Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Side 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Side 13
A RANGRI HILLU. 229 Sumum finst það nú ef til vill berandi byrði; en aðgætandi er, að mennirnir höfðu nú bor- ið kol í marga daga, og voru orðnir mjög að- þreyttir. Og af því Sigurður var lítill krafta- maður, var pokinn ofraun fyrir hann. Samt hélt hann af stað, er lyft hafði verið upp á hann, annað dugði ekki. Verksmiðjan stpð lítið eitt hærra en bryggj- ani og kippkorn frá henni; tóku nokkrar stein- tröppur við þar sem bryggjunni slepti og knapp- ast var, en síðan gengu menn sniðhalt upp að husinu. Sigurður átti nú ekki í þetta sinn að fara *engra en í fjórðu tröppu; þar skruppu hon- um fætur, svo hann féll flatur, en kolin tvíst- ruðust. Sá sem næstur honum gekk stanzaði eitt augnablik, en hélt svo áfram með poka sinn, °g hinir allir. Verkstjórinn var líka kominn bar að. ‘Hver fjandinn bagar þér maður,« sagði hann við Sigurð, sem lá þar í tröppunum, og hélt annari hendinni utanum hægra hnéð. »Þú vaslir uppyfir þig, eins og skotinn rakki; stattu a fætur, mannskræfan, svo menn geti gengið um fyrir þér.« Og til frekari fullnægingar þess- um orðum sínnm, bjóst hann til að spyrna fæti við Sigurði. Þá var gripið í öxl hans, og heldur óþyrmi- lega, svo hann hröklaðist aftur á bak, og var uær því dottinn við. Sá sem þetta gerði hét Arni, 0g átti heima þar í þorpinu; þreklegur uiaður og kjarkgóður, og svarinn óvinur verk- stjórans; höfðu þeir átt í höggi fyr. »Heldurðu að maðurinn hafi lagst fyrir úr leti, aulinn þinn? spurðu hann heldur hve •uikið hann sé meiddur, og. ..« Meira fekk Arni ekki sagt, því þá varð hann að víkja sér undan höggi, sem verkstjóri ætlaði honum fram- an á nasirnar. Árna tókst það fimiega; en höggið lenti á kjálka þess sem fyrir aftan hann stóð. Sá var kallaður Sveinn í Búð, afarmenni að burðum, illharður og fylginn sér, en fólsku- menni þegar hann reiddist. Hann átti sér einkis von þar sem hann stóð; hann hafði ekkert lagt til þessara mála, og ætlaði sér ekki að gera það, En er hann fekk kinnhestinn, varð hann sem vonlegt var óður við, og rauk á verkstjór- ann af reiði mikilli. Þó hinn síðarnefndi væri knappur maður, hafði hann þó ekkert að gera í hendurnar á Sveini, allra sízt er hann var jafn reiður sem nú. Það leið því ekki á löngu, áður en Sveinn hafði verkstjórann undir sér; Iét hann þá óspart kné fylgja kviði, og fór illa með hann; því nú þurfti Sveinn að hefna sín sem bezt, bæði að fornu og nýju. En kolaburðarmennirnir stóðu þar-í þyrping utanum þá, og datt víst engum þeirra í hug, að rétta verkstjóra sínum hjálparhönd, þeim var óspart, þó um hann væri jafnað. í þessum svifum bar eiganda verksmiðjunn- ar þar að, og viku menn þá frá, Sveinn hætti líka að lúskra verkstjóranum, sem þá var orðinn alldasaður. Sigurður var líka staðinn upp; hann var fölur og riðaði á fótum, hægra hnéð gat hann ekki krept; liðurinn hafði eitthvað raskast, en þó ekki gengið alveg úr skorðum. »Hvað gengur hér á,« spurði Nielsen er hann kom; hann var fölur í andliti, og röddin skalf lítið eitt; það var vottur þess, að hann var reiður. »Seg þú mér það Brandur Búason,* og það gerði sá sem yrt var á; sagði rétt og satt frá öllu. Nielssen sá að Sigurður var mikið veikur, og lét hann strax fara heim; hina bað hann aftur taka til starfa. En verkstjórinn fór inn með honum, Og hvað sem þeim hefur á milli farið, þá er það víst, að miklum stakka- skiftum tók verkstjórinn við þetta, svo hann mátti heita allur annar maður eftir það. Það er komið fram um miðjan september. Sigurður varð hættulega veikur eftir atburð þann, sem áður hefur verið lýst. Hann lá marga daga með óráði, og þótli lækninum eins víst að dagar hans væru taldir. Það var fleira en eitt sem að honum gekk. Aðalveikindin hvað læknirinn stafa af því, að æð hefði stíflast í höfði hans. Svo hafði hægri fóturinn undist

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.