Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Qupperneq 22
238
NYJAR KVLÖDV0KUR
ritað er á íslenzka tungu. Pað er að vísu eigi
svo mjög skapandi ímyndunarafl eða stórfeng-
leg hugkvæmni, sem brýzt fram í skáldskap
hans; og það eru engin stórmál mannlífsins,
sem hann dregur til enda í sögum sínum. Rað
eru engir forgangsmenn stórgerðra framkvæmda
eða hugsjóna, sem hann málar; það er eins og
hann ráði ekki við þá. En hann hefur ráð á
stíl, fegri og viðfeldnari en nokkur annar, og
þessari nákvæmni að smjúga inn í lundarfar
og hugsunarlíf þeirra, s6m smáir eru og lítið
ber á í mannlífinu, ekki sízt þeirra, sem eiga
eitthvað bágt. Og svo annað: þó að stundum
virðist svo, sem það lakara í mönnunum virð-
ist verða ofan á í sögum hans, er þó eitt víst,
að trúin á sigur hins góða hefur yfirhöndina.
Og það er mikilsvert. Rað góða getur oft sigr-
að, þó að það virðist verða í minni hluta að
yfirvarpi eða í bráðina. Og sjaldan bregður
hann fyrir sig neinu kaldranaspotti; kuldahlát-
urinn að heimskunni og ilskunni kemur sjaldan
upp. Hann er ekki bölsýnismaður.
Frá ýmsum hliðum eru fimm smásögur, og
könnumst við öll við þrjár af þeim, sem lesið
höfum Skírni árin 1908 og 1909. Af þeim
sögum virðast mér Vistaskifti vera einna veiga-
mest, líklega af því að hún er auðskildust,
enda þótt efni það, sem hún hefur tekið til
meðferðar, skammarleg meðferð á umkomu-
Iausum sveitardreng, muni tæpast eiga sér stað
í þeirri mynd, sem það er fram sett, nú á dög-
um. En ef svo væri, þá ætti alstaðar skömm-
in að bytna á þeim níðingum, sem gera sig
seka í því, eins tilfinnanlega eins og hún bytn-
ar á Rorgerði í Skarði. Niðurstaðan á marjas
er ágæt, og heimilisháttunum þar á bænum er
mjög vel lýst. Á vegamótum verður líklega
sumum nokkuð torskilið, en vel og glögg-
lega er þar lýst eðlismun skapferlis og fram-
komu karls og konu, þar sem Sveinn og Stein-
unn eru, prestshjónin. Rað verður oft að berj-
ast með lagi, þegar við valdið er að eiga, til
þess að slá vopnin úr höndum þess, eða að
minsta kosti gera höggin skaðminni en þeim
er ætiað áð verða. Konan sér það ekkí, og
verður því æst og áköf, þangað til maðurinn
hennar ér búinn að sýna henni það með hægð
og lagi, hvaða ráð hafi verið bezt — og einu
úrræðin sem hann gat beitt, til þess að draga
úr ranglæti kaupmannanna og sýslumannsins.
Tvær síðustu sögurnar eru nýjar; Anderson
og Oskin. Anderson er spretthörð saga af Vest-
ur-fslendingi, sem kemur heim eftir 25 ára
Vesturheimsvist til þess að hefna sín á frænda
sínum, sem hefur beitt hann rangindum og
svikum í bernsku. Aðalefnið ér það, að það
er aldrei svo hægt að breiða yfir gamlar synd-
ir, aldrei hægt að urða þær svo djúpt, að þær
geti ekki komið upp úr kafinu. Þær eru eins
og Faxahausinn í Örvar-Oddssögu—j>ær blása
upp þegar menn eiga sízt von á. Annars er
Anderson þessi ekki geðfeldur maður, hann
lætur vaða með súðum, og þegar hann er að
kvelja Porgrím á hinum gömlu syndum hans,
og neyðir hann til þess að sleppa stelpunni,
sem hafði stolið beltinu, og gefa henni það í
tilbót, þá kann hann sér ekki hóf; hann ætlar
með oflæti sínu að kúga Rorgrím til þess að
eiga hana. En þá tekur Ingibjörg fram í og
spyr, hvort hann ætli nú að gera níðingsverk;
— ekki á Þorgrími, heldur á stelpunni. Þá átt-
ar hann sig og sleppir því. Anderson er ósvik-
inn Yanki, Vesturheimsmaður, ötull og fylginn
sér og sést ekki fyrir, rífur allar stíflur og
kann ekki að fara hægt. En glæsiménni er hann
mitt í öllum rostanum og tekur »með trompi«
alt sem hann ætlar sér, og Ingibjörgu líka og
Grundina með —og hefur þó ekki kynst henni
nema einu eða tvo klukkutíma. Það er ef til
vill nokkuð fljótt að undið af Ingibjörgu að
lofast honum þarna undireins—en hún um það.
Það verður þó altaf álitlegra en halda áfram
við Þorgrím, og það þó að hann væri bæði
hreppstjóri og alþingismaður. Óskin er fallegt
æfintýri, sem er leikið á milli himins og jarð-
ar, og bendir á trú höfundarins á það góða
og á það, að framtíðartakmark mannanna sé
að komast upp — áfram — upp á við til æðri
þroska, og það í gegnum áreynsluna — vinn-
una. í henni, áreynslunni og vinnunni, er sú