Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 5
HYPATIA 221 landinu, hermönnunum er skift á einstaka staði, og þeir gera ekkert annað en að vernda eignir og hagsmuni foringja sinna. Ef þeir hittast fáir saman, höggva Ausúríar þá niður, og eru þeir þegar farnir að setjast um víggirta bæi með vopnum þeim, er þeir hafa fengið að herfangi. Nú höfum við engin önnur úrræði en að biðja guð. En hvað er eg að gera, telja raunatölur mínar í stað þéss að hlusta á það, sem þú hefur að segja mér.« Hyggindi Rafaels höfðu ekki brugðist hon- um, þegar hann leitaði til biskupsins í hinum mestu vandræðum sínum eins og af einhverri náttúruleiðbeiningu; þvf að hann var eftir bréf- um þeim að dæma, sem enn eru'til eftir hann, einn þessara margvitru og eldfjörugu manna, sem finna jafnt til gleði og sorgar, þótt þeir láti það ekki hvíla lengi á sér. Til hans kom Rafael, án þess þann vissi eiginlega hvers vegna. Ef til vill af því hann hefur gert sér einhverja óljósa von um að hitta þann förunaut í húsi biskupsins, sem hann hafði einmitt flúið frá. En það var enginn hægðar- leikur fyrir biskup að fá hann til að segja sér það. Hann sá að Rafael var þungí um hjarta, hélt honum mundi létta við það að tala út, reyndi til að hafa upp hjá honum leyndarmál hans með spurningum og gleymdi yfir því eigin böli sínu, þegar hann fann ann- an, sem hann vonaði að geta orðið að gagni. En Rafael var orðinn stórum breyttur. Alt hið hárbeitta, nístandi spott hans og skop var horfið, Hann flögraði eins og flugan í kring um Ijós- ið með hugann við fegurð Viktoríu, og nú var hann enn kominn til að brenna á sér vængina að nýju. Hann var hálfruglaður og utan við sig, eins og hann fyriryrði sig fyrir játningu sína, en gæti þó ekki viðráðið að segja hana, til að létta á hjarta sínu, og sagði biskupi upp alla sögu, frá því hann sá Vikt- oríu fyrst og þangað til hann flúði frá henni. Rafael varð hissa þegar hann fann á bisk- upi, að hann áliti þetta ekkert sérlegt vand- ræðamál. »Hinn gamli landstjóri er ofhyggiun til þess að neita góðum ráðahag, þegar hann býðst dóttur hans,« sagði hann. »Pú gleymir því,« mælti Kafael, »að eg er ekki kristinn.« »Jæja, þá gerum við þig kristinn. Ágúst- ínus kemur á morgun.« »Ágústínus?« . »Já, og við leggjum af stað í dögun með alla þá vopnaða menn, sem við getum náð í og förum á móti honum og fylgjum honum hingað. Hann mun taka þig að sér og hafa úr þér alla gyðinglega hleypidóma á einni viku.« »Eg hef oftfundið freistingu hjá mér,« svar- aði Rafael, »til þess að verða kristinn; en und- arlegar ímyndauir um samvizku og æru hafa vaknað hjá mér . . . Eg hef aldrei látið sam- vizkuna þjá mig, það veit guð, en gagnvart henni verð eg að vera hreinskilinn. Mér er ómögulegt að hræsna fyrir henni. Eg get ekki einusinni litið framan í hana, ef lygi situr á enni mér. Hún horfir í gegn um mann — inn í mann — inst inn í hjartað — eins og voða- leg gyðja með hvössum augum. Hyggur þú, að eg hafi ekki soðið saman heilan hóp af djöfullegum ráðum vikuna sem leið? Lfttu á; hér hef eg veðbréf fyrir öllum eigum föð- ur hennar — eg hef keypt upp veðsetning- arnar — og hvert strá, sem þau eiga, er nú á mínu valdi. Eg get steypt þeim að fullu, selt þau f þrældóm, — já, get sent tvo eða þrjá röska pilta til þess að nema stúlkuna í burtu, og höggva þannig rembihnútinn sundur í einu höggi. En eg þori það ekki. Eg hef ekki hug til þess. Hreinn verð eg að mæta þeim, sem hreinn er sjálfur. Hvaðan eg hef fengið þessa nýju samvizku, veit eg ekki, en hana hef eg, og eg get ekkert ilt aðhafst fyrir henni, hvorki gagnvart henni né guði, ef hann er nokkur til. Nei, eg gæti ekki kúgað hana. Frjáls og óneydd verður hún að koma til mín og segja mér, að hún elski mig og vilji eiga mig og gera mig samboðinn sér. Og guð refsi mér, ef eg nota ósæmileg ráð og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.