Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 18
234 NÝJAR KV0LDVÖKUR. að gera sínar athugasemdir, og þegar hann svo að samkomunni lokinni gekk niður göt- una, stigu þeir á hæla honum og siguðu hund- unum á hann. Pá varð hann svo þreytulegur og sorgmæddur á svipinn, augun horfðu biðj- andi í gegn um gleraugun; það var eins og hann hefði hvergi höfði sínu að halla. — Svo um mitt sumar var það einn dag, að séra Emerson hrasaði. Hann varð fullur, blind-ösku-þreifandi fullur. Annars mundir þú og eg og hver sem væri hafa orðið það und- ir sömu kringumstæðum, því að þegar prest- urinn þenna dag gekk niður götuna í sínum alvarlegu og kristilegu hugleiðingum, var kom- ið aftan að honum, tveir sterkir menn héldu honum á meðan sá þriðji greip fyrir kverkar honum, þrýsti flöskustút inn á milli tannanna og neyddi hann þannig til að sloka heilan pela af sterkasta whisky í einum þrem eða fjórum sopum. Hálftíma síðar sást presturinn slaga fram og aftur eftir götunni, hann baðaði höndunum út og talaði hátt við sjálfan sig, stundum nam hann staðar til þess að faðma að sér síma- staurana og að lokutn reikaði hann inn í hænsa- húsið hjá Tom gamla Adams, til þess að fela sjálfan sig og dylja smánina. Brátt söfnuðust allrr bæjarmenn að hænsa- húsinu. Reir örguðu og görguðu, inargskoruðu á hann að koma út og sýna sig í allri sinni dýrð, og þegar það dugði ekki, þá fóru þeir að pota í hann á milli rimlanna með prikum og loksins tókst þeim að þrýsta háa hattinum ofan fyrir augu á honum. En þá fór herrrtanns- blóðið að vella í æðum prestsins; hann rak eina varphænuna af eggjunum, greip eggin . úir hreiðrinu og hóf nieð þeim ákafa skothríð á umsátursliðið; þetta hafði engin áhrif; hann greip þá um hálsinn á gargandi hænunni, sveifl- aði henni yfir höfði sér og ruddist hreystilega í gegn um mannfjöldann. Með blóðþyrstuin augum og flaksandi frakkalöfum tók hann á rás berhöfðaður í gegn um bæinn; menn veif- uðu höttum og húfum og öskru.ðu sig hása af kæti, heilt kvígildi af hundum elti hann með gelti og gjammi og glefsuðu í buxnaskálmar- nar hans, meðan þrí-fingraði-Villi hoppaði á sama blettinum í sífellu, æpti þangað til hann var orðinn sótrauður í framan og skaut upp í loftið öllum skotunum úr skammbyssunni sinni. — Menn muna ennþá eftir þessum degi í Tweed, deginum þegar presturinn hrasaði. Séra Emerson komst einhvernveginn heim til sín; hann lét ekki sjá sig í marga daga og sunnudaginn næstan eftir var skólaklukkunni ekki hringt til guðsþjónustu. Tom gamli Adams gekk á milli manna og liafði stór orð um að stefna prestinum fyrir hænsaþjófnað; en Bob Wilson, lögregluþjónninn, hristi sköllóttan hausinn og hélt að Tom og aðrir bæjarmenn hefði orðið aðnjótandi gamans og skemtunar, sem meira væri verð en ein hænupúta. Rví að þetta var alt skoðað sem gaman; auðvitað var það nokkuð ruddalegt gaman, en það var nú einusinni svo um Tweed- búa, að þeir báru ekki skyn á það sem mein- lausara var. F*eir hafa víst ekki gert þetta af vondum ásetningi, því að flestir þeirra voru góðir drengir undir niðri, þó að þeir væru ruddalegir og óheflaðir utan á, en það varð að fara rétt að þeim. — Rað kom í ljós stuttu síðar, þegar pvest- urinn fékk uppreisn eftir smánina. Einn góðan veðurdag barst sú fregn til bæjarins, dundi yfir eins og reiðarslag,^ að »bólan« væri farin að gera vart við sig í ná- grenninu. Otta- og kvíðatilfinning lagðist yfir hugi manna; þeir gátu horft á kúlur og rýtinga án þess að depla augunum, en banvæn land- farsótt, sem læðist manna á meðal eins og launmorðingi, það var alt annað. Og þegar það fór að kvisast daginn eftir, að Jón gamli, hálf-indíaninn, sem bjó úti í bæjarjaðrinum, væri búinn að fá bóluna, þá var eins og legð- ist eitthvert þungt og ægilegt farg yfir alt líf í bænum, menn gengu svo fjarska hljóðlega um, töluðust varla við, drykkjuskálarnir og danssalurinn voru galtómir. Renna sama dag sást presturinn ganga hljóð- lega heiman frá sér; í annari hendi bar hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.