góðu vinum er þegar ákveð- inn til þess að hrópa hátt og snjalt, þegar N. Kv. 28

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.