Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 15
HYPATIA 231 En á eftir var| eg í hvítum klæðum, man eg eftir.« Fílammon hörfaði frá henni og andvarpaði við: Ólánsbarn, þegar frelsarinn fyrirgaf hinni heilögu Magdalenu og sagði henni að trú henn- ar hefði frelsað hana, — hélt hún þá áfram í syndum sínum? gaf liún sig þá framar við jarðneskum munaði ? Nei. Guð hafði fyrirgef- ið henni, en hún hafði ekki fyrirgefið sér sjálf. Berfætt og klæðians flúði hún út í eyðimörk- ina, aðeins hjúpuð hári sínu, lifði á jarðará- vöxtum og var þolgóð í föstum og bænahaldi til dauðans. Og hafi hún þurft svona langa yf- irbót til sáluhjálpar, — ó, hvað mun guð þá heimta af þér, Pelagía, sem hefur brotið skírn- arheiti þitt og saurgað hvítavoðir þínar?« »En eg vissi ekki að eg var skírð,« svaraði Pelagía, »og hef aldrei beðið um það. Pað eru vondir foreldrar sem hata gert mér þetla. Á eg að fara .út í eyðimörku? Það get eg ekki. Líttu á hvað eg er smábeinótt og veikluleg. Eg dæi þar úr sulti og kulda. Eg yrði vitlaus af angist og einveru. Bróðirminn; bróðir minn, er þetta fagnaðarerindi kristinna manna? »Auðvitað,« sagði Mirjam háðslega, »svona er nú evangelium Krists, og svona er huggun- arerindið um endurlausnina hjá Nazareanum.« »En eg fer með þér,« kallaði Fílammon, »og yfirgef þig aldrei — byggi méi kofa skamt frá þínum kofa. Við skulum biðja dag og nótt og vera saman til dauðans.* »Pað væri þá betra að enda æfina í einum svip,« hrópaði Pelagía og fleygði sér veinandi á gólfið. En í sömu svifunum dundu við þung skó- hljóð á riðinu úti fyrir; hrukku þau öll þrjú saman við það og þögnuðu: Fílammon af hræðslu við munkana, Mirjam var hrædd við varðlið landsstjórans og Pelagía við alt. Dyrnar voru opnaðar og Úlfur og Smiður gengu inn. »Nú þú ert þá þarna, ungi rnunkur,« kallað Smiður og skellihló, »og þú dækja, og það með blæju. Og þú kerling, hæfust til að vera þjónusta í helvíti, rekur þú enn þá gömlu at- vinnuna? Nú út með ykkur báðar, við eigum dálítið erindi við þennan unga gosa.« Þeir þektu ekki Pelagíu undir blæjunni, þó þeir væru að leita að henni, og Mirjam og hún smugu út hjá Gotunum og ofan riðið, Fílammon horfði með ólund á gestina. Hver gaf þeim heimild til að blanda sér inn í hörm- ungarmál hans? En Úlfur gekk til hans, horfði hreinskilnislega á hann og rétti honum hönd- ina, harða og hrikalega, með góðlátlegum svip. Pá var honum öllum lokið. Hann tók í hönd hans, en tók svo fyrir andlit sér og fór að gráta. »Þú hefur gert rétt,« sagði Smiður; »Pú ert sannarlega góður drengur. Pað þarf eng- inn að skammast sín fyrir þig, hvorki lifandi né dauðann.* »Er ekki svo,« mælti Úlfur, »að þú viljir ná systur þinni á þitt vald?« »Jú en hún vill ekki sleppa Amalanum. Hún sagði mér það rétt áðan. Pað var hún, sem gekk út áðan með blæjuna.* »Viti það sálir feðra rninna,* kallaði Smið- ur, »en að eg skyldi ekki þekkja hana. Hún hefði fundið það fljótt, að það er hægra að komast hingað en heim til sín.« »Pegi þú, Smiður,« svaraði Úlfur. »Pað er bezt það sé eins og það er. Segðu mér nokk- uð, drengur: ef eg fæ hana þér í hendur - tekurðu hana þá með þér?« »Pú gleymir peningunum, Úlfur,* sagði Sraiður brosandi. »Peningunum hennar?* .tók Fílammon fram í, »haldið þið eg sé það varmenni að vilja snerta við þeim? Segið mér hvað eg á að gera; eg skal gera það.« »Pú þekkir smástræðið við vinstri hlið húss- ins, sem nær ofan að skurðinum. Komdu á morgum og vertu við dyrnar á hornturninum rétt eftir sólarlagið, með eina tólf sterka munka og taktu við því sem þér er rétt. Svo verður þú að sjá um þig úr því.« »Eg með munka — eg, sem á í styrjöld við alt klerkaliðið. En ykkur er líklega sama, hvern eg hef með mér?« »Gerir ekkert til. Okkur kemur ekkert við úr því. Okkar vegna geturðu fleygt henni í sjó-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.