Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 6
222 NYJAR KVÖLDVÖKUR. vegi til að ná henni ef eg get ekki unnið vilja hennar á ærlegan hátt.« »Quð sé með þér í þessari göfugmann- legu baráttu,« hrópaði Synesios og vöknaði um augu. »Göfugmannlegu baráttu —það er hún ekki,« sagði Rafael. ^Rað er hundsleg, bleyðimannleg hræðsla af manni, sem hingað til hefur engan mann hræðst og ekki djöfulinn sjálfan. Og nú er hann fallinn svo djúpt, að hann er dauð- hræddur við varnarlausa stúlku.« f*ú ert hræddur við manngæðsku stúlkunn- ar,« svaraði biskupinn. »Mundir þú óttast þessa manngæðsku, mundirðu taka eftir henni, ef ekki lifði Ijós í þér sjálfum, sem sýndi þér hvað og hvernig sönn manngæðska er? Segðu mér nú ekki lengur, Rafael, að þú óttist ekki guð, óttast líka þann, sem dygðin er endur- skin af á jörðu. Haltu áfram . . . áfram. Vertu hraustur í baráttunni, og kraftur hans mun birtast máttugur í veikleika þínum.i — F*að var langt síðan Rafael hafði sofið eins vært eins og þessa nótt. Því áður en hann lagðist til hvíldar, brendi hann skulda bréfin fyrir eignum Majóríkusar og fann að sér leið miklu betur þegar síðasti loginn af þeim var dáinn út. Næsta morgun riðu þeir út samsíða, Syne- sios og Rafael og voru vel vopnum búnir. þeir riðu nokkrar mílur þegjandi fram hjá eyddum þorpum og mannlausum búgörðum. Pegar þeir voru slopnir fram hjá þessum her- virkjum, fór skap biskups að komast í samt lag aftur. Hann kjassaði hunda sína, spjallaði við hermennina, talaði um hvar líklegust væri von veiðidýra og áminti þá nú í gamni að láta nú hendur stauda fram úr erinum, því að eina vonin, sem þeir hefðu um kvöldmat væri komin undir því, hversu lagnir þeir reyndust til veiðanna. Reir voru nú kornnir út fyrir öll akurlöndjag komu á víða völlu, alvaxna kjarr' og runnum; lágu hingað og þangað klettagil eftir völlunum og lágu þau ofan í frjósöm dalverpi, og var þar áður þéttbýlt mjög og -agrar byggingar. »Hérna,« sagði Synesios, »er nú veiðiland- ið okkar. Nú skal gleyma öllu um stur.d og tetnja sér hina göfugu list,« og hann fór þeg- ar að klifrast upp hólbrekkurnar. Eftir nokkra stund voru þeir komnir upp á hólkollana; þar nam Synesios staðar, horfði um stund yfir flatann, varð svo glaðlegur á svip, lyfti upp fingrinum og benti á rykmökk, sem veltist óð- fluga ofan dalinn; var það nálægt því í mílu fjarlægð, »Er það antílópahnappur? Ef svo væri, þá er guð oss náðugur. Komið þið, pilt- ar — livað sem það er, þá dugir nú ekki að slóra.« Synesios kallaði nú saman lið sitt og þeysti nú í áttina á mökkinn, sem hann hafði séð. »Antílópar,« æpti einn. »Villihestar,« grenj- aði annar. »Tamdir hestar eru það,« kallaði Synesios í reiði, »eg hef séð blika á vopn.« »Ausúríar,« kallaði einn í hópnum, og æpti heiftaróp, »sami bölvaður hópurinn, heilagi herra, sem ætlaðijað eyða Myrsinitis á dögun- um. Eg þekki þá á Markamannahjálmunum, sem þeir hafa rænt.« »En við hverja eru þeir í bardaga?« Það var ekki hægt að sjá, því að óvinir þeirra voru að baki þeim og liðið þeystist áfram.« »Nú get eg séð þá,« kallaði Synésíos eftir litla bið; »allir, nema tveir af þeim, eru gang- andi, og á fjögra mílna svæði hér í kring höf- um vér engan flokk fótgönguliðs?* »Eg veit, hverjir það eru,« kallaði Rafael alt í einu upp og keyrði hest sinn sporum. »Eg þekki vel þessar hlífar úr mörgum þús- undum. Eg sé burðarstól í miðjum hópnum. Gangið nú rösklega fram, drengir, og berjist eins og þið væruð að berjast fyrir lífi ykkar.« »Hægan, hægan,« kallaði Synesíus, »og hlýðið á orð gamals hermanns. Við verðum að fara hér ofan í kleifina og koma þeim í opna skjöldu. Reir sjá okkur ekki fyr en við erum rétt komnir að þeim. Rú átt ennþá margt eftir að læra, Ben-Esra.« Ressi vígamannlegi biskup hló við tilhugs- unina til að komast í bardaga, lét lið sitt taka á sig sveig, og að örstuttri stundu liðinni æptu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.