Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 12
228 NÝJAR KV0LDVÖKUR. drepsótt í hafnardeid borgarinnar. og að við höfum verið hræddir um að sóttin bærist til höfuðborgarinnar. Láttu svo skipin fara af stað á rnorgun.® Ritarinn tók að gerast nokkuð Iangleitur. »Sem trúr þjónn þinn sé eg mig knúðan til að birta þér, aó helmingur skipanna hefur þegar verið tæmdur til matargjafa þeirra, sem þú, dýrlegi herra, hefur stofnað til síðustu dagana.« Órestes bölvaði hressilega. »Rá verðum við að láta kaupa meira korn,« tautaði hann. Ritarinn varð enn langleitari. »Gyðingarnir hafa, göfugi herra, keypt upp allar kornbirgðir, sem var að fá, seinnihluta dagsins í dag.« »Og bölvaðir,« öskraði Órestes, »þá hafa þeir vitað um hrakfarir Heraklíans. Og Mirjam hefur logið að mér vísvitandi. Útvegaðu mér hana, þá fordæðu, lifandi eða dauða — sú skal fá það borgað.« »Háleiti drotnari,« hrópaði Kaldverjinn, varpaði sér fyrir fætur landstjóranum og kysti skó hans í hræðslufáti, »gættu þess, að ef þú gerir Gyðingi mein, þá taka allir upp þykkj- una. “Mundu eitir skuldabréfunum þínum, mundu eftir eigin mannorði þínu, ó herra.« »Stattu upp. kvikindið,« æpti Órestes, »skríddu ekki eins og hundur, segðu mér heldur hvað þú heldur að nú sé hægt að gera með viti. Ef Mirjam gamla skyldi deyja, þá deyja skuldabréfin með henni — er ekki svo?« sÞú ert ofókunnugur siðum þessarar bölv- aðrar þjóðar, drottinn minn og herra. Mirjam hefur þegar fyrir löngu afhent skuldabréfin; þínir sönnu lánardrotnar eru ef til vill annað- hvort í Kartagó eða Róm eða Miklagarði, og ganga að þér þaðan. Hjá kerlingarnorninni finn- ur þú varla annað en snepla, sem alls ekkert koma þér við, én heimta munu eigendur þeirra sitt af þér, ef hún fellur frá. Þetta er net, sem þú greiðir ekki úr, segi eg þér satt. Ef þú ræðst á einn, ræðst þú á alla.« »DrépSóttin yfir þá. Veiztu hvar kerlingar- fjandinn er?« »Nei,« sagði ritarinn og féll aftur til fóta honum og vann ótal eiða að lygi sinni, því hann þurfti að breiða yfir sín eigin viðskifti við hana. Órestes tók fyrir vaðal hans með því að hræða út úr honum þúsund gullpen- inga til láns til þess að gefa þá hermönnun- um. Svo skipaði hann þéttu varðliði um höll sína til varnar sér, ef upphlaup kynni að verða; dró hann að sér herlið úr firnari hluta borgarinnar, sem þar var til gæzlu, í þeirri von, að þá kynnu að gjósa þar upp óeirðir. »Pað vildi eg óska að Kýrillos gerði ein- hverja heimskuna í dag, þegar hann er montn- astur yfir sigri sínum,« hugsaði Órestes, »til þess eg feugi átyllu til þess að rísa upp á móti honum. Bara eg gæti gefiö honum inn eitur! Ó að hann gerði nú einhverja vitleysuna í nótt.« Og Kýrillos gerði vitleysu þá nótt, þá einu, sem hann gerði á æfinni. En hvað Ór- estes græddi á henni, sést ekki fyr en í sögu- lokin — og ef til vill ekki þá. * * * * * * * * * En Fílammon? Lengi stóð hann á strætinu við leikhúsið áður en hann áttaði sig og hann lenti inn í straumnum út úr leikhúsinu. Hann brauzt út úr hópnum og flýtti för sinni heim til Pelagíu. En þar var lokað. Barði hann þar lengi, og kom seinast út negri um hliðarport lítið og sagði Fílammoni að Pelagía væri enn ékki komin heim. Úlfur væri ekki heima. Rétt á eftir komu Gotarnir að í þéttri fylkingu, en enginn burðarstóll var í þeirra ferð. Hvað var orðið um Pelagíu og stúlkur hennar? Hvar var Amalinn? og Úlfur og Smiður? Hann beið enn nokkra stund með mesta fáti og of- boði. Svo fór hann heim til sín og var þá magnþrota af þreytu. Hann þaut fram hjá dyr- um Mirjamar og upp riðið upp að litlu stof- unni sinni og svifti opinni hurðinni — og stóð þar á þröskuldinum eins og steini lostinn af undrun. Kvenmaður stóð þar á miðju gólfi í stof- unni alhjúpuð í svartri slæðu. »Hver ert þú?

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.