Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 19
HELGA JARLSDÓTTIR 235 stóra matarkörfu, en í hinni stóran, svartan lyfjakassa, einn af þeim, sem trúboðarnir bera altaf með ser. Hann gekk rakleitt að kofa Jóns gamla. í samfleytta viku var hann aleinn hjá gamla manninum og bætti úr líkamlegum og andleg- um þörfum hans eftir mætti; en sóttin varð yfirsterkari, og Jón gamli safnaðist til sinna feðra. í daufu tunglsljósi tók presturinn sjálfur gröf hans, hélt bæn yfir gröfinni og söng út- fararsálminn, án þess nokkur væri þar viðstadd- ur; síðan fór hann inn í kofann, helti steinolíu á gólfið og þilin og kveikti í öllu saman. — Regar kofinn var brunninn, fór hann upp í skóginn um nóttina og hafðist þar við aleinn í gömlum timburhjalli um hálfsmánaðartíma, og þegar hann að því búnu kendf sér ekki sóttarinnar, fór hann aftur inn í bæinn, hægt og hljóðlega, eins og hann hafði farið. Pá frétti hann, að sóttin hefði ekkert gert vart við sig á meðan hann var í burtu. Sunnudagsmorguninn næstan eftir hringdi ryðgaða klukkan í skólanum eftir mánaðarþögn; höggin skullu títt og létt, rétt eins og klukkan tæki undir þau fegins-andvörp, sem Iiðu af brjóstum manna. A fám mínútum var kominn húsfyllir. Pá hlustuðu menn með stillingu og alvöru á prédikun prestsins, og þegar leitað var gjafa til kirkjunnar að gömlum sið, þá rigndi hreint og beint seðlum og stórum, gljáandi silfurdölum niður í stokkinn. » — Hér er nú frjósamur jarðvegur fyrir Drottins verk,'< skrifaði presturinn í næstu skýrslu sinni til »trúboðstns«, sem hafði sent hann til Tweed. Regar menn koma nú til Tweed, verður þeim .fyrst starsýnt á stóra, gráa steinkirkju, sem stendur hægra megin við bæjartorgið. Svört, fáguð marmarahella skýrir frá því: að kirkjan hafi verið reist fyrir frjáls samskot, og að séra Emerson hafi lagt hornsteininn að henni. — Svona fékk presturinn uppreisn. Helga Jarlsdóttir. í hólminum stóð ’ún með holundarsár, með hugraunir þungar og brennandi tár, því Hörður var fallinn, sá fullhuginn djarfi, er frægðina og sorgina greiddi ’enni að arfi, og óvinafjöldans hefndarhug, með harðfylgna sókn og vaskan dug. Og hugurinn flaug á framtíðarleið, og fetaði í myrkri yfir ókomið skeið. Og útlagakonan með ástir og harma stóð alein í hefndanna glóðþrungna bjarma, með synina báða á barnsaldri enn, þótt bráðgervir sýndust og vasklegir menn. Og mörg var ei leiðin úr myrkrinu því, sem magn hennar reyndi og stóð hún nú í. En sonanna lífgjöf var sigurinn eini. Ef synt gæti’ ’ún yfir, var stýrt hjá því meini. Og þá varð að byrja hið blóðuga verk í boðum og myrkri um hafdjúpln sterk. Við landsteina brotnaði bylgjunnar skafl. í brimrótsins háværa, storkandi afl gekk hugdjarfa konan. Að vettugi virti þótt vindurinn æddi og húmtjöldin syrti, því móðurást eldheit var lífsteinn til lands, og logandi viti í þeim náttskuggafans. — Með sveinana í faðmi hún faldana klauf, með fádæma þreki hvert öldufall rauf; um brjóstin og herðarnar bylgjurnar sprungu og bak hennar sleiktu með gráðugri tungu. En hafmeyjarsvip yfir hetjuna brá, sem hælislaus fór þar um sædjúpin blá. — Og sveinum hún bjargaði úr boðanna þró. Á bak tók þann yngri og gönguna hóf með óskertu þreki eftir erfiða sundið, En eldur og sorg var í djúpinu bundið. — Og graslitla skarðið bauð skýli og grið, þó skuggalegt sýnist að haldast þar við. Hún sveinunum hlúði við hjartastað sinn, og höfu^ljp jagði vij tárvota kinn. 30*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.