Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 3
HYPATIA 219 verður með, op það með gleði? Settu þér sigurdýrð Afrodítu fyrir sjónir; hún kemur inn — óargadýr, sem ástarguðir teyma í bönd- um, ganga á undan henni, og svo hvíti fílMnn og svo —.« »Gott að þú tekur þó guðina að minsta kosti undan,« sagði Hypatía og var sár í skapi, »en það er mér á móti skapi að sjá blóðstokk- in ölturu.« »Helgi altarisins skal verða gætt, og barátt- an aðeins fara fram á leiksviðinu, trúðu mér til þess, En ef þér geðjast vel að ráðstöfun minni til sigurdýrðar Afródítu, þá yrktu lof- kvæði um hana, en eg skal sjá um söngflokk, sem því skal verða samboðinn. Pað skal koma hljómur fyrir eyrun á patríarkanum í höll hans.« »Eg að yrkja kvæðið, sem á að syngja? Fagurt hlutverk handa mér, það má eg segja. Og hver á að leggja sóma sinn í sölurnar í sinn og minn stað sem Venus í sjávarlöðr- inu?« »Já, er það ekki bezta númerið á skránni minni? Hefðu guðirnir sæmt mig með slíku loforði — hver heldurðu að hefði þá orðið til þess að bera það fram í orðum?« - »Hvað ætl’ eg viti það? — eins og mér sé ekki líka sama,« sagði Hypatia, líkast því eins og hún væri hrædd um, að hún hefði þegar getið sér til um nafnið. »PeIagía sjálf,« Hypatia spratt upp og var bálreið. »Annað eins og þetta gengur yfir mína krafta. Pað er ekki nóg með það, að þú heimtar af mér með vægðarlausri harðneskju að gera það, sem eg hef aðeins dregizt á að gera til hálfs; það er ekki nóg, að þú játar það opinberlega í gær að þú sért kristinn, og reynir að telja mér trú um það í dag, að þú ætlir innan tíu daga að endurreisa tilbeiðslu þeirra guða, sem þú hefur svarið að útskúfa; það er ekki nóg, að setja mig til að hjálpa þér og ráðleggja þér, án þess að lei'ta vilja mms með það; . . . nei • . . þú heimtar h'ka af mér að eg skuli vera viðstödd sigurför kvensu þeirrar, sem hefur spottazt að kenningum mínum, tælt lærisveina mína, boðið mér birginn í áheyrnarsal mínum og gert alt sitt til nú í fjögur ár að troða undir fótum alla dygð og alla speki, sem eg hef reynt að sá. Ó, þér elskuðu guðir — hve- nær ætli sú kvöl taki enda fyrirmér að ganga í gegn um það píslarvætti, að vitna um yður fyrir gerspiltri kynslóð?« Og hún skeytti ekk- ert um návist Órestesar, gleymdi öllu mikil- læti sínu og fór að hágráta. »Æ, göfuga Hypatia, hvað hef eg nú brot- ið, hugsunarlaus heimskinginn? Mér var sú óskin heitust, að sýna þér með skynsamlegum fyrirætlunum að ráðagóður stjórnvitringur er alls ekki ósamboðinn förunautur þinnar háleitu speki, en svo hef eg stygt Hypatiu og spilt fyrir guðunum — og vildi eg þó feginn leggja lífið í sölurnar eftir þinni fyrirmynd.* »Spilt fyrir guðunum?« sagði hún hissa. »Gæti það orðið annað, ef þú hjálpar ekki til? Pví hefur Kýrillos æðstu yfirráðin yfir al- múga manna í Alexandríu, en ekki Hypatia? Líklega af því að hann og hans liðar hafa þjáðst og strítt, og þeir hafa hundruðum sam- an gengið^í dauðann fyrir guð sinn, sem þeir segja sé almáttugur. Pví eru sumir menn búnir að gleyma gömlu guðunum, fagra töframær?« Hypatia titraði á beinunum, en Órestes hélt áfram og var nú mýkri í máli en hann hafði áður verið: »Eg heimta ekkert svar upp á spurningu mína, því alt, sem eg bið um, er fyrirgefning — fyrirgefning fyrir — æ, eg veit ekki hvað — en eg hef syndgað og það er mér nóg. Eg hef treyst of vel á minn mál- stað—hef verið offljótur á mér —er ekki svo? — En þú ert sigurlaunin, sem eg er að berj- ast fyrir, og þú hefur gleymt því að hverju guðirnir hafa gert þig — gleymt þvf að þú ert Hypatia.« Órestes horfði á hana svo þýðlega og með svo mikilli aðdáun, að Hypatia roðnaði og leií undan . . Hún var pó að síðustu ekki ann- að en kona . . . og átti að verða keisarafrú .. . og Órestes talaði svo góðlega og IJáfmannlega og hann hagaði sér svo þekkilega . . .

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.