Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Qupperneq 1
JAKOB ÆRLEGDR.
Eftir Fr. Marryat.
. SAUTJANDI KAPITULI.
Ohappaferð.
Svo liðu nú tvö ár, sem eg nenni ekki að
vera að þreyta lesarann á. Eg kom stundum
«1 Drúmmonds, og stakk hann fyrst upp á því
við mig að hætta við ferjumenskuna og ganga
1 þjónustu sína, en eg tók því fjærri og svo
var það ekki nefnt framar. Yfir höfuð fanst
roér eitthvert djúp staðfest milli þeirra og mín.
Skólameistarinn hélt áfram starfi sínu, snýtti sér
sér hátt og fór ekkert aftur að nota vöndinn.
Eg kom til hans flesta sunnudaga, sem eg gat,
°g hann gaf mér mörg góð ráð, og sýndi mér
fram á, að allur sjálfstæðisandinn í mér væri
ekki annað en hroki og sjálfsþótti. Turnbull
var mér altaf góður, en hnignaði stöðugt að
heilsu eftir kaldabaðið undir ísnum. Stapleton
reykti pípu sína og talaði um mannlega nátt-
Uru. Yngri Tumi var orðinn svo blindskotinn
i Marý, að hún gat alveg vafið honum um
fingur sér, lét stundum mjög líklega við hann,
en annað veifið lézt hún hvorki vilja sjá hann
ue heyra, en hann gekk eftir henni og gaf henni
siórgjafir. Eg hafði ekkert vald yfir henni fram-
ari og það var eins og hún setti sig út til þess
a^ gera alt það sem hún vissi að mér mis-
ikaði. Gamli Tumi setti upp spjaldið sitt og
ekk skjótt nóga atvinnu. Pað mátti sjá hann
f**an daginn skjökta í kringum báta og berja
1 botninn á þeim, og söng hann vísnaslitur
uieð af gömlum vana. Eg kom oft til hans.
jálfur var eg ekki ánægður. Eg fór að lesa
®kur og las hverja stund er á milli varð fyrir
mér> en við það lærði eg að finna, að staða
uiíu Og félagsbræður áttu ekki við mig — stóðu
N Kv. VII. 10
lægra en eg, og varð það ekki til að bæta úr
óánægju minni. En þó hélt eg atvinnu minni
áfram — og svona liðu tvö árin, þar til eg hef
aftur sögu mína.
»Jakob,« sagði Tumi við mig og reri að
mér, þar sem eg sat í bátnum mínum, »veiztu
að tími minn er á enda á morgun? þá er eg
laus — en hvað átt þú eftir?«
• Eina fimtán mánuði, minnir mig. — Viljið
þér bát, herra?* sagði eg við mann sem kom að.
»Já, tvær duglegar árar — en fljótt — mér
liggur á. En hvernig liggur straumurinn?*
»Bráðum ofan. Tumi, reyndu að ná í hann
Stapleton.*
»0 — Iátt’ hann eiga sig— egfer með þér.
Jones, biddu hann Stapleton að gá að bátnum
mínum meðan eg skrepp með honum,« sagði
Tumi við ferjumann sem við þektum.
»Eg hélt þú hefðir komið til að finna hana,«
sagði eg við Tuma um leið og við ýttum frá.
»Fari hún norður ogniður,* svaraði Tumi.
»Pað er ekkert hægt við hana að tæta.«
»A — eruð þið nú orðin tvö aftur?«
»Já tvö — tvö í einu og öllu — Tvö flón.
Hún er ofléttúðug, eg er ofskotinn í henni.
Hún hagar sér skammarlega við mig og eg þoli
henni langtof mikið. Og þó er það alt saman
eitt.«
»Eg hélt það væri alt tvent, Tumi.«
»En þú veizt að það er hægt að gera eitt
úr tvennu, Jakob.«
»Já, presturinn getur það, en þú ert ekki
prestur.*
»Eitthvað í áttina, því þú getur verið djákni,
úr því þú situr fyrir aftan mig.»
28