Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Síða 20
236 NÝJAR KV0LDVÖKUR. Arthúr sá auðvitað engin ráð til að borga. Honum hafði altaf fundizt þetta líf svo á- nægjulegt. 011 vinna fanst honum viðbjóðsleg og neyðin svo óþolandi, að hann varð þess vegna að taka það eina úrræði, sem gat fuil- nægt þörfum hans, þjófnaðinn. Hann gerði það ekki af því hann fyndi nokkra Iöngun hjá sér til að stela. Ef hann hefði haft nægilega pen- inga, mundi hann hafa verið hinn heiðvirðasti maður eins og félagar hans. Hann stal einungis til að halda stöðu sinni sem glæsilegur og skemtinn samkvæmismaður. Kæmu einhver óhöpp fyrir var alt tapað að eilífu. En peninga átti hann nú einusinni ekki, og síðan faðir hans dó, eða frá því hann var 22 ára, hafði hann altaf lifað af annara peningum, en talið fólki trú um, að hann lifði af eignum, sém móðir hans hefði látið eftir sig. Pessi atvinna, sem hann valdi sér, var mjög arðberandi. En í hvert skifti sem hann ætlaði út að stela, þjáðist hann af hugarangri og kvöl- um. Hann var næstum úrvinda af ótta og gagntekinn af hræðsiu um það, að hann yrði nú staðinn að verkinu, og var eins veikur og hræddur eins og það hefði átt að flytja hann upp á skurðarborðið. En hann komst þó æfin- Iega vel frá því öllu, bæði fyrir það, að hann var mjög laginn og fimur, og svo líka vegna þess að hann bar sig vel, umgekst einungis hefðarfólk, sem bjó í skrauthýsum eða stórum veitingahúsum. Hann stal ekki hversdaglega, en sat um þau tækifæri, sem mundu gefa hon- um góðan arð. A þessum tíma ársins hafði hann valið sér þýska baðstöð fyrir iðn sína. Hann 'bjó á helzta veitingahúsi baðstöðvarinnar og hafði með sér mjög mikinn farangur. Undir eins fyrsta daginn sem hann kom þangað, fékk hann augastað á amerískri konu, sem hélt þar til og hét Aurora Simpson. Það var ekki gott að geta sér til um aldur hennar sökum þess, að hún gekk með eldrautt parruk og hafði skjallahvítar falskar tennur. Andlitið var alt málað og kinnarnar og varirn- ar auðsjáanlega altof rauðar. Vöxtinn lagaði hún sýnilega með lífstykki og smákoddum til og frá um líkamann, þar sem bezt þótti fara að bæri mikið á. Hún var ekkja eftir fiski- kaupmann nokkurn, sem hafði látið eftir sig 30 miljónir króna. Aldrei lét hún sjá sig nema hún bæri utan á sér demantsnálar, perlubönd og annað skraut, mörg hundruð þúsund króna virði. Arthúr hugsaði með sjálfum sér, að nú á endanum gæfist honum það tækifæri, sem hefði lengi vakað fyrir honum. I 10 daga hafði hann altaf setið við matborðið bæði á morgnana og miðjan daginn á móti frú Simpson, talað við hana og sýnt henni ýmsa kurteisi, meðan hanr. lagði áform sitt í kyrþey. Áform hans var mjög óbrotið. Eftir snæris- stiganum gat hann klifrað út um'gluggann sinn og niður á veggsvalirnar fyrir utan svefnher- bergisdyrnar frúarinnar. Að utan hafði hann séð, að hún Iét glugg- ann sinn æfinlega vera hálfopinn, og hún hlaut að sofa mjög fast, því hún hafði það fyrir venju að styrkja sig allvel á portvíni, áður en hún fór að sofa. Undanfarándi nætur hafði hún ekki vaknað við skammbyssuskot, sem af til- viljun hafði verið skotið í garðinum fyrir utan. Hann hafði hugsað sér að læðast inn í herbergið og tryggja sér svefn hennar með klóró- formi. Þegar hann væri jbúinn að þvi væri auðvelt að finna allar perlurnar og demantana. Áður en hann klifraði upp í herbergi sitt aftur, hafði hann hugsað sér að renna stiganum, sem hann hafði í vasanum, niður af veggsvölunum fyrir utan gluggann hennar og ofan í garðinn, til þess að svo Iiti út, að þjófurinn hefði kom- ið að neðan inn um gluggann. Pegar hann væri svo kominn upp til sín, skyldi hann svo draga upp snærisstigann, sem hann fór eftir, og kasta honum svo langt út sem hann gæti. Rýfið skyldi hann fela í stígvélahælunum, þeir voru útbúnir til þess. Rað var hans eigið hugvit að finna upp á því að útbúa stígvélahælana svo, að þeir yrðu hcntugir til þess, enda var liann mjög hreyk- inn yfir því með sjálfum sér. Rað var honum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.