Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Page 6
246
NYJAR KV0LDVÖKUR
»Pegi þú kona, þegi þú,« sagði skóla-
meistari, því honum óx hugur við ádrykkjuna,
»þegi þú, segi eg; eg vissi hvorki um það,
að þú hafðir rottuboga í búrinu fyrir hendur
mínar né heldur að þú hefðir brennivín fyrir
munninn á þér. Og úr því eg lenti í öðru,
var ekki nema mátulegt eg lenti í hinu líka;
framvegis skal eg vatast hvorttveggja. Fáðu
mér vatnsfatið, til þess eg geti dregið úr verk-
junum í hendinni á mér, og berðu þig að út-
vega Jakob eitthvað að borða — og láttu þér
svo renna reiðina.«
Kerling lét sér segjast, er hún sá að skóla-
meistara var alvara, og fór nöldrandi burt.
Köldu bakstrarnir drógu úr verkjum skóla-
meistara og við tókum tal saman.
Nú sagði eg honum alla sögu okkar; mint-
ist eg á Tuma,' og þótti honum ilt að hann
væri nokkuð i þingum við Marý, því að hún
mundi aðeins leiða hann í villu og glötun.
Rétt á eftir kom ráðskonan inn og var henni
þá runnin reiðin; hafði hún vatnaskifti við
skólameistara. Sýndi hann mér enn fram á að
allur sjálfstæðisandi minn hefði verið einber
hroki og kannaðist eg vel við það, en gat
þess þó, að aldrei hefði Drúmmond ánýjað
tilboð sitt, og sagði hann það satt vera, og
enda búizt við að eg mundi ekki taka því.
En hann sýndi mér fram á að hann hefði alt-
af viljað mér vel, og verið vottur og ráðanaut-
ur Turnbulls við erfðaskrá hans. »En hann
hélt þú hefðir gott af því að temja huga þinn
við herþjónustu um eitt ár, en altaf var hann
sannur vinur þinn,« sagði skólameistari.
»Rvf trúi eg vel. Eg vona að honum og
fólki hans líði vel.«
»Rað var alt með beztu heilsu seinast er
eg vissi. En eg hef sjaldan komið þar síðan
Turnbull dó. En Turnbull hnignaði mjög að
heilsu af áhyggjum fyrir þér, eftir að þú fórst.
Eg var við banasæng hans, Jakob, og eg held
hann hafi verið vandaður maður og fái góðra
þjóna laun. En undarlega talaði hann, svipað-
ast eins og þessi mannspartur, sem þú kallað-
ir Tuma. »Og það er ekki til neins,« sagði
hann. ’sitjandi í stólnum sínum; það var hlað-
ið um hann koddum, og hann var ekkert orð-
inn nema beinin og gekk upp úr honum tært
blóðið, »að vera að hella í mig þessu gutli
frá læknunum. Akkerið mitt er til, og eg fer
bráðum að draga það upp til þess að hefja
ferð mína til himnaríkis. því að eg vona að
eg eigi þar góða höfn vísa.« »Eg vildi feginn
skilja þig,« svaraði eg, »en þú talar í líking-
um og dæmisögum.« »Ja það er það sama
og dauðinn hefur keyrt í mig skutulinn sinn
upp að skafti og mér er ekki til neins að stríða
á móti. Færið mitt er runnið á enda. Bráðum
verð eg þar uppi — heilsaðu Jakob kærlega frá
mér — hann frelsaði einusinni líf mitt — en nú
er úti um mig;« svo dó hann; svona andað-
ist velgerðarmaður þinn, Jakob, og bað þér
allrar blessunar.«
Eg þagði um stund, því frásögn skólameist-
arans tók á mig. En svo spurði hann:
»Ertu ekki enn búinn að koma til Drúmmonds?«
»Ekki enn; eg ætla að koma þangað á
morgun. En nú veitir mér ekki af að fara, ef
eg á að ná til Lundúna.«
»F*ess þarftu ekki. Húsið þitt er hérna
nærri, Jakob.«
»Húsið mitt?«
»Já. Turnbull lét konu sinni eftir nægilegt
fé til viðurlífis, en húsið og húsgögnin féllu eigi
í hennar hlut, en ástæður færði hann ekki fyrir
þeirri ráðstöfun, heldur í þinn hlut sem einka-
erfingja.«
»En hvar er þá frú Turnbull.«
»Hún settist að í Bath. Drúmmond var fyrir
þína hönd hér og leyfði henni að taka með
sér það sem henni sýndist, en hún tók fátt með,
helzt ýmislegt smádót, sem fremur er stofum
til fylla en prýði. Húsið bíður þín albúið og
þú getur farið þangað þegar í kvöld.«
»En því lét hann ekki frúna hafa húsið?«
»Eg veit það ekki, en líklegt þyki mér það
hafi verið, að hann hafi ekki viljað að hún ætti
hér heima. Hann lét henni því eftir fé til þess
að hún gæti keypt sér hús annarsstaðar og
sezt þar að.«