Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 2
218 NYJAR KVÖLDVÖKUR. skríllinn ærslast sem mest af gleðilátunum: »Lengi lifi Órestes keisari.« Svo á annar að kyrja upp lofkvæði um sigur Heraklíans, — sá þriðji á að bæta þínu nafni við mitt nafn —s skríllinn æpir okkur fagnaðaróp — einhver stórherrann gengur fram og heilsar mér sem keisara, eða hvað sem þú vilt — svæðið tekur undir af fagnaðarlátunum — eg læt mér fyrst fátt um finnast, — en stend svo upp og boða hátt sjálfstæði 'nins suðlæga meginlands — og að Afríka og Egyftaland séu héðanaf eitt ríki — að ríkið skiftist nú ekki lengur í austur- og vesturrómverskt ríki, heldur verði það nú héð- an af norður- og suðurveldið. — Fagnaðaróp — hver maður fær tvær drökmur (1 kr. 40 au.) — loftið titrar af sigurópi — allir halda að allir séu á sama'máli — og svo er alt unn- ið.« »En,« sagði Hypatía og reyndi að bæla niður fyrirlitninguna, »hvað á þetta saman við tilbeiðslu guðanna?« »Nú — ja — þegar þú heldur að skríllinn sé orðinn mátulega fyrirkallaður, þá stend- urðu upp og heldur ræðu — þér ætti ekki að verða erfitt um að fá efnið í hana — .< »Pú gleymir því, þegar þú talar svo við mig, að eg mun verða hinn æðsti meyprestur gyðjunnar Aþenu, undir eins og eg hef vald til þess, en héf þangað til fast í huga að hlýða þeim skipunum, sem Júlían kennari minn, lagði fyrir presta sinnar tíðar.« »Pað sé langt frá mér að gera lítið úr speki þess hins mikla manns. En þó mælti mér leyfast að geta þess, að ástand ríkisins, eins og það er nú, gefur mér heimild tii að ætla, að hann hafi farið skakt að.« »Sólguðinn, sem hann elskaði, var honum hollur, og Iét hann falla hetjudauða fyrri en skyldi verið hafa.« »Óðara en liann var stiginn upp til hans — flóði alda af kristnum ribbaldaskap aftur í gömlu farvegina. Hefði hann látið sér nægja það að halda innreið sína í Antíokkíu með tíuþúsund skilmingamönnum og á hvítum fíl í staðinn fyrir að gera það sem æðsti prestur heimspekinnar með misjafnlega hreinum borða — hefði hann bygt leikhús úr fílabeini í Dafn- eslundi* og boðað leiki sólguðinum til dýrðar eða einhverjum af allri guðahrúgunni — brauð og leiki — - en hvað dugar það? Skríllinn vill láta skemta sér — og til þess er aðeins ein leið — holdsins og augnanna gaman, eins og einhver Galilei komst svo heppilega að orði einhverntíma.« »Pú hefur rétt fyrir þér,« andvarpaði Hypa- tía, »veiði þinn vilji.« »Ah,« sagði Órestes, og lét sem hann heyrði ekki andvarpið eða vildi ekki heyra það, »nú er Hypatía aftur Hypatía, ráðanautur minn og kennari. F.n í hverju á þá gleðigáskinn og argið að vera fólgið ?« »Alveg eins og þér sýnist — þó því aðeins að það særi ekki augu siðsamra kvenna, eins og svo oft vill verða.« »Þá höfum við bendingaleiki — alt er hægt að hafa, sem loddaraskapur og villidýr geta í té látið.« »Pú ræður því.« »Gáðu að því, hvað miklu af goðasögum er hægt að hnoða inn í bendingaleikina. Því ættum við ekki að veita einhverjum guðinum sigurinn í leiknum? Hvað væri hægt að gera djarfara í þjónustu guðanna? En hvaða guð ætti það að vera? Setjum nú svo, að Afrodíta sigraði, og leikurinn endaði með því að Ven- us dansaði, nýstígin upp úr sjávarlöðrinu. Pessi saga er svo falleg, að eg get ekki skilið, að að hún spilli siðferði fólksins.« Hypatía roðnaði við. »Þú þarft vonandi ekki minnar hjálpar við það.« »Pú stendnr ofhátt í augum þessara góðu manna, elskuelga lafði,« svaraði Órestes, »til þess að þér yrði leyft að vera þar fjarverandi. Ef brögð mín reynast happasæl, þá má vafa- laust eigna helminginn af því þeim atvikum, að fólkið veit, að það á að krýna Hypatíu um leið og það krýnir mig. Komdu, sérðu ekki, að þú gerir þér sjálfri götuna greiÖari, ef þú *) Sjá Ben Húr.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.