Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 14
230 NYJAR KVÖLDVÖKUR. þó að forlögin hafi gefið henni hversdagslegan og nokkuð veraldlegan anda? Hvað dygði það að vera að kveina hennar vegna? Hún er mold og verður að moldu. En þegar þú fæddist, brostu andar spekinnar, þú verður að hækka í röðinni og mátt ekki binda þig við veru, sem stendur þér stórum mun neðar, og getur aldrei náð því að verða metin að neinu, og það þó að hún sé náskyld þér.« Fílammon böglaði bréfið saman og fór burt án þess að segja eitt einasta orð. Hafði þá Hypatía ekkert líknarorð til handa hinni bersyndugu? Aíti hún að falla fyrir ör- lögum sinum? lifa áfram í örbirgð og smán? fordæma sig sjálf? Ógæfusama Hypatía! — þá loguðu upp í huga Fílammons orð, sem hann hafði gleymt í marga’mánuði, og áður cn hann vissi af, var hann farinn að hafa yfir með brennandi trúaráhuga: »Eg trúi á fyrjrgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf.« Og ímynd guðdómsins stóð skýr og ljós fyrir hugskotssjónum hans, þar sem hann sat við borð Fariseans, og hin bersynduga var hjá, baðaði fætur hans í tárum og þerraði þá með hári sínu . . . Ogúrdjúpi hjarta hans píndist upp þessi bæn: »Heilaga Magdalena, biddu fyrir henni.« Nú brann það á hjarta hans, að hann hefði nokkurntíma afneitað guði sínum, yfirgefið fé- lag kirkjunnar og fengist við heiðna heimspeki. »Mikið flón gat eg verið,« sagði hann við sjálf- an sig, »að afneita trú æsku minnar; og fyrir hvað? Hvað hef eg upp úr því? Retta eina skifti sný eg mér til Hypatíu hinnar fögru, og bið hana um hjálp í mannlegri baráttu, og hún situr hnókin í sæti sfnu, heldur að sér hönd- um og brosir að raunum mínum. Snú þú aftur til þinnar gömlu trúar, heimskinginn þinn, snúðu heim aftur, þú vilti vegfarandi« — Draumalíf hans hafði staðið aðeins tæpa þrjá mánuði — og nú var það rokið burtu. Nú vakti eitt — aðeins eitt fyrir honum: Heim aftur í eyði- mörkina, heim í kompuna sína, og fá aðra handa Pelagíu, til þess hún gæti iðrast þar synda sinna og lifað svo lengi að guð gæti tíknað henni, áður hún yrði kölluð burt. Hann þaut upp riðið móður af angist og æsingu og rakst á Mirjam við dyrnar. Hún stóð þar með höndina á lokunni og var helzt svo að sjá, sem hún vildi verja honum inn- göngu. »Lofaðu mér inn í stofuna mína,« sagði hann; »er hún hér enn?« »Stofuna þína?« át hún eftir; »hver hefur borgað leiguna fyrir þig þessa mánuði? Er það þú? Og hvað getur þú sagt við hana? Hvað gert fyrir hana? Áður en þú getur hjálpað ást- fangnum vesalingum, verður þú að verða ást- fanginn sjálfur, lausalopinn þinn.« En Fílammon hratt henni svo fast frá, að hún varð að sleppa lokunni, og svo fór hún inn í stofuna á eftir honum með köldu glotti á vörunum. Pelagia stökk þegar til hans. »Ætlar hún að taka á móti mér?« »Tölum ekki meira um hana, systir,« svar- aði Fílammon, lagði höndina á öxl henni og horfði í augu hennar; »og það er betra. Við vinnum þá að endurlausn okkar sjálf, en notum ekki annara hjálp. Við verðum að flýja — langt, langt burtu héðan.« Pelagía tók höndum fyrir andlit sér,- »Ó, Mirjam,« æpti hún, »er það satt? Er það mögu- legt? Æ, hvað verður nú um mig?« æpti hún í örvæntingu. »Geturðu ekki iðrast,« sagði Fílammon, »geturðu ekki drepið þessar lágu girndir? Get- urðu ekki fundið neina fyrirgefningu? En mér skyldi geta dottið í hug að gera úr þér heim- speking, þar sem þu hefur efni í þér til þess að verða dýrlingur drottins.« En svo datt honum skírnin Lhug, og hann mælti með titrandi röddu: »Ertu skírð?« »Æ,« sagði hún, »nú rankar mig við . ... eg var fjögra eða fimm vetra ... Pað stóðu konur í kringum vatnsþró og flettu mig klæð- um og gamall maður dýfði höfðinu á mér þris- var ofan í vatnið ... Eg hef gleymt því, hvað það átti að þýða . . það er svo langt síðan.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.