Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 20
236 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Hún fann að hún geymdi þar gimsteina sína, þá gæfunnar kyndla, sem bezt áttu að skína. Frá þeim sá hún liða á sín framtíðarlönd, hinn fegursta bjarma’ yfir líkama og önd. — — Svo ljómandi frægð yfir för hennar slær, af fegurstu hvötum er mannsálin nær, að geislarnir lýsa yfir ókomnum öldum, með árroðaleiftri að tímanna kvöldum. Og mannkynsins gull er hið göfuga fljóð, og gimsteinar dýrstir hjá sérhverri þjóð. Jón Björnsson. Bókmentir. Nýjar bækur hafa Kv.v. borist fáar í haust, Ef til vill er fátt gefið út, og sumt af því kemst ekki hingað norður til okkar. Að þessu sinni skal getið nokkurra rita, sem ekki hafa verið send til umsagnar, ásamt fáeinum öðrum, og skulu þær njóta þess að mér þykja þær þess verðar að athygli manna sé leitt að þeim. Regar það hafðist af, að Bókmentafélagið var flutt alfarið upp hingað, mun íslendingum í Khöfn hafa þótt dauflegt, þegar alt var farið, og var það ekkí nema von. Fyrir það hafa þeir stofnað þar nýtt féiag sín á milli, sem á að nokkru leyti að koma í stað Hafnardeildar bók- mentafélagsins. Retta félag heitir: »Hið íslenzka fræðafélag*. Nafnið er skrítið — það minti mig ;í »fræðin«, og mér fanst það fyrst hefði held- ur átt að heita »fræðifélag,« en eg sé nú reynd- ar að slíkt er ekki mikils vert, og mest er um það vert, að það ætlar sér að gefa út bækur, er efia og styðja íslenzk fræði, bæði að fornu og nýju. Rað gerir ráð fyrir að gefa út heim- ildarrit til sögu iandsins o. fi. Tvö rit hefur það þegar sent út í haust: Endurminningar Páls sögukennara Meisteds, sem hann hefur rit- að sjálfur, og upphaf að píslarvættissögu Jóns prests Magnússonar á Eyri við Skutulsfjörð. Endurrriinningar Páls Melsteðs eru nú gefn- ar út á 100 ára áfmæli hans; þær eru ágæt bók eins og þeirra var von og vísa, úr því að þær voru frá hans eigin hendi komnar. Eng- inn maður hér á landi hefur haft vaid á öðr- um eins stíl eins og hann. Pað kemur hvert orð iifandi úr pénnanum frá honum. Allir þeir sem kyntust Páli, t. d. allur sá fjöldi, sem hann kendi sögu í lærða skólanum um iangt skeið muna víst eftir því, hvað hann var skemtilegur kennari, hvernig hann var altaf lifandi í andan- um, þegar hann var að kenna söguna og krydda hana með smásögum af þeim, sem þá og þá höfðu aðalefnið undir í sögunni. Og þá var nú ekki síður að koma heim til hans. Pað var þar þessi lifandi straumur af fróðleik, sem alt af streymdi út frá honum og það alt svo góð- látlega, glaðlega og ástúðlega, að það var eins og hans væri yndið að fræða og rifja upp eitt- hvað, sem gat í einu glætt og frætt. Einkum var yndi að heyra hann segja frá ýmsu frá yngri árum sfnum, skólaárunum og háskólaár- unum, þegar hann var félagsbróðir og vinur þeirra, sem við lítum með lotningu til, svo Jónasar Hallgrímssonar, Brynjólfs Péturssonar, Jóns Sigurðssonar o. m. fl. Hann hafði þann stíl, þann málróm og framsetningu á þessu, sem ósjálfrátt laðaði menn að honum og eng- an mann veit eg, sem kunni eins vel að láta mann gleyma tímanum e:ns og hann. Pegar eg Ias þessar endurminningar, rifjaðist margt upp fyrir mér — eigi aðeins það, sem hann sagði mér fyrir meira en 30 árum, heldur fanst mér eg heyra málróminn hans, orðalagið og fram- burðinn, og sjá brosið sem fylgdi því, nærfelt í hverri setningu. Páll var aldrei riðinn við neitt 'af stórmálum lands vors, sízt svo að hann stæði neitt framarlega í flokki. En það lttið hann var það, þá fer liann létt yfir það og sleppir sumu af því alveg; aðeins talar hann nokkuð um sinn þátt í því að koma upp kvennaskóla í Reykjavík, og mun það vera af sérstökum ástæðum. Skemtilegastir eru þeir kaflarnir, þar sem hann rifjar app fornar end- urminningar frá yngri árunum og minnist skóla- bræðra sinna og vina. En eitt vildi eg mega finna að bókinni — það er/það, hvað hún er

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.