Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 10
226 NYJAR KVÖLDVÖKUR. þessa risavöxnu hásali og tvær keyptar raddir hrópuðu meira að segja: »Heill þér, Órestes, heill þér keisari í Afríku.« Órestes stóð upp, hneigði sig í allar áttir og benti með sigurvægum svip á pálmaviðar- göng, og mátti þar sjá furðuverk dagsins, fílinn hvíta með stóru tönnunum. Hann kom kjag- andi, svo brakaði í öllu leiksviðinu, og flúðu þá skógargoðin, trjádísirnar og fuglarnir út í buskann. Tennur hans voru vafðar rósum og myrtum, gimsteinabaugur var um enni hans og skrautlegir hringar í eyrunum. A hálsi hon- um sat Eros (ástaguðinn) og styrði filnum með gullinni ör. En á baki honum lá gyðjan geislandi fögur, hvít og. rósbjört, á blóðrauðu silkihægindi í skrautlegum samlokum, sveipuð hjúpi úr silfurvef. Alt leikhúsið glumdi við af aðdáunarópi, og tugir þúsunda af augum horfðu hugfangin á þessa töfrasjónir. Pá sungu þokkagyðjurnar fyrstu vísuna af söngljóðunum; þá opnuðust samlokurnar og sást þar Afrodíta og hneigð á annað hné. Hún lyfti höfðinu og horfði út yfir manngrú- ann. Fyrst var eins og menn væru orðlausir og hljóðlausir af fögnuði: en óðara drundi svo hvelt fagnaðaróp: »Afrodíta,« að það barst langt út um borgina, og Kýrillos sjálfur hrökk saman í stofu sinni í Serapejón. En svo liófst eitt dæmafátt furðuverk listarinnar, sem engin hefur náð síðan á dögum Forngrikkja. dans- inn, þar sem hver hreyfing j>ýðir orð, og kyrðin er eins talandi eins og hreyfingarnar; þar sem hver stelling gaf myndasmiðnum nýtt meðferðarefni, þar sem hvert viðvík var ná- kvæmlega mælt eftir hárfínustu lögum fegurð- arinnar. Retta var ekki mannleg list — konan lék af guðdómsáhrifum. Fílammon stóð þar sem steini lostinn, en þó gat hann hvorki hatað ná fyrirlitið Pelagíu. Hann gat ekki trúað því . . . og altaf dansaði Pelagía. Pá teygði fíllinn sig, gekk að marmara- plötunni, vafði rananum mjúklega utan um Afroditu og lyfti henni upp á silkihægindin, sem lágu á baki honum. Pá réð Fílammon sér ekki lengur. Hann stökk í gegn um áhorf- endagrúann, sem þyrptist þar saman, hentist m<2ð óskiljanlegu afli yfir bekkjaraðirnar og þvert yfir leíksviðið og yfir að sjónpallinum. sPelagía, systir mfn,« æpti hann, »hafðu með- aumkun með mér, með sjálfri þér. Við skul- um flýja úr þessu helvíti, þessum bústað djöfl- anna; eg er bróðir þinn; komdu með mér.« Hún starði á hann snöggvast eins og í villu, með uppglent augun —og þá skildi hún sann- leikann. »Bróðir minn,« kallaði hún, vatt sér ofan og fieygði sér í faðm hans. Hún sá háan glugga í Aþenuborg með út- sýni út yfir olíuskóga og garða og húsaþökin í Piræos, út yfir hið víða, bláa haf og dökku hæðirnar á Ægínu, og hjá sér sá hún svart- eygan svein, sem hélt höndinni yfir um háls- inn á henni, horfði brosandi út á sjóinn og benti á skipin og kallaði hana systur sína . . . Hún rak upp hátt hljóð, þreif höndunum fyrir andlit sér og hneig ofan á blóðatað leiksviðið. Pá dundu við voðaleg óhljóð um alt leik- húsið: »Krossfestið hann. Fleygið honum fyrir óargadýr. Dauði og glötun yfir bófann.« Hóp- ur ef þjónum flyktist að honum, og margir af áhofenduntim spruttu upp úr sætum sínum. Fílammon réðst á hanti eins og ólmt Ijón. »Lálið fílinn troða hann í sundur,« öskraði lýðurinn, og verðirnir fóru að pikka fílinn með broddprikum sínum; tók þá fíllinn með ratianum yfir um Fílammon og lyfti honum upp. Fílammon tautaði bæn og lét aftur aug- un — þá heyrðist blíðleg rödd, sem mesta sálarangist óinaði í gegn utn: »Vægið honum, makvdónsku menn; gerið það Pelagíu vegna — hann er bróðir ntinn.« Fólkið var á tveim áttum. En fíllinn lét síga ranann og setti Fílammon niður á fætur- na. En hann var utan við sig, fann hann var dreginn eftir löngum, dimmum göngum og síðan hrundið út á strætið, og fylgdu honum aðvörunarorð, hamingjuóskir og formælingar. Pelagía hélt altaf höndunum fyrir andlit sér; loks reis hún upp, buguð af ósegjanlegri hrell- ingu, stumraði hægt yfir söngsviðið aftur og hvarf inn á milli pálmanna og óleandertrjánna

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.