Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Page 3
JAKOB ÆRLEOUR.
219
»Kominn á skip, herra,« sagði stýrimaður
og tók með lotningu til hattsins.
»Þér hafið ver.ið lengur en þér máttuð,«
svaraði varaforingi, »og. svo verð eg að gera
út bát til þess að ná ferjunni fyrir slóðarskap
yðar.«
»Með leyfi, lierra, þetta eru rösklegir pilt-
ar,« svaraði stýrimaður, iRað yrðu ágætir liðs-
menn. Rað er ekki ómaksins vert að fara að
feyna að ná bátnum.«
Þessi bending hans til þess að geðjast vara-
foringja féll i góða jörð.
»Hverjir eruð þið, drengir?« sagði vara-
foringi við okkur.
»Ferjumenn, herra.«
»Ferjumenn? ja rétt. Og áttuð þið bátinn?«
»Nei, herra,« svaraði eg, »maðurinn, sem
eg læri hjá, átti hann.«
»Nú, svo þið áttuð hann ekki. Eruð þér
ferjunemandi?«
»Já, herra, við erum báðir nemendur.«
»Lofið mér að sjá námssamningana ykkar.«
»Við höfum þá ekki í vösunum.«
»Á hverju á eg þá að vita, að þið eruð
nemendur?«
»Við getum sannað það, herra, ef þér
óskið þess.«
*Já. eg óska þess — og eg veit að kap-
teinninn óskar þess.«
»Viljið þér láta sækja bátinn — hann er
n®rri horfinn.«
»Nei, drengir, til þess get eg ekki haft
skip hans hátignar.«
»Þá er bezt við förum sjálfir, Tumi,« sagði
eg og við gengum fram til þess að kalla á
ferjumann þann, er lá á árum sínum rétt við
fregátuna.
»Bíðum við, ekki liggur á; hvert ætlið þið,
Piltar?«
»Sækja bátinn okkar, herra.«
»Án míns leyfis — ha?«
»Við heyrum ekki fregátunni til, herra.«
•Reyndar ekki enn — en mér finst mjög
líklegt það verði innan skamms, að þið heyr-
ið *len»i til, því -að -þið hafið engin vegabréf.*
»Við getum sent eftir þeim og fengið þau
snemma í fyrramálið.«
»Velkomið, ef þið viljið; en þið getið ekk
búizt við eg trúi öllu, sem mér er sagt; hvað
áttu mikið eftir af þínum námstíma?« sagði
hann við Tuma.
»Minn tími er á enda á morgun, herra.«
»Á morgun, segir þú? Ja, þá hef eg þig
til morguns og pressa*) þig þá.«
»Ef þér haldið mér eftir nú, svo pressið
þér mig í dag, herra.*
»Langt frá. Rér verður haldið eftir, þang-
að til þú getur sannað, að þú sért ferjunemi.«
»Ja, þá er eg líka pressaður á námstíma
mínum.«
»Síður en svo. Pú heyrir ekki skipinu til,
fyr en þú ert settur á fæði í bókum þess. Eg
læt ekki setja þig á fæði í dag, og þá ertu
ekki pressaður.«
»Að minsta kosti pressaður af sulti,« svar-
aði Tumi; hann gat ekki látið vera að koma
gamanyrðum að.
»Eg skal senda þér nógan mat,« sagði
varaforingi hlæjandi.
»Pér lofið mér þó að minsta kosti að fara,»
sagði eg, því að eg sá að ef við ættum að
losast, var alt undir því komið að ná sem
fyrst í Drúmmond og biðja hann hjálpar.
»Hvaða vitleysa. Þið verðið að róa í bát
saman eins og áður. Mér þykir undireins svo
vænt um ykkur, strákar, að eg hef ekki skap
í mér til þess að skilja ykkur að.«
»Pað er hart að missa atvinnu sína á
þenna hátt,« sagði eg.
»Hér verður nóga atvinnu að fá og meira
en það,« svaraði varaforingi hlæjandi. »Og
svo eru það engin dauðans vandræði að þjóna
kónginum tvö —þrjú ár og fylla vasana með
hernámspeningum. Hvað finst ykkur um að
ganga í herþjónustu með frjálsum vilja?«
»Ætl’ við mættum fara stundarkorn í Iand
til þess að hugsa uni það,« sagði eg.
»Nei, eg er hræddar um að ráðningar-
') »Pressa« er það kallað, að taka menn nauð-
uga og setja þá á herskipin. 28*