Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Qupperneq 5
JAKOB ÆRLEGUR.
221
föt okkar beggja send. Tumi fékk bréf frá for-
eldrum sínum, en ekki nenni eg að skýra frá
efni þess. Rað var eins og vant er að vera,
þegar svo stendur á. Svo komu föt okkar, og
seinast kafteinninn. Margir voru þeir á skipinu,
sem aldrei höfðu séð hann fyrri, og voru þeir
allforvitnir að sjá hann og geta sér til þess
”af seglalagi hans» eða útliti, hvernig maður
hann mundi vera. Við Tumi vorum á gægjum
við skotvirkjahliðið, þegar bátur hans kom; en
Þegar eg fór að athuga hann betur, sá eg laut-
•nantinn, sem sat við hlið honum og þekti
hann þegar. Það var Wilson, offiserinn, sem
ætlaði að henda árina og braut bátinn, þegar
eg bjargaði bókaranum og skrifaranum. Eg
varð þessu feginn, því eg vonaði að hann
t^hi málstað okkar.
Bátsmaðurinn blístraði, kapteinninn kom upp
uPPgönguna og allir tóku ofan, skotliðarnir
heilsuðu með byssunum og lautinantinn, sem
stýrði þeim, heilsaði með því að láta oddinn á
sverði sínu síga niður á þiljur. Almáttugi mað-
Urinn tók kveðjunni með því að tæpa þumal-
fingri og vísifingri fremst á hornið á þrísperta
hattinum og lyfta honum svo sem þumlung.
hlann var hár maður og magur, beinamikill og
svo herðabreiður, að auðséð var að hann var
heljarmenni til burða; andlit hann var í fullu
samræmi við vöxtinn, hann var harðlegur á
yfirbragð, augun hvöss, nefið fallegt og rösk-
mannlega lagað, munnurinn stór og ágætlega
fentur. Alt andlitið bar meira vott um einbeitni
en hörku. Þegar hann brosti, fór honum það
Vei- Allar hreifingar hans og málrómur var
fastlegt og þiljurnar bifuðust undan tröllaskref-
um hans.
Svo lét hann kalla alla menn upp; þeir
. °mu, skipuðu sér saman og góndu á kaptein-
lnn líkast eins og sauðahópur á grimman hund,
en hann mælti svo til þeirra:
^Börn mín, úr því það er nú einusinni svo
omið, að við erum hér allir innan sömu borða,
er bezt við vitum strax, að hverju við göng-
nm. Eg ós£a ag 0fffserai mínir staifi nákvæm-
ega að herþjónustunni og hagi sér að öllu
nákvæmlega sem heiðursmenn. Eg óska að sjá
góðan aga meðal manna minna, og að þeir
séu verkaliðugir og reglusamir. Og það sem
eg óska, vil eg hafa—skiljið þið það? Hana
nú,« sagði hann og hleypti brúnum, »horfið
nú framati í mig og sjáið svo, hvort þið treyst-
ið ykkur til að glettast við mig.»
Fólkið gerði það og þóttist sjá það mundi
vera ráðlegast að eiga ekki við það; það var
auðséð á þeim. Og kapteinninn virtist ánægður
með niðurstöðuna og lét þá fara.
Regar þetta var búið, gekk eg til Wilsons
Iautinans, sem stóð afturfrá, og sagði við hann:
»Þér munið ef til vill ekki eftir mér, herra;
en við hittumst einusinni að kvöldi til, og þá
sökk með yður bátur — og þér spurðuð mig
þá að nafni.«
»Eg man það vel, vinur; þér heitið Ærleg-
ur -- er ekki svo?«
»Jú, herra.«
Svo sagði eg honum nákvæmlega alla sögu
okkar, og bað hann aðstoðar; en hann hristi
höfuð'ð.
»Kapteinninn okkar er undarlegur maður,«
sagði hann. »Hann hefur hin frekustu völd,
og enginn býður sér að þrjózkast við skipun-
um sjóherstjórnarráðsins nándarnærri eins og
hann. Ef það kæmi bein skipun frá sjóher-
stjórnarráðinu um að sleppa ykkur, mundi hann
gera það, en vanareglurnar lætur hann sér mjög
svo sama um. Og svo förum við að stimdu
liðinni. Samt skal eg tala við hann, en býst
við að fá á hann fyrir, því að það er varafor-
ingjans verk en ekki mitt.«
»En, herra, ef þér bæðuð varaforingja að
tala við hann?«
»Hann mundi ekki gera það, þó eg bæði
hann ; við höfurn altaf þörf á hásetum, og vara-
foringi veit fullvel, að kapteinninn er ófús á að
missa ykkur. Hann mun því ekkert segja fyr
en það væri orðið ofseint, og taka svo á sig
ábyrgðina af því að hafa gleymt því. Kaptéinn-
inn hefur svo mikið að segja, að hann getur
hvenær sem vill gefið manni meðmælingu til
þess að fá skip til forráða —og maður verður