Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 22
238 NYJAR KVÖLDVÖKUR. ar landshagsskýrslur og stjórnartíðindi, sem ekki koma neinu bókmentalélagi við, heldur landsstjórninni að sjá um. Rað á alt að fara að verða svo ramíslenzkt, að það kemst ekkert að — ekkert af öllum þeim andlegu og prakt- isku straumum og ölduföllum, sem ólga með- al þjóðanna í vísindunum, sögunni, umbrotum mannsandans, sem setja litinn og markið á hinn mentaða heim þar ytra, fær að komast að fyrir fornbréfum, alþingisbókum og tilvon- andi jarðabókum, ættartölum o. fl. Retta er að sönnu gott fyrir 10 — 20 menn á landinu, en hvað eiga þá hinir að hafa? Við hérna út í einangrinu þurfum þó að fá Ijós og líf að sunnan — meira en heiur verið. Við þurfum að fá íslenzkt »Frem«, til þess að geta fylgst með. Og engum er það skyldara en mentafé- lögunum að greiða þesskonar straumum veg að landinu, heim og inn til þjóðarinnar. Reir sem stunda sögu lands vors, hafa söfnin við hendina, og hvað miklu sem rutt verður út af heimildarritum, verða þeir samt að vera við söfnin. Rað er því annað og meira sem við þurfum með en þau. Þá er nú Rjóðvinafélagið á einu leitinu. Rað er nú hálfgert að ganga inn í forneskjuna líka. Andvari í sumar flutti mynd af Einari Ásmunds- syni í Nesi og laglega rifaða æfisögu hans — og var það vel og maklegt. Hann flytur þrjár pólitískar ritgjörðir, tvær eftir Einar prófessor Arnórsson ríkisréttarsögulegs efnis og eina eftir Einar Hjörleifsson um jarlsstjórn hér á landi. Eigi er að efa að þær séu vel og rétt ritaðar, en eg er enginn »pólitíkusi« og leiði því hjá “ier að fella nokkurn dóm um þær. En tveim ritgerðum vildi eg beina athygli manna að: önnur er um heimilisiðnað á Norðurlöndum eftir Ingu Láru Lárusdóttur fráSelárdal; þar er fyrst talað um hvað mikið sé unnið heima í Noregi og SvíJjjóð, og nemur það miklu fé, sem heimilin græða á þeirri vinnu. En hér er allur heimilisiðnaðui að' hverfa. Fólkið er farið að kaupa sokka og vetlinga í búðunum, og flest af hinum fagra, forna heimilisiðnaði vorum er nú týnl og tröllum gefið — flest alveg gleymt. Salún, glitvefnaður, spjaldvefnaður, flosvefnaður, skinnsaumur, rósasaumur o. m. fl. er alt horfið — hver kann það nú? Ritgerðin er orð í tíma talað, en fer líklega gagnslítil fram hjá, fyrst hún er ekki um pólitík eða fornbréf. Hin rit- gerðin er um áburð og túnrækt eftir Torfa í Ólafsdal, ágæt ritgerð, sem hver bóndi ætti að lesa. Svo er ýmislegt smávegis, gömul kvæði o. fl„ sem getur verið nógu gaman að fá með. Almanakið er stærra en það hefur nokkurn- tíma verið áður og kennir þar margra grasa bæði af fornu og nýju, og yíirleitt má telja það gott, þó að sumt sé hálflélegt, er ekkert í því ónýtt. Metratöflurnar eru þarfar og góð- ar en óþarflega nákvæmar fyrir almenning, og margir sem ekki .botna í þeim. Rriðja bókin er um Warren Hastings, hinn mikla enska grjótpál, sem mest og best vann að því að svæla lndland undir yfirráð austur- indía-verslunarfélagsins enska seint á 18. öld (1773—85). Bókina hefur ritað Macauly, hinn mikli ritsnillingur Englendinga, og Einar Hjör- leifsson hefur útlagt hana með mestu snild að máli. Ætla mætti því að bókinni yrði vel tek- ið — en því fer fjær en svo sé. Rað kemur flestum saman um að hún sé mjög leiðinleg. Og það er ekki svo óskiljanlegt. í raun og veru er bókin aðeins ritdómur um aðra, held- ur lélega bók um sama mann eftir annan Eng- lending, og er því gert ráð fyrir að mönnum séu flest aðalatriðin kunn áður, bæði uni af- stöðu viðburðanna og sumt af viðburðunum sjálfum. Menn koma því hér á landi eins og ofan í mitt ókunnugt efni sögunnar. En svo er þessi kafli sögunnar svo fjærri okkur, svo langt frá því að geta snert hugi vora að nokkru, að oss hér er flestum svo hjartanlega sama um frammistöðu ensks fjárgróðafélags austur á Indlandi fyrir 130-140 árum. Og alt hið langa mál um málaferli hans, eftir að hann var kominn heim, kemur ekki við nokkurn mann hér, og því síður af því að fáum er kunnugt um enskan réttargang. Bókin er mik- ilsverð í augum Englendinga, en hjá oss hlýt- ur hún að fara fyrir ofan garð og neðan, og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.