Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Side 23

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Side 23
ÚR FERÐUM SVEN HEDINS. 239 verður því að álíta að það hafi verið misráð- ið að þýða hana — handa okkur. Og er leitt að svo verður að daema. En það verður ekki hjá því komist að segja, að margar bækur voru til sem áttu meira eriudi heim til vor, þrátt fyrir snildarbragð það sem að henni er. /• /• Frá ferðum Sven Hedins. Svo sem kunnugt er, hefur sænskur landkönn- uöur nokkur Sven Hedin að nafni, verið á marg- víslegum ferðalögum uni ntiðbik Asíu á næstund- anförnum 20 árum. Þar eru víða landflæmi mikil, sem hafa verið lítið eða ekki könnuð eða kunn hvítum mönnum, því að bæði er þar víða mjög ógreitt yfirferðar, fjöll og firnindi hærri og meiri en nokkurstaðar annarstaðar á jörðu, og svo vatns- lausar og gróðurlausar sandauðnir á milli. En svo er þar uppi á hálendinu land eitt mikið er Tibet heitir. Það liggur afarhátt uppi og er lukt stórkost- legum fjallgörðum á allar hliðar. Landsbúar eru Mongólakyns og lúta að nafninu til Kínakeisara; mentun er þar talsverð, en afarforn og einkennileg, og enginn hvítur maður eða af öðrum kynstofni mátti koma þar innyfir landamærin. Hafi einhver maður komist að landamærunum eða inn yfir þau, hafa landsbúar óðara tekið hann og flutt hann burt aftur. Fyrir þetta hefur land- og þjóðfræðingum leikið mjög hugur á að komast inn í Iandið og kanna það en engum tekist fyr en nú fyrir skemstu. Sven Hedin hefur farið þangað þrjár ferðir. í tveim hinum fyrstu varð hann frá að hverfa viö svo búið en í þriðju ferðinni hafði hann það fram, enda kúguðu þá Englendingar Tibetsmenn til þess að opna land sitt fyrir útlendingum. Sven Hedin rataði í mörg æfintýri á þessuin ferðum, og hefur mér komið til hugar að skýra frá nokkrum þeirra, þeim er helzt eru söguleg, bæði til fróðleiks og skemtunar, og taka þau orð- rétt eftir ferðabókum hans. r 1. A sandöræfum. Þegar eg hafði lokið rannsóknarferð minni um Pamirhálendið í fyrstu ferð minni (1893 — 1897) hvarf eg aftur til Kaschgar, þar sem eg hélt til þegar á milli varð fyrir mér með ferða- lögin. Paðan lagði eg af stað út í sandauðn- ina, sem nær hafði orðið mér að aldurtila. Eg hafði hvílt mig við þorp eitt er Lajlik heitir, og hélt svo þaðan snemma í aprílmánuði 1895 til Merket, sem er þorp hinumegin við ána Jarkent-darja, réttámóti Lajlik. Rússneskur ferða- maður, Preschevalski að nafni, hafði fundið fjallgarð, er kallast Masar-tag, og þó aðeins séð hann tilsýndar frá ánni Kotan-darja. Landsbúar sögðu inér, að hann hefði sagt, að fjallgarður þessi lægi til norðvesturs yfir Takla-makan eyðimörkina alt að bökkunum á Jarkent-darja. Ef eg héldi í austurátt, mundi eg því rekast á fjöll þessi og finna þar bæði vatn og haga. Pað eru sem næst 300 kílómetrar (40 míl- ur) frá Merket til Kotan-darja. Við ætluðum að flytja vatn með okkur í fjórum stórum járnkössum og nokkrum geitarbelgjum. Pað var orðið nokkuð áliðið tímans, og sumarhiti í aðsigi. Eg sá að þetta var mesta glæfraför, en gat þó ekki látið af því að fara. Eg hafði fjóra þjóna með mér: Islam Bey, sem var trún- aðarþjónn minn, Múhamed Sjah, Kasim og Jolltschi. Hinn síðastnefndi var flækingur nokk- ur, sem þóttist vera að leita að fólgnu fé í eyðimörkuuum og lá orð á því að hann þekti allar leynigötur þar uin lönd. Hann stóð fast á því, að engin hætta væri fyrir okkur að fara yfir Takla-makan, og kviðu hinir því ekki mik- ið fyrir ferðinni. Við höfðum nægilegt nesti með okkur, niðursoðinn mat, föt og ýms áhöld, nokkur ljósmyndafæri með 1000 plötum og svo þessi þungu vatnsílát. Við höfðum' átta úlfalda og gengu þeir hnarreislir eftir strætunum í Merket, þegar við lögðum af stað hinn 10. apríl 1895. Bæjar- búar góndu á okkur eins og eitthvert furðu- verk. »Þeir koma aldrei aftur,« heyrðum við þá segja hvern við annan; »það er ofþungt á úlföldunum þeirra —þeir festa sig ísandinum.« Fyrsta kvöldið tjölduðum við í kleif nokk- urri; höfðu nokkrir þorpsbúar fylgt okkur þang- að með vatn í eirkönnum, til þess að við

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.