Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Page 14
NYJAR KV0LDV0KUR
2 30
til um hnjáliðinn og vatn hlaupið milli liða,
sem kallað er; þó varð Sigurður fljótt jafn-
góður af því, en með hitt var hann lengur að
ná sér. Skamt eitt var liðið frá því Sigurður
fór að klæða sig, og en hafði hann ekkert
handarvik mátt taka. Nú voru skipin að hætta
veiðum hvert eftir annað, og vinnutíminn við
síldina því á enda, nema í verksmiðjunni.
Aldrei höfðu bágindin og hinar erfiðu
kringumstæður þrengt svo að þeim Sigurði og
Rórunni sem nú; aldrei til líka við það. Nú
lá aðeins einn vegur fyrir þeim: það var að
Iáta hreppinn taka við sér. Eins og þeim þótti
það líka gott, eða hitt heldur, því altaf höfðu
þau reynt í sinni búskapartíð að skirrast við
því að þiggja af hrepp. Það var með naum-
indum, að þau höfðu það sem þurfti til lífs-
viðurværis um sumarið, sem nú var á enda;
og það með því að Þórunn varð að leggja
óvenjumikið á sigi Nú stóðu þau allslaus uppi
undir veturinn.
Jóhanna vann eins og víkingur þó farin
væri að eldast; en hana munaði ekki heldur
lítið um það, hve systir hennar hjálpaði upp
á hana með matinn. Rórunn þurfti einlægt að
vera heima, til að sjá um fæðið handa þeim
og börnunum, og stunda veikan manninn. Hún
eldaði þá líka matinn handa systur sinni, svo
hún þyrfi sem minst að tefjast frá vinnunni.
Þetta kom Jóhönnu mjög vel, og hún lét syst-
ir sína njóta þess. — En þá kom annað til
sögunnar, sem leiddi til hins versta. Öll þessi
óhappa afdrif og bágindi lögðust mjög í geð-
ið á Sigurði, og lá við hann yrði hálf sinnis-
veikur útúr öllu saman. Regar geávonzkan
hljóp í hann, bytnaði hún á konu hans, og
bættist við aiinað ilt, sem hún hafði við að
stríða. Þetta líkaði Jóhönnu stórilla, og var
hún Sigurði mjög reið fyrir, að hann lét geð-
vonzku sína bytna á konu sinni saklausri.
Jóhanna kendi honum um ófarirnar, hann
væri sú mesta mannleysa sem til væri og gæti
víst hvergi lifað; systir sín væri illa farin að
eiga hann fyrir mann og þar fram eftir göt-
unum. Hann kendi henni aftur, sagði hún hafði
tælt þau úteftir. Svo rifust þau í vonzku. Og
þar kom að lokum, að hún vísaði honum út
úr húsi, með alt sitt, einn góðan veðurdag.
En húsaleigu gaf hún honum upp, eða lét
hana mæta því sem systir hennar hafði hjálp-
að upp á hana. — Þau fluttu allan farangur sinn
út á hólinn fyrir austan húsið. Par stóðu þau
yfir því, uppgefin og ráðalaus með öllu. Pór-
unn kjökrandi með krakkana við hlið sér, og
Sigurður hálf skjálfandi af hrygð, reiði og ves-
öld. En þá vildi einmitt svo til, að Jón í
Hvammi bar þar að. Hann varð ekki lítið hissa
á að sjá þau þarna; um sjúkleik Sigurðar vissi
hann áður, en að endirinn yrði svona, hafði
hann aldrei gert sér f hugarlund.—Við höfum
heyrt það áður, að Jóni var vel til Sigurðar;
en auk þess var hann hjartagóður maður, og
höfðingi í lund. Og hverjum hefði ekki runn-
ið til rifja að sjá þau þarna?
»Þetta tjáði eg þér í fyrravetur, er þú sagðir
kotinu lausu, að þú mundir ekki feitan kött
flá hár. Pú áttir aldrei hingað að fara, ekki
einusinni láta þér detta það í hug. Pað var
hin mesta yfirsýnd af þér. Peir eru svo marg-
ir hér, sem verða að stunda þessa atvinnu,
sökum þess, að þeir hafa ekki um annað að
velja; þeir hafa engin tök til að lifa af land
búnaði eins og við, og eru því frábitnir, eins
og þú ert þessum störfum frábitinn. En hér
eftir veiztu til hvers þú ert hneigður, og hleyp-
ur ekki á þig í annað sinn. —
Það stendur svo á fyrir mér, að mig vant-
ar fjármann í vetur, og til þess starfa vildi eg
engan fremur en þig; þessvegna bið eg þig
nú að fara til mín. Konuna og börnin getur
þú haft með þér; hún getur verið í húsmenzku;
og unnið fyrir mat sínum ef hún vill. Kúna
getið þið líka haft með ykkur, eg skal gefa
þér fóðrið hennar; það væri sárt að drepa
hana rétt fyrir burðinn.« —
Pað varð löng þögn eftir að Jón hætti að
tala. — En hún lýsti betur en nokkur orð svari
hjónanna, og þakklæti þeirra.
(Endir.)