Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Qupperneq 2
218
NYJAR KV0LDV0KUR
Svo spjölluðum við saman, þangað til við
vorum komnir ofan að Lundúnabrúnni — þar
settum við manninn í land. En rétt í því kom
maður, riðvaxinn, lítill, ungur maður, og ekki
sem hreinlegast klæddur, og kallaði: »Viljið
þið vinna fyrir góðum ferjulaunum, drengir?*
»Hvert?«
»Til Gravesend, fuglar mínir, ef þið eruð
ekki hræddir við salt vatn.«
»t*að er löng leið,« sagði Tumi og hvísl-
aði svo að mér, »það kostar ekki minna en
tvær gíneur. — Liggur yður mikið á?«
»Og andskoti. Eg gæti vel mist af skip-
inu mínu. Hvað kostar farið ?«
Tvær gíneur, herra.«
»Jæja, komið þá með mér upp á veitinga-
húsið og sækið með mér dótið mitt.«
Við bárum farangur hans ofan í bátinn og
rerum svo ofan ána með straumnum. Farþegi
okkar var ræðinn mjög, og þóttist vera stýri-
maður á Immortalité, fregátu með fjörutíu fall-
byssum, sem lægi við Gravesend og ætlaði til
Down og bíða þar skipana. Við komum að
hlið fregátunnar seint um daginn og sáum við
flaggið veifast yfir skutborðinu. Sjór var mikill,
því að vindur stóð á móti straumnum, og höfð-
um við því fengið talsverða ágjöf áður en við
náðum að skipinu. En þegar við vorum við
skipshliðina, ruggaði það svo mikið, að við héld-
um að við mundum farast. En rétt um leið
og verið var að draga farangurinn upp, bar
að stórbát skipsins hlaðinn með vatni, og stefndi
stýrimaður bátsins honum svo, að hann lenti
á okkar bát, mölvaði hann í spón og sökk hann
þegar. Hræddur er eg um að það hafi verið
gert af ásettu ráði. Tumi og eg lentum á milli
skips og báts, en bátsmenn héldu honum frá
með árum og drógu ckkur upp. Flakið af okk-
ar bát rak aftur með, og sá aðeins á hníflana.
Við hristum okkur, fórum upp uppgöng-
una og báðum einn af offíserunum að senda
út bát til þess að ná ferjunni okkar.
»Taliðvið varaforingjann — hann er þarna,*
svaraði hann.
Eg gekk til hans og sagði: »Með leyfi,
herra — «
»Hvern andskotann vilt þú?«
»Bát, herra, til að — «
»Bát? Ja hver déskotinn.«
»Til að ná bátnum okkar, herra,« bætti
Tumi við.
»Náið honum sjálfir,« svaraði varaforingi,
kallaði á hásetana og skipaði þeim upp. »Topp-
inn upp, strengið jaðrana. Fljólt. Togið á rán-
um. Setjið stórbátinn. Bátsmannsmáti!«
»Hér, herra.«
sBlístra sjóliðunum og afturliðunum að
festa stórbátinn.*
»Já, herra.«
»Við missum bátinn okkar,« sagði Tumi
við mig. »Þeir hafa brotið hann og eiga að
ná honum aftur.«
Tumi fór Svo til stýrimanns þess er við kom-
um með og sagði honum frá vandræðum okkar.
>Eg þori, svei mér ekki að segja eitt orð,
því að eg hef sjálfur verið oflengi í landi. En
því i fjandanum gáðuð þið líka ekki að bátn-
um og skutuð honum frá, þegar þið sáuð stór-
bátinn koma?«
»Við gátum það ekki — það var verið að
draga farangurinn upp.«
sRað er nú satt — eg kenni í brjósti um
ykkur. En eg verð að gá að dótinu mínu« —
og með það fór hann.
»Eg ætla að reyna aftur,« sagði Tumi og
gekk til varaforingja. »Pað er hart að missa
bátinn sinn og lífsuppeldi, herra,« sagði hann
og tók til hattsins.
Hann hvesti á okkur augun, leit eftir, hvort
báturinn sæist, en rétt í því kom stýrimaður sá,
sem eg gat um áður, upp — hann hafði enn
ekki sagt til að hann væri kominn.
»Tumi,« sagði eg, »það er þarna jula við
skipshliðina — við skulum taka hana og ná
bátnum okkar.«
»Við skulum bíða ögn við og sjá, hvort
þeir vilja ekki hjálpa okkur, og fá að minsta
kosti ferjutollinn fyrst,« sagði Tumi, og við
gengum báðir aftureftir.