Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Qupperneq 6
222
NYJAR KVÖLDV0KUR.
að sjá um sinn hag. En eg skal nú reyna það
samt, en eg gef ykkur litla von.«
Wilson gekk til kapteinsins, sem var þar að
ganga um gólf með varaforingja, heilsaði og
gat þess til að byrja með að hann þekti mig.
»Nú, ef þér þekkið manninn, hr. Wilson,
verður auðvitað að gera út um málið,« svaraði
hann með uppgerðarkurteisi, * hvar er hann?«
Við gengum fram, og eg sagði hvernig alt
hefði atvikazt. Rá svaraði kapteinninn : »Eg óska
altaf að alt sé skelt og felt. En þó eg hefði
pressað einhvern af prinsunum og kóngurinn
og drotningin bæðu mig á knjánum að sleppa
honum, gerði eg það ekki nema sjóherstjórnar-
ráðið skipaði mér það. Skiljið þið það?« Með
það fórum við.
Svona Ientum við þá í sjóhernum upp úr
þurru. Skipinu var ætlað að vera á flökti milli
Azoreyja og Madeiru um tvo mánuði til þess
að handsama þar nokkra kapara, sem höfðu
tekið þar enzk skip. Svo áttum við að hitta
aðmírálinn í Halifax og taka þar við af fregátu,
sem hafði legið þar um nokkur ár.
Við vorum ekki lengi að læra að þola sjó-
inn og lærðum fljótt að gera gagn, og það
svo, að yfirmennirnir tóku eftir okkur. Einkum
varð Tumi eftirlætisgoð þeirra allra, enda var
hann síspilandi og gerði alla káta með sér.
Einusinni datt sjóliði útbyrðis og barst aftur
með skipinu. »Eg óska að bjarga honum þess-
um, Jakob,« sagði Tumi og vatt sér útbyrðis.
»Og eg óska að hjálpa þér,« sagði eg og
steypti mér út á eftir honum. Við áttum alhægt
með að halda manninum uppi þangað til bát-
urinn kom og tók okkur alla upp. Regar við
komum upp uppgönguna, stóð kapteinninn á
miðþiljunum, reiddi kíkinn brosandi upp við
okkur og sagði:
»Eg heyrði til ykkar beggja, og eg gæti
óskað að eiga marga jafnóskammfeilna stráka
og þið eruð.«
Við vorum svo þarna á flökti fram og aft
ur á milli Kanaríeyjanna og Madeira, en sáum
aldrei neinn kaparann; liðu svo sjö vikur full-
ar, að ekkert var að sjá, og lofaði þá kap-
teinninn fimm gíneu verðlaunum hverjum þeim
er fyrstur sæi kapara. Voru nú allir á gægjum
sem gátu og máttu, og við Tumi ekki hvað
sízt.
Héræfingar fóru fram daglega, og tóku
menn að gerast vel liðfærir. A hverju kvöldi
voru menn kallaðir upp til skemtunar, eða til
að leika sér. Einn var sá leikur, sem var eft-
lætisleikur skipstjóra. Hann var í því fólginn,
að einti hásetanna gekk á undan og svo marg-
ir á eftir sem vera vildi, en þeir urðu allir að
gera það sama og sá sem á undan gekk, hvað
sem það var, og fylgja honum, hvert sem
hann fór. Leikurinn hét »fylgdu formanninum«,
og studdi hann mikið að því að gera menn
fima og liðmannlega. Tumi lét aldrei ganga
eftir sér, ef eitthvað skringilegt var á seiði;
hann varð foringi einn daginn. Hann hljóp
fyrst upp reiðastigana, út á rárnar, klifraði inn
á milli topptauganna, vo sig frá einu mastri
til annars eftir stögunum, hleypti sér ofaneftir
höfuðbendunum og sverti sig seinast í framan
með sóti við reykháfinn. Reir voru einir þrjá-
tíu á hælum honum og gerðu aliir hið sama;
hlógu þeir dátt og lá vel á þeim, enn offíser-
arnir dáðust að fimleika þeirra. Alt í einu datt
Tuma ráð í hug; blæjalogn var og dauður
sjór. Tumi fór eins og elding upp í reíðann
og út á hnokkann á beitiásnum; eg var næst-
ur honum og svo hinir á eftir. Óðara er hann
var kominn út á ráarhnokkann, spratt hann
upp, hélt í topptaugina, kallaði hátt upp
»Fylgið foringjanum« og eindembdi sér af
hnokkanum ofan í sjó, Eg var næstur, kallaði
líka: »Fylgið foringjanuuu, og fór sömu leið
— og svo gerðu allir hinir, hvort sem þeir voru
syndir eða ekki, því að minkun þólti að hika
við.
í sömu svifunum kom kapteinninn upp
tröppuna og þóttist sjá mann fara fyrir borð
— en það var Tumi. En svo kom öll hala-
fóran, þrjátíu talsins, tveir og þrír í einu, og
má geta nærri, hvað hann hefur orðið hissa —
hann hélt skipshöfnin hefði fengið æðiskast af
illum öndum eins og svínin forðum í biflí-