Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Qupperneq 11

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Qupperneq 11
JAKOB ÆRLEGUR. 227 bauð mér kompuna sína til þess að skrifa þar bréf eða gera hvað eg vildi, því að hann þurfti hennar ekki með næstu tvær stundirnar. Eg tók boði hans með þökkum, og þegar eg var kall- aður fyrir kapteininn, var eg búinn að jafna geðshræringar mínar og létta af hjarta mínu. “Jakob Ærlegur, þú veizt, að það liggur fyrir skipun um að láta þig Iausan,« sagði hann vingjarnlega; i>nú í kvöld verður þú send- ur yfir á «Astræa«; hún á að fara heim til Englands með skjöl og skýrslur. Rú hefur hag- að þér vel á meðan þú varst undir mínum yfirráðum, og þótt þú þurfir engra meðmæla weð eins og nú stendur, má það þó vera þér ánægja að vita, að þú hefur fullnægt skyldum þínum í þessari stöðu, setn þú hefur nú um sfund haft á hendi. Eg óska að þér líði vel °g æfin verði þér gleðileg.« Þótt kapteinninn gætti vel stigmunar þess, sem var á milli mín og hans, lá svo mikil •uanngEezka í hinum síðustu orðum hans, að Þau snertu hjarta mitt, og eg svaraði, að eg befði verið bæði glaður og ánægður þenna tíma, sem eg var undir yfirráðum hans og þakk- aði honum fyrir góðar óskir hans. Svo laut eg honum og gekk út úr káetunni. En kapteinninn sendi mig ekki beint yfir í Astræu, heldur sagði hann við varaforingja, að það væri réttast eg færi á land og fengi mér þar föt og annað sem ég með þyrfti. Seinna frétti eg að hann hefði hælt mér við kaptein- ,nn á Astræu og sagt honum að eg hefði feng- lð heldri manna uppeldi og væri ólöglega Pressaður. Afleiðingin af því varð sú, að þeg- ar eg kom út á Astræu, buðu offiserarnir mér að borða við borð sitt á heimleiðinni. __ fór á land, seldi víxilinn og útvegaði mér svo alt það er til þurfti til þess að koma fram sem heldri maður. Svo fór eg aftur út á Immortalite og kvaddi offiserana og þá af fólkinu, sem eg hafði kynzt mest. Skilnaður °kkar Tuma var raunastund, og eg varð þess ^ar, að þessa fáu daga, sem eg hafði verið í urtu, hafði hann látið talsvert á sjá í útliti. *Jakob,« sagði hann, »láttu þér ekki detta í hug að eg öfundi þig af gæfu þinni — síður en svo —eg þakka guði fyrir, og það enn bet- ur, en þó eg hefði fengið þetta sjálfur. En eg get ekki að því gert að verða hryggur við að hugsa til þess að verða að skilja við þig — og það liggur altaf illa á mér, þangað til eg hitti þig aftur.« Eg tók upp aftur heitorð mitt um það að útvega honum lausn og neyddi hann til að þiggja alla þá peninga, sem mér fanst eg geta án verið; svo fór eg af fregátunni og lá lítið betur á mér en aumingja Tuma. Okkur gekk fljótt og vel heim. Við höfðum stöðuga útnyrðinga og skilaði fljótt áfram, og það voru ekki fullar þrjár vikur Iiðnar þegar við vörpuðum akkerum við Spithead. Rað má geta því nærri hvað ánægður eg var með breytingu þá, sem orðin var á hög- um mínum, enda hafði eg aldrei verið kátari og aldrei átt skemtilegri félagsskap enn með offiserunum á Astræu. Við vorum orðnir beztu vtnir þegar við skildum. (Meira). Múrarinn léttlyndi. Læknir nokkur segirsvofrá! Múrarinn Heim datt ofan í kalkgryfju, svo fingurnir á vinstri hendi hans höfðu bæði tognað og brotnað. Rað hafði því mikinn sársauka í för með sér, þegar egvaraðkoma þeim í lag og binda um hendina, en múrarinn kveinkáði sér eigi hið minsta. Þegar það var búið sagði hann glað- lega: Jæja, Iæknir góður þá, er nú þetta bráð- um komið í lag aftur.« »Já, það vona eg.« »Ætli jeg geti leikið á fortepíanó, þegar mér batnar í hendinni?« »Já, það er jeg sannfærður um að þér getið.« — sRarna sjáið þér, læknir góður, að ekkert er svo ilt, að ekki fylgi nokkuð gott. Jeg hefi aldrei á æfi minni haft tíma til að læra að leika á fortepianó, en nú heitið þér, mér því, að eg skuli geta það, að eins fyrir þessa lítilfjörlegu byltu.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.