Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 21
BÓKMENTIR. 237 stutt. Hann átti í vitum sínum óbotnandi auð- legð af smásögum frá Hafnarárum sínum, sem voru svo einkennandi fyrir lífið þar þá og lýstu mönnum, sem þær voru um, svo vel með af- brigðum, að eg sakna þeirra stórum. Eg er búinn að gleyma þeim flestum að mestu — því miður. Rað hefur margt farið í gröfina með honum af því tægi, sem enginn veit og enginn man nú, eða þó að hann myndi eitt- hvað af því, nennir hann ekki að skrifa það upp. Fáeinar myndir eru í bókinni, og eru 3 þeiira af honum og allar góðar. Útgáfan er hin vandaðasta og ættu sem flestir að kaupa hana. Hin bókin, »Píslarsaga Jóns prests Magn- ússonar", sem ærðist af galdrahræðslu og geð- veiklun á síðari hluta 17. aldar. Petta er að eins upphaf bókarinnar, 3 arkir, og mun ekki vera meira en fjórðungur hennar og ekki það. Dr. Porvaldur Thoroddsen hefur gefið langan útdrátt úr bók þessari í II. bindi Landafræðis- sögu sinnar, svo að svo mætti virðast sem ekki hefði Iegið svo fjarskalega mikið á henni. Hún er þó ekki nema eitt af öllu galdramálastappi þeirrar aldar. Hefði þá virzt nær að gefa út verðlaunarit Ólafs Davíðssonar um galdramálin íslenzku, sem enn liggur í handriti og verður engum að notum. Félagið gerir ráð fyrir að gefa út innan skamms Jarðabók þeirra Arna Magnússonar og Páls Vídalíns. Ef það ræðst í það, má það eiga tvent víst: að það hið mikla bákn stend- ur í vegi fyrir útgáfu margra góðra rita um langt árabil, áður en þau 10 eða 12 stór- bindi eru útkomin, og hitt, að það verður rit sem fáir kaupa. Lakast er það, bæði fyrir félagið og þá sem kaupa, að verðið á bókunum er feykilega hátt. Minningarrit Páls Melsteðs er rúmar 7 arkir, eða mætti telja 3 arkir með myndunum, og kostar 2,50, fulla 30 aura örkin, en Píslar- söguheftið eru 3 arkir og kostar 1,50,50 aura örkin. Fyrri bókin er þolanlega dýr, en hiu síðari ekki. Pað er sorglegt, að það er eins og fra'ðafélagið og sögufélagið taki höndum sam- an með það að setja rit sín svo dýr að eng- inn kaupi þau. Bókmentafélagið hefur 'nú flutzt alt. til Reykjavíkur, og verður ekki annað .sagt en það sé eðlilegra, að það eigi að fullu heima hér á landi. Pað hefur nú undanfarin tvö ár gefið mikið út, auk vana bóka sinna, nl. hið ágæta þjóðlagasafn Bjarna prests Por- steinssonar, sem það útbýtti sumum af félags- mönnum, og svo hið mikla minningarrit Jóns Sigurðssonar, sem kom út á aldaramæli hans í fyrra — Úrval af bréfum hans. Vafalaust hefði verið þörf á að fá þau flest eða öll, og líka þau sem honum voru rituð á móti. En það má gera síðar — og þarf að gera. Fornbréfa- safnið er og ætlar að verða eilíf byrði á félag- inu — það er að vísu þörf bók fyrir þá, sem stunda sögu landsins, en það eru svo fáir, að illa láta menn alment við því, ekki sízt þegar það koma heil hefti á latinu, eins og kirkju- ordínanzía Kristjáns 3ja. Sýslumannaæfirnar eru líka seingengar, og æðimikið rúm taka ættar- tölurnar í þeim; það eru undrafáir sein lesa þær, og má þó mikinn fróðleik af þeim hafa. Safn til sögu íslands hefur oft flutt ágætar rit- gerðir, en æði þur þykir hún og tíningsleg rit- gerðin um utanfarir og sigbngar íslendinga á söguöldinni, og verður ekki séð að neitt veru- legt geti verið að græða á þessum samtíningi, sem hver maður getur gert heima hjá sér, sem Ies yfir sögurnar. Eg held höf. þeirrar ritgerðar hefði verið þarfaia að að fitja upp á þriðja bindi íslendingasögu sinnar, eða framhaldi af þáttunum, sem eg og margir þráum altaf að fá framhald af, heldur en vera að þessu. Eg er hræddur um að fáir lesi það. Skírnir er altaf heldur skemtilegur, og flytur marga góða grein og líflega, og þar á meðal laglegar skáldsögur eftir sum utigu skáldin okkar. En einhvernveg- inn finst mér hann þó altaf vanta eitthvað til þess að geta staðið Eimreiðinni jafnfætis, hvern- ig sem á því stendur. Petta er þá bókmentafélagið okkar. En hver veit nema það rétti sig við aftur. Pað hefur dottað fyrri, ekki sízt meðan það gaf út tóm-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.