Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Blaðsíða 12
228 NYJAR KVÖLDV0KUR. Á RANGRI HILLU. Eftir Stg. Framh. Rað þarf fjölda manna við kolin. Pau eru borin á baki frá skipshlið og upp í verksmiðju, sem ekki stendur fast við bryggjuna. Pað veru um þrjátíu karlmenn sem bera þau, og flest íslendingar. Peim var ákaflega heitt, og svitinn rann of- an andlit þeirra. Margur þeirra hefur víst óskað, að sólin skini ekki svona heitt, og svolítill vindgustur mætti blása. Peir voru þögulir og þreytulegir útlits og gengu bjúgir undir kola- pokunum götuna,. hver á eftir öðrum, einlægt í sömu röð. Sigurður frá Hvannkoti var einn á meðal þeirra sem báru kolin. Pað er orðin mikil breyting á útliti hans, frá því við sáum hann síðast, undarleg og ó- skiljanleg breyting á svo skömmum tínia. Hann var horaður í andliti, og útlitið var alt hálfveiklulegt; hann var reikull í spori, og gekk að heita mátti eins hálfboginn til baka eins og hann hafði gengið með fullan pokann. — Það mátti lesa óþreyju, söknuð og megna óánægju útúr svip hans. — Nú sá hann eftir öllu saman. — Honum var nú orðið Ijóst, hví- líkt glappaskot hann hafði gert, með því að flytja úteftir. Hann var farinn að eldast og orðinn slitinn, því altaf hafði hann unnið frá því hann var barn, en sveitavinnu, heyskapar- vinnu að sumrinu til, og við fjárhirðing á vetrum. Pað var starfi sem átti við hann. Og þó hafði hann ekkert hugsað útí þetta, þá er hann réð að flytja frá Hvannkoti; hann fann það fyrst, er hann fór að strita hjá Óla Níels- sen. Nú var það orðið honum Ijóst, hve heitt hann unni sveitinni, skepnunum, og öllu sem að búskap laut, og hve frábitinn hann var þeim störfum sem hann nú hafði á hendi. Pessi jarð- vegur sem hann nú lifði í, átti alls ekki við hann, og var honum óhollur. Hann var kom- inn á ranga hillu. — Hjá Óla Nielssen var hann búinn að vinna rúman mánuð, og var ráðinn hjá honum til hausts. Þarna hafði hann stritast dag eftir dag, ýmist að bera koi, möl eða sand ellegar þá að moka og grafa, í brennandi sól- skini og steikjandi hita, svo kvalræði var að þurfa nokkuð að róta sér. Þetta máttu að vísu fleiri hafa, var hægt að segja. En þeir áttu ekki annars völ, og svo voru þeir þessari vinnu vanari en hann, og hraustari. Nú varð hann úrkula vonar um að geta tekið jarðarhorn aft- ur; það varð séð fyrir endann á því. Þeir voru óhepnir með það, verkamennirnir hans Óla Nielssen, að verkstjórinn þeirra var einhver sá versti, sem hugsast gat undir sól- inni. Hann var Norðmaður. Það var eins og hann hefði augun alstaðar, og varla mátti nokk- ur standa, til að rétta úr sér og þurka af sér svitadropana, svo karl væri ekki þar kominn, og farinu að gefa þeim sem í hlut átti í skyn, með miður liprum orðum, að hann væri þar til að vinna, en ekki til að standa og slæpast; og ætíð var hann ruddalegur og hastur í fram- komu. Honum var þó sérstaklega gjarnt að ýta undir Sigurð, eins og yfirhöfuð alla sem minni máttar voru, og sjaldan báru hönd fyrir höfuð sér. En það er nú sannast að segja, að öldruðum og slitnum mönnum eins og Sigurði veitir ekki af að hafa þolanlegan verkstjóra yfir sér, þegar þeir vinna þrælavinnu. Sem næst hundrað pundum áttu að vera í hverjum poka, er burðarmennirnir báru frá skipshliðinni uppí húsið; það áttu þeir að sjá um, sem í lestinni voru, og mokuðu uppí pok- ana. En lestarmennirnir máttu hafa sig'alla við til að hafa undan þeim sem báru, og gátu því ekki verið að hnitnúða svo mjög í pokana enda voru þeir nokkuð misþungir, sumir meir en hundrað pund, sumir minna. Að aflíðandi hádegi lenti Sigurður á mjög þungum poka; mun hafa verið nálægt hundrað og fimtíu pundum í honum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.