Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Blaðsíða 3
JAKOB ÆRLEGUR 243 »Eg hef ekki lofað honum neinu, — en því kom Tumi ekki aftur til þess að hafa gát á mér? Eg get ekki setið hér alein og gónt. Enginn er til að tala við mig. Pabbi situr alt- af í ölhúsinn — og einhver verður að tala við mig. Og svo er Tumi farinn, og verður Eurtu, hver veit hvað lengi, og fjærveran lækn- ar ástirnar karlmannanna, þó það sé ekki svo með kvenfólkið.c: ^Það er eins og þér ætlið að eiga tvo strengina til á bogann, ef annar kynni að bila.c »Já, það er gott að eiga varastreng, ef annar kynni að slitna,« svaraði Marý með á- kefð; »en svona er það altjend, aldrei getur staðið ver á fyrir mér en nú. Æfinlega, þegar eg geri eitthvað, sem gæti sýnzt ekki rétt, skal það ekki bregðast, að þér þurfið að rekast Inn, þegar maður á sízt von á, eins og þér væruð fæddur til þess að skúta mig sífelt út.c “Segir ekki samvizkan yður það sama, Marýpj »Hr. Jakob.c sagði hún með æsingi, »þér eruð ekki skriftafaðir minn. En gerið eins og yður finst réttast — skrifið þér Tuma og seg- *ð honum alt það, sem þér hafið séð og alt Það sem þér ímyndið yður —gerið bæði hann °g mig ógæfusöm — gerið það — eg bið yður um það — það væri gott vináttubragð yður; og úr því að þér eruð nú orðinn fínn 0g göfugur herra — verður yður líklega mikið fyrir að telja Tuma trú um, að eg se flenna og hafi verið honum ótrú.« Og svo lagði hún hendurnar fram á borð- ið 0g andlitið síga ofan á þær. »Eg er ekki kominn til að vera dómari yð- ar, Marý. Pér getið lifað og látið eins og yð- ur synist, án þess að eg skifti mér agnarögn því. En Tumi er aldavinur minn, og eg læt mer ekki hans gæfu á sama standa; við höfum verið svo lengi saman, að eg þekki vel allar t'lfinningar hans, og eg verð að segja það, að haf' nokkur maður nokkurntíma bundizt kven- ■nanni verulega fast með lífi og sálu, svo hef- ur hann bundizt yður svo. Og eg vil bæta því við, að ef nokkur karlmaður'á skilið að vera elskaður, þá er það Tumi. Pegar við skild- um fyrir mánuði, bað hann mig endilega að koma til yðar og sannfæra yður um trygð sína, og nú er eg einmitt að útvega honum frelsi, til bess að hann geti komið heim aftur. Allar hugsanir hans snúast um það, og hann bíður með óþolinmæði úrslitanna, til þess að kom- ast heim til yðar aftur. Pér getið nú bezt ráð- ið áf því, hvort heimkoma 1 hans á að valda fagnaðarsælli gleði eða ekki.c Marý leit upp; hún flóði í tárum. »Svo hann kemur þá fljótlega heim aftur og eg fæ aftur að sjá hann. Pað skal engin ógæfa stafa af heimkomu hans, ef eg get stutt að hamingju hans — nei, sannarlega ekki, hr. Ærlegur. En eg ætla að biðja yður að segja honum ekkert af hinni heimskulegu hegðun minni — ó, gerið það ekki — til hvers ætti að gera honum sorg? í öllum bænum, segið honum það ekki; eg skal aldrei gera það aft- ur. Lofið mér því, Jakob — ætlið þér að gera það?c Hún greip hönd mína og horfði bæn- araugum framan í mig. »Eg skal engum friði spilla, Marý; en mun- ið það, að eg geng fast eftir, að þér haldið heit yðar.c »Pað skal eg gera, og það því fremur, sem fljótlega er von á honum heim. Eg held eg geti það. En eg vildi svo feginn að eg væri ekki svona mikið einmana. Eg vildi óska að Tumi væri heima til að gæta mín, því það getur enginn nema hann. Eg get ekki gætt mín sjálf, svo að í lagi sé.« Eg sá það á henni, að henni var alvara, og því sættist eg við hana, sat hjá henni tvær stundir og talaði um Tuma. Hún var aftur orðin kát og glöð, þegar eg fór og sagði við mig seinast orða með gletnissvip: »Nú skuluð þér sjá hvað skynsöm og gætin eg get verið.c Svo fór eg að finna gamla kunningja minn, Stapleton, og sat hann eins og vant var úti fyrir ölhúsinu og reykti pípu sina. Hann þekti mig ekki fyrst, og bar lófann upp að eyranu af gömlum vana, þegar eg talaði til hans, og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.