Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 24
240 NYJAR KVÖLDVÖKUR. þyrftum ekki að taka á okkar vatni þá þegar. Veður var svalt og stilt um kvöldið og fallegt að líta yfir tjöldin. Eg hafði þá nýfengið tjald frá enska konsúlnum í Kaschgar, en sú saga fylgdi tjaldinu, að ungur Englendingur hefði dáið í því; en eg var ekki hjátrúarfullur. Úlf- aldarnir voru á beit í kjarrinu í kring um okkur, og nokkrar kindur, sem við höfðum með okkur og ætluðum til matar. Haninn og fáeinar hænur héngu í körfu á einum úlfald- anum á leiðinni, og göluðu þau og klökuðu ánægjulega þegar þau voru að tína upp fóður sitt, Tveir hundar voru og með í förinni: Jolldas fyrsti og Harnra. Daginn eftir komumst við inn í ófærð svo mikla af sandi, að úlfaldarnir hnutu og veltust um. Við urðum því að hætta við að halda til norðausturs, og láta sandhryggina miklu verða á hægri hönd; var þá vel fært að kom- ast áfram. Við grófum brunn á hverju kvöldi og náðum vatni, en það var nokkuð sal.t; þó urðu skepnur okkar fegnar því. 14. apríl fundum við uppsprettulind, og hvíldum þar heilan dag. Hinn 18. sáum við stöðuvatn, sem vafalaust stóð í sambandi við Jarkent-darja og var skógur fagur í kring um vatnið, en svo var hann þéttur, að víða varð að höggva hann frá sér með öxi. Svo urðum við að fara í geguum stóra flatneskju, sem var alvaxin reyr, svo háum, að ekkert sást út frá sér ef maður var ekki á baki úlföldunum. Urðum við því ærið fegnir, er við sluppum út úr reyrgresinu og náðum út á lágar sand- bungur; þar úði alt og grúði af sporðdrekum, en samt úrðum við að tjalda þar. Daginn eftir Komum við að fjalli einu, sem stóð uppúr sandauðninni og var norðan undir því dálítið stöðuvatn og ágætishagar í kring. Rar tjölduð- um við undir tveimur stórum popultrjám. Um daginn varð 53 stiga hiti í sandinum, en svo lagði þoku yfir alt um kvöldið, og varð þá þægilega svalt. Mý og bitflugur suðuðu í loft- inu, við og við kvökuðu froskar í feninu, end- urnar gussuðu og bjöllurnar á úlföldunum hringdu við og við í kjarrinu. Pað var svo friðsælt og rólegt á þessum bletti, að hanr. stóð fyrir hugskotssjónum okkar í raunum okkar næstu daga eins og einhver paradís. Hinn 21. apríl héldum við áfram vestan fram uieð vatninu Tsjöll-köll, og tjölduðum við suðurendann á Masar-tag. Fjallsmúlinn náði nokkuð suður í sandauðnina, og hvarf þar. Stóð fjallið því ekki í sambandi við fjallgarð þann, er Preschevalski hafði fundið. Jolltchi fullyrti að við ættum ekki nema fjórar dag- leiðir áfram til Kotan-darja; en sú á fellur um eyðimörkina frá suðri til norðurs, en er jafnan þur nema síðari hluta sumars. Eftir 'iandkorti Preschevalskis áttum við þó 120 kilómetra (16 mílur) til árinnar ófarna. Eg taldi víst, að það væri auðfarið á sex döguin, og mundum við ná í vatn með því að grafa brunn tveim dagleiðum frá ánni. En til vara bauð eg þó að taka vatn með okku>- til 10 daga. og var það þegar gert um kvöldið, og þótti mér gleðilegt að heyra vatnshljóðið; við höfðum ekki flutt vatn með okkur á meðan við fórum með vötnunuin, til þess að hlífa úlföldunum. Morguninn 23. apríl lögðum við af stað þessa feigðarför. Við ætluðum að fara beint austur sandana og ná svo vesturbakka árinnar. Allir hagar hurfu þegar, og við gátum ekki gert okkur von um að ná í neinn grashólma, úr því að við færðumst fjær Jarkent-darja. Sand- öldurnar fóru síhækkandi og fóru að verða 20-30 metra (60-Q0 feta) háar; við þrædd- um öldubrúnirnar, því að þar var sandurinn þéttastur. (Meira.) í*jóðráð. Bjarni: »Læknirinn minn hefur bannað mér að bragða vín, og reykja má eg heldur ekki. Pað er auma lífið.« Árni: »Pví í fjandanum færðu þér ekki ann- an lækni?« Bjarni: »Ja, eg ætla nú einmitt að gera það.« Fyrir sérstakar ástæður varð framhald af sögunni Loforðið að bíða í þetta sinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.