Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 4
220 NYJAR KVÖLDVÖKUR. »En Pe!agía?« sagðí hún þegar hún fór að átta sig. »Eg vildi eg hefði aldrei séð þann kven- mann. En eg 'nef altaf haldið, að það sem eg hef gert væri þér Ijúft,« sagði iandstjórinn, »en verður hún ekki einmitt á þeim stað, sem henni hæfir, ef hún stendur á leiksviði inni í þessari umtalsillu borg; þar á hún heima en ofar ekki; mundi hún nokkurntíma framar dirf- ast að standa við hliðina á ólympskum hálf- guði eða troða sér fram samhliða Hypatiu, eins og hún væri ræðismannsdóttir?« Aumingja Hypatia. Freistingin var ofginn- andi, freistarinn ofslægur. Og þó óaði hana við að segja það hátt og í heyranda hljóði, sem þó vakti nokkra von í hjarta hennar. Og svo sleit hún samtalinu snögglega. »Ef það endilega verður svo að vera, skal eg taka mig til og yrkja kvæðið. En fjarri sé mér að kom- ast í nokkra nálægð við — mig hryllir við að nefna nafnið hennar — en kvæðið skal eg yrkja og láta þig fá það. Dansinn sinn getur hún lagað eftir því eins og henni sýnist.« »Og eg,« sagði Órestes glóandi af þakk- látsemi, »ætla líka að fara, og fara að búa alt undir, sem þörf er á. Að viku liðinni á sýn- ingin að fara fram. Og að við sigrum — það skulum við bæði sjá um. Vertu sæl, drotning spekinnar.« Hann fór. Hypatia var hrædd við hugsanir sínar og settist við að yrkja kvæðið. En hvað hún hafði verið mikil beygja að láta þann mann ná yfirtökunum, sem hún hafði vonað að geta notað til að koma sínu fram — að hún skyldi nú vera orðin leikbrúða í höndum hans. Pað féll henni verst. TUTTUGASTI OG FYRSTI KAPÍTULI. Víglegur biskup. Synesios, biskup í Kyrene sat inni í skraut- lausri stofu í víggirtum búgarði við óvandað borð, og stóð fyrir framan hann fullur bikar víns, sem hann hafði ekki snert. Hann var að skrifa við daufa birtu af lampa, og ritaði hann hægt og var með sorgarsvip. Svo tók hann höndum fyrir andlit sér og hrutu þá tárin út á milli fingra honum ofan á pappírinn. Pá kom þjónn inn til hans og sagði að Rafael Ebn-Esra væri kominn. Biskup stóð upp með undrunarsvip og skundaði til dyra. »Segðu ekkért orð,« sagði Rafael þíðlega og leiddi biskup til sætis; »eg veit alt.« »Pú veist alt?« svaraði Synesios, »og þú ert það ólíkur allri veröld að þú aleinn heim- sækir þann, sem ógæfan hefur dunið yfir í raunum hans.« |i»Eg er líklega líkur öðrum,« svaraði Rafa- el, »því að eg kem í eigingjörnum tilgangi að leita mér hugsvölunar. Eg vildi óska eg gæti gefið hana. Pjónarnir hafa sagt mér alla söguna niðri.« »Og þó Ieitar þú mín eins og eg gæti hjálpað þér. En eg get nú engum hjálpað framar. Eg er hér alveg úrræðalaus. ■ Eg mun fara út af heiminum eins og eg kom inn í hann. Sfðasta barnið mitt — það síðasta — fallegasta — er dáið eins og hin. f »Og úr hverju dó aumingja drengurinn?« spurði Rafael. |í»Ur drepsóttinni. Hvers er annars að vænta, þar sem vér lifum í lofti, sem er pestnæmt af hræjum, og undir himni, þar sem hrægamma- hóparnir skyggja á sólina? En eg mundi nú samt afbera það, ef eg aðeins gæti unnið og hjálpað. En nú hef eg setið hér mánuðum saman sem fangi milli þessara bannsettu turna. Kvöld eftir kvöld horfi eg á himininn, þar sem hann er rauður af glampa af logandi bæjum. Dag frá degi suðar fyrir eyrum mínum óp deyjandi og fanginna manna. Pví að nú myrða þeir alt, sem heitir maður, jafnvel livít- voðunginn við móðurbrjóstið. Eg finn eg er eins og fangi í fjötrum, og sit hér eins og hálfviti, sem hefur fengið slag, og bíður dauða síns. Mig langar til að þjóta út og falla í bar- daga með sverð í hendi. En eg er nú síðasta, einasta vonin þeirra. Pað er engin eining í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.