Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 7
HYPATIA. 223 þeir heróp og þeystu fram úr kleifinni beint á flokkinn, þar sem hann var þéttastur fyrir og jós yfir hann dynjandi örvadrífu. Rafael var önnum kafinn við að fella nokkra svertingja; fann hann þá alt í einu, að hann var um- kringdur af hestum, eu þegar greiddist þvagan, lá hann á hnjánum frammi fyrir múldýri einu; sat á baki þess maður, stór vexti og^tígulegur, í biskupsskrúða, og bifaðist ekki í söðlinum. Rafael fór að hlæja, en hann var alvarlegur, lyfti' hendi sinni og lýsti blessun yfir honum. Rafael gerði lítið úr þeirri gjöf með sjálfum sér og spratt upp, og sá þá hvar Ausúríarnir flúðu sem fætur toguðu í smáriðlum upp að hólnum. Pá leit hann framan í manninn. Petta var þá Ágústínus. Hann var smáger í andliti en ennið var hátt og mjótt, alþakið hrukkum, og kinnarnar eins; bar það vott um margar raunir og margar efasemdir. En Rafael hafði lítinn tíma til umhugsunar, því í sömu svifun- um föðmuðu þeir hann að sér, Majórikus og sonur hans. »Pá höfum við þó uáð í þig aftur, þú hinn svikuli vinur,« sagði ungi foringinn, »þú sérð að okkur er alls óinögulegt að sleppa.« »Þú átt víst við, að það sé ómögulegt að sleppa undan þakklátsemi okkar,« sagði faðir hans, »við vorum ílla stödd, þegar þú hljópst frá okkur.« Rafael varð feginn, að hinir gömlu vinir hans erfðu það ekki við hann; en hann svar- aði stuttlega: »Pakkið hverjum sem þið viljið, en ekki mér. Eg hef ekki breyzt frá því sem eg var — er sami heimskinginn enn. — En því eruð þið annars hér á ferð? Eg hefði búizt við ykkur alt annarstaðar.« »Pað er mjög svo óbrotið inál, vinur. Við hittum Ágústínus í Berenike, og hann var á leiðinni til Synesíosar. Við — það er að segja eitt af okkur — var fulltrúa um það að finna þig hér. En setuliðið var svo huglaust, að enginn þorði með honum, svo að við slógum upp í það að verða föruneyti hans.» Rafael reyndi eftir megni að bæla niður stórmensku sína og spurði eftir Viktoríu rétl svona út í bláinn. »Hún er þarna í burðarstólnum, vesalingur,« sagði faðir hennar í mæðulegum róm; »annað- hvort hefur þessi langvinna æsing gert hana magnlausa, eða það er eitthvert blak frá guðs hendi. Hún er altaf döpur og dauf á sál og líkama, síðan þú fórst frá okkur í Bereníke«. Hinn óbreytti hermaður hugsaði ekki út í þýðingu orða sitina; en þegar Rafael heyrði þau, var eins og hnífi væri lagt í hjarta hans, og það svo ákaft, að hann hefði ekki getað sagt um, hvort það spratt af gleði eða ör- væntingu. »Komdu, Ebn-Esra,« kallaði Synesios og var hinn glaðasti, »þú verður að kynnast hon- um Ágústínusi. Heilagi maður, eg ætla að biðja þig að telja um fyrir þessum manni, því að hann er f einu bæði vitrastur og heimskastur allra manna«. »Lík!ega ekki nema sá heimskasti,* tók Rafael fram í, »en bíddu með fortölur þínar, þangað til við komum heim heilir á hófi, og höfum felt svo mörg veiðidýr sem þarf til þess að fæða allan þennan fjólda«. »Pað er rétt,« mælti Synesios, »hermenn- irnir verða að hafa það, sem þeir geta krækt í, því að það er svo langt frá því, að eg hafi nokkra peninga, að eg verð að lifa á keti, og það eintómu keti, því öll forðabúr og korn- hlöður á tíu mílna svæði eru brendar og rupl- aðar.« »Eru hveitiskipin frá Pentapólis farin af stað til Róms?« mælti Rafael. »Nei,« svaraði Synesios, »Órestes hefur haldið þeim eftir.* »Pá hafa Gyðingarnir hveitið — og það sem Gyðingarnir hafa, það hef eg,« svaraði Rafael. »Eg á eitthvað af fé á rentum í höfn- unum, og með því getum við útvegað okkur kornvörur innan fjögra vikna. Sjáið mér Jyrir vopnuðu föruneyti á morgun, og eg skal út- vega ykkur hveitið.« »En eg get ekki greitt þér peninga fyrir það aftur,« »Pað skuluð þið heldur ekki gera,« svar- aði Rafael? »eg hef varið peningum til ills í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.