Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Síða 9
JAKOB^ÆRLEGUR
249
aTveim dögum eftir að eg boðaði gömlu
hjónunum lausnarvon Tuma, sat eg heima og
var að borða morgunverð. Þá vindur Tumi sér
alt í einu inn í stofuna, hann réttir mér hönd-
ina með mestu kæti, eins og hann var vanur,
og heilsar mér.
»Tumi,« sagði eg hissa, »hvað er þetta?
því ertu hér?«
»Kom vatnsleiðina, auðvitað.«
»En hvernig ertu laus? er skipið komið
heim?«
^Það held eg ekki; en eg losaði mig sjálf-
ur.«
»Hvað? Straukstu?«
sJá, það gerði eg, og hafði þrjár ástæður
hl þess. Ein var sú, að eg undi mér ekki án
þín; annað var að mamma skrifaði mér að Marý
væri á flökti með dáta, og sú þriðja var sú,
að eg var ákveðinn til hegningar og átti að fá
kött.« *)
*Nú, segðu mér nú altsaman. Þú veizt að
Þú hefur fengið lausn.«
sJá, þakka þér fyrir það Jakob; þeir leita
Þá ekki að mér. Ef alt endar vel, þá er alt
gott. Þegar þú varst farinn, var eg auðvitað
ekki í sem bez(u skapi, og bannsettur karlinn,
sem pressaði okkur, þóttist mega hunza mig
Ur hófi fram. Einn daginn bar hann upp á mig
'ygi, og þá gleymdi eg, að eg var á herskipi,
°g svaraði honum, að hann væri helvízkur svika-
hrappur, og honum væri nær að borga mér
g'neurnar, sem eg ætti hjá hoiium fyrir það að
róa undir honum ofan ána. Svo klagaði hann
m'g á þiljunum fyrir það að eg hefði nefnt
hann svikahrapp, og kapteinninn er nú, eins
°S þú veizt, hann tekur ekki vel slíku gamni;
hann yfirheyrði báða aðila, sagði að stýrimað-
Ur'nn hefði ekki hagað sér sem offiseri og heið-
Ursmaður, og yrði hann því að víkja af skip-
ltlu> en orðalag mitt hefði verið óhæfilegt á
móti heraganum, og ætti eg því að fá dugleg-
311 kött. En þó offiserarnir borgi ekki ætíð það
^^þeim ber, borgar þó kapteinninn alténd
) Köttur er svipa til að húðstrýkja menn með á
herskipum.
sínar skuldir og það með rentum. Og þegar
eg sá að þetta var afgert mál, synti eg í land
kvöldið fyrir imbrudag og hef svo komizt æf-
intýralítið hingað á timburskipi — og hér er
eg nú.«
»Samt þykir mér iit að þú straukst; það
getur haft illar afleiðingar.«
»Engin hætta; fólkið á fljótinu veit, að eg
hef fengið Iausn, og þá er mér óhætt.«
»Hefurðu séð Marý?«
»Já, og það er alt í góðu lagi þar. Eg fæ
mér annan bát, tek ferjumannaföt mín og merki
og held til fyrir ofan brýr. Svo þegar öllu er
óhætt, gifti eg migog bý hjá karli og kerlingu.*
»Heldurðu Marý kunni við sig þarj? það
er svo einmanalegt þar, að eg held henni leið-
ist þar.«
»Marý Stapleton er nú búin nógu lengi að
fara eftir eigin geðþótta, svo að Marý Bease-
ley verður að vera eins og maðurinn hennar
vill — eða ég vil vita ástæðuri.ar.*
»Við skulum nú sjá, Tumi; en nú þarftu
peninga, til þess að kaupa bát.«
»Já, ef þú vildir lána mér þá. Eg vil síður
fá þá hjá karii og kerlingu, og skal borga þér
þá þegar eg get.«
»F*á verður þú nú að þiggja, Tumi, og
þegar þú giftir þig, verður þú að þiggja enn
þá meira,« sagði eg og rétti honum seðlana.
»Eg tek boði þínu með mestu þökkum,
Jakob; úr þvi eg get aldrei endurgoldið þér,
er eins gott að eg bæti við skuldirnar hjá þér.«
»Það er vel hugsað, Tumi.«
»Eins vel ^eins og sjalfstæðisbrutlið — er
ekki svo, Jakob?«
»Miklu betra — það hef eg reynt sjálfur,«
svaraði eg hlæjandi.
Þegar Tumi var farinn, gekk eg niður að
fljóti, losaði bát minn og reri upp eftir ánni.
Hélt eg áfram þangað til eg var kominn gagn-
vart aðsetri Wharnecliffes, sá eg að karlmaður
og kvenmaður voru þar á gangi úti í garðin-
um; þekti eg þau þegar; þau stóðu fast út
við múrinn, og reri eg því að múrnum og
heilsaði þeim, 32